3204 - Heimsósómi

Ég hugsa í orðum. Engri hugsun er full lokið hjá mér, nema mér hafi tekist að klæða hana í orð. Stundum eru það ófullkomin orð, ef ég hef lítinn áhuga á málefninu. T.d ef um er að ræða matargerð eða tónlist. Yfirleitt er ég „sticler for words“ og mér er nokk sama hvort um er að ræða slettur eða hreina og tæra íslensku. Slettur eru orð og hafa ákveðna merkingu. Í munni þeirra sem þær nota eru þær jafngildar og hver önnur orð. Aðalatriðið er að gera sig skiljanlegan fyrir þeim hópum sem maður imyndar sér að maður sé að skrifa fyrir. Eftir að ég hætti að vinna hef ég komist að ýmsu. T.d. því að það er, eða var, stórlega ofmetið að geta sofið út á hverjum morgni.

Margt er mannanna bölið/ og misjafnt drukkið ölið. Var ort fyrir mörghundruð árum, en er jafnsatt nú og þá.

Annars er ég að hugsa um að hafa þetta ekki mikið lengra að þessu sinni. Kisa vill það heldur ekki sýnist mér, því hún er að hugsa um að leggjast á lyklaborðið þó klukkan sé ekki orðin níu.

IMG 3464Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband