Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022
29.5.2022 | 21:02
3141 - Ukraina o.fl.
Erfitt er fyrir þá sem tengjast Ukrainu með einhverju móti að skrifa um þau mál öllsömul. Á flestan hátt eru mál sem tengd eru stríðinu þar þyngri en tárum taki. Árásarstríð Rússa hefur á flestan hátt sameinað Evrópu meira en nokkuð annað. Margir þeirra sem hingað til hafa bölvað Evrópusambandinu (ESB eða EU) hafa tekið það á vissam hátt í sátt undanfarið. Ekki er líklegt að samstaða Vesturveldanna rofni í bráð, en svo virðist sem Tyrkir ætli að reyna að koma í veg fyrir að Finnland og Svíþjóð komist í NATO.
Sigurður Ingi og þó einkum Bjarni Benediksson hafa greinilega leikið Katrínu Jakobsdóttur grátt í stjórnarmyndunarviðræðunum óralöngu, bæði í málum sem tengjast NATO-aðild og bankasölu og nú ræður hún yfir síminnkandi flokki. Að þeir sem yfirgeta þann flokk skuli einkum fara yfir til Framsóknar sýnir bara að aðrir kostir eru ekki fýsilegri. Ekki er víst að þeir hafi langa viðdvöl þar. Dagur mun áreiðanlega leysa núverandi formann Samfylkingarinnar bráðlega af hólmi og líklega auka vinsældir hennar.
Um að gera að hafa bloggin ekki of löng. Það er nefnilega talsvert átak að lesa mörg blogg. Einu sinni gerði ég það, en er að mestu hættur því núna. Legg áherslu á að svara athugasemdum sem koma á bloggið mitt og stundum er ég óþarflega hvassyrtur í garð þeirra sem ég er ekki sammála. Fáeinir virðast lesa bloggið mitt reglulega.
Búið er að sækja hundinn Bjart sem hér var í pössun undanfarna daga.
Ekki er ennþá búið að ganga frá öllu á baðinu endurnýjaða, en það stendur til bóta. Einnig er reglulega fínt að fara í bað þar. Sjálfur var ég vanur að fara í baðkarið, en þetta er miklu betra.
Læt þetta nægja að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2022 | 06:56
3140 - Fésbók enn og aftur
Engar ambisjónir hef ég varðandi vinsældir og heimsóknarfjölda á þetta blogg. Ég skrifa bara á það þegar mér sýnist og um það sem mér sýnist. Lesendur hafa engin eða lítil áhrif á það sem ég skrifa hér.
Ef mér leiðist fésbókin og frekjan í henni verður bara svo að vera. Kannski tek ég hana í sátt að einhverju leyti, núna að kosningum loknum, því ég get alls ekki neitað því að útbreidd er hún og mörgum finnst þægilegt að skrifa á hana. Mörg öfga-hægri sinnuð viðhorf birtast hér á Moggablogginu, en við því get ég ekkert gert. Þykjist ekki vera þannig þenkjandi sjálfur.
Eflaust er ég ekki einn um að finnast fésbókin heldur leiðinleg og tilætlunarsöm. Alveg er ég samt hissa á því hve margir láta hana stjórna lífi sínu og virðast álíta hana upphaf og endi alls. Ekki er hægt að leiða hana með öllu hjá sér, til þess er hún alltof utbreidd auk þess að vera með öllu ókeypis fyrir flesta. Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast segir máltækið og það er greiilegt að ég fjölyrði mikið um fésbókar-ræfilinn.
Síðustu vikurnar hefur iðnaðarmaður einn og menn stundað niðurrif á baðherberginu hér í íbúðinni og síðan endurbyggt allt og flísalagt. Ekki get ég neitað því að fínt og flott er baðherbergið orðið, en ég er svo gamall hinsvegar að mér þykir heldur dýrt Drottins orðið. Við því er ekkert að gera og ekki um annað að ræða en borga. Þar að auki hef ég stundað hundapössun af miklum móð og jafnvel meira en ég er með góðu móti fær um. Við hjónin höfum undanfarið nýtt okkur að nokkrar gistinætur á Fosshótelum sem voru ónýttar síðan í fyrra, þegar flestir héldu að kovítinu væri að ljúka. Ekki þýðir að æðrast og fremur ber að fagna þvi að nú skuli loks sjá fyrir endann á faraldrinum illskeytta og lífið færast í eðlilegt horf á ný, þó það eðlilega horf þyki mér um sumt vera að yfirgefa mig núumstundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2022 | 14:40
3139 - Kosningar
Um síðustu helgi voru víst sveitarstjórnarkosningar. Ég og við hjónin neyttum ekki atkvæðisréttar okkar og er slíkt nýlunda mikil. Ég held svei mér þá að ég hafi hingað til alltaf kosið, bæði í sveitarstjórnar og alþingiskosningumm, þegar ég hef haft tækifæri til. Og það hefur satt að segja verið talsvert oft. Einu sinni held ég að við hjónin höfum kosið utan kjörstaðar. Sú kosning fór á þeim tíma fram í Laugardalshöll. Að þessu sinni vorum við að vísu fjarverandi á kosningadag, en fannst ekki taka því að kjósa með utankjörfundarhætti. Auðvitað hefðum við getað komist að því hvar slík kosning fór fram hér á Akranesi, þó því væri (kannski viljandi) ekki haldið að fólki. En við gerðum það samt ekki.
Ukrainustríðið heldur áfram. Sennilega mætti halda því fram að þetta væri einskonar proxy-stríð, því óneitanlega styðja NATO-þjóðirnar Ukrainu með ýmsum hætti, en láta þarlenda um að berjast og bera alla eyðileggingu og mannfall. Rússar með Pútín í fararbroddi eru í þann veginn að fara illa útúr þessu öllusaman og fáir Evrópubúar munu gráta það. Satt að segja er það furðulegt hve fordæmingin á Rússum er sterk og útbreidd, miðað við önnur stríð.
Alveg er ég hissa á (hvítu móður-málinu) Að taka listaverk annars manns ófrjálsri hendi og gera að sínu eigin álít ég, að geti aldrei talist annað en þjófnaður. Álit dagsins á því hvað sé rasismi skiptir engu máli. Víðast hvar þar sem styttufellingar hafa tíðkast, held ég að það hafi gerst á vegum löglegra yfirvalda og á svæðum sem þau telja sig ráða yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2022 | 20:38
3138 - Zelensky
3138 Zelensky
Ekki tókst mér að gera síðasta blogg mitt að maí-bloggi, en það munaði ekki miklu. Þetta þýðir að ég verð víst að gera betur. Eitthvað tekst mér væntanlega að finna til að skrifa um. Annars er ég orðinn mun ónýtari við bloggstandið uppá síðkastið. Kannski veðrið hafi þar einhver áhrif.
Það er langt komið með að skipta öllu út á baðherberginu hérna. Það er að verða búið að flísaleggja og svo kemur hitt á eftir. Svolítil rigning i dag en annars ágætis veður, verður víst enn betra á morgun
Á mánudagskvöldið var húsfélagsfundur og gekk ágætlega. Stjórnin endurkjörin og húsfélagsgjaldið hækkað. Allt eftir bókinni er það ekki?
Aðalfréttin í sjónvarpinu þá eða um það leyti var um ástandið í Bandaríkjunum. Allt að fara til fjandans þar eins og venjulega. Enginn virðist hafa áhuga á hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar þar í haust. Líka vantaði að vita hvenær Hæstiréttur þar ákveður sig og tilkynnir niðurstöðuna.
Styttist líka í Sveitarstjórnarkosningar hér. Kovítið kannske búið. Fuglaflensa í staðinn. Fer ekki í fólk er sagt. Svo eru hrosshausar á útsölu. Mikið að gerast. Sumarið snemma á ferðinni eða hefur Páskahretinu kannski seinkað?
Enn er verið að atast í Bjarna Ben. Engin líkindi eru þó til þess að ríkisstjórnin falli. Kannski var það Zelenski sjálfur sem bjargaði þeim. Líka er ekki lengur hægt að segja að þau geri ekkert. Undirrita viljayfirlýsingar á hverjum degi. Gæti samt trúað að Lilja Alfreðs leggi Sigurð Inga næst þegar tækifæri gefst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)






Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson