576. - Um deilurnar um áramótin og nokkur góð spakmæli

Ég veit ekki til þess að deila Sigurðar Þórs Guðjónssonar við þá sem ráða hjá blog.is sé leyst. Verst þykir mér ef menn eru ekki einu sinni að tala saman. Sigurður Þór á fullt erindi hingað sem forsíðubloggari eins og hann var. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun. Menn gleymast fljótt hér. Oftast kannski af eigin völdum. Sigurður Þór deildi á þá Moggabloggsmenn í sambandi við breytingarnar sem urðu um áramótin. Sjálfur var ég settur útaf sakramentinu um tíma en því var kippt í liðinn. Mín reynsla af þeim sem hér stjórna er fremur góð.

Ég hef verið að blogga um málfar að undanförnu. Hér koma nokkur gullvæg brot úr tjónaskýrslum tryggingarfélaga:

Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni.

Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann.

Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuðkúpubrotinn.

Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf.

Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann.

Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.

Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann.

Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér.

Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn.

Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera.

Það bakkaði trukkur í gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni.

Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann.

Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út af veginum hinum megin.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkrir ansi góðir þarna!

Malína 19.1.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Deilan er víst leyst en samt breytist ekkert. Enn er mér einungis gert að ábyrgjast skrif mín undir röngu nafni á stjórnborðinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Meðan deilan er óleyst verður hinn snjalli sirkusköttur ''stillimynd'' bloggsins!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 09:57

4 identicon

Ég held að bloggheimar ættu að sameinast um að segja upp

Morgunblaðinu 31. janúar n.k. ef mál Sigurðar verða ekki kominn í

viðunandi farveg.

Þetta eru mannréttindabrot, - og Mogginn skal fjúka í lok mánaðar sjái ég enn

stillimyndina af sirkuskettinum snjalla!

Húsari 19.1.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held ekki að rétta svarið sé hefndaraðgerðir. Hinsvegar finnst mér að þeir Moggabloggsmenn skuldi okkur skýringar á þessari meðferð á Sigurði.

Sæmundur Bjarnason, 19.1.2009 kl. 12:35

6 identicon

Því fer fjarri að ég líti á skrif mín sem sérstakar hefndaraðgerðir gegn
Morgunblaðinu þvert á móti legg ég til leið sem gæti breitt yfir þá
vanhyggju sem ég tel vera hér á ferðinni og að tækifæri gefist til
að leiðrétta augljós mistök.

Eftir stendur að verði niðurstaða máls óásættanleg þá
hef ég ekki áhuga á að sitja að slíku gnægtaborði. Hvað með þig ?

Húsari 19.1.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í guðana bænum ekki fara af hjörunum út af mér. Mali stakk reyndar af.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 00:50

8 identicon

Ég sagði nú upp Moggaáskriftinni minni fyrir ári síðan.  Ég var einmitt að mótmæla einhverju þá - man bara ekki lengur hverju.   Þannig að ég get illa notað þá aðferð aftur við mótmælaaðgerðir.  Nema ég gerist áskrifandi núna til þess eins að segja upp blaðinu daginn eftir.  Hmmm... 

Til að sýna samstöðu í þessu máli get ég hins vegar farið og sparkað í Moggahöllina...

Malína 20.1.2009 kl. 03:09

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sagði upp Moggaáskriftinni fyrir mörgum árum. Átti við rafmagnsleysi að stríða þangað til núna rétt áðan. Er dottinn í Pálssögu eftir Ólaf Jóhann og þarf að fara að huga að nýju bloggi. Svo get ég þurft að fylgjast með fréttum á morgun.

Sæmundur Bjarnason, 20.1.2009 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband