Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024
19.2.2024 | 12:48
3200 - Endurfæðing
Held að ég hafi eitthvað verið að tala um endurfæðingu um daginn.
Hvað er endurfæðing?
Til dæmis ef maður öðlast djúpan skilning á eðli annarra. Þórbergur hefði sennilega sagt: eðli alheimsins. En ég er nú svosem ekki að líkja mér við hann, þó hann hafi endurfæðst hvað eftir annað.
Mér fannst ég vera á margan hátt nýr maður eftir veikindin í fyrra.
Það sem skilur manninn frá dýrunum er einkum samstarfið.
Vissulega hafa mörg dýr komist að því að það að ferðast í hópum eykur lífsvon þeirra mikið. Samstarf um að komast af er mikilvægt, en manninum hefur lánast með t.d. málinu að láta samstarfið ná til næstum allra mannlegra verka. Og með því hefur hann náð yfirburða stöðu gagnvart öðrum dýrum.
Þegar ég var á ferð í Færeyjum fyrir tæpu ári notaði ég ýmist færeyskar krónur eða danskar og létu menn sér nokk í léttu rúmi liggja hvorri þjóð seðillinn var merktur hverju sinni. -- Þegar ég aftur á móti ætlaði að borga með færeyskum afgangsseðlum þegar ég í Danmörku á dögunum rak þarlenda í stans og vildu ekki sjá þessa snepla.
Samt hef ég aldrei heyrt eða séð Færeyinga væla undan því að litla krónan þeirra sé ónýt.
Þessi klausa er eftir Sigurð Hreiðar. Mér finnst þetta mesta vitleysa, en get illa sagt það.
Það er margt sem maður rekst á ef maður ferðast fram og aftur í skjali því sem ég nota til að blogga. Þetta hef ég einhverntíma ætlað að fjölyrða eitthvað um. Það var fyrir veikindin og er á vissan hátt til marks um endurfæðingu mína. Man ekki hvar eða af hverju þetta var skrifað eða hvenær. Nú þætti mér ekki taka því að vera að finna að svona löguðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2024 | 21:42
3199 Þessi vika
Allavega er ég að hugsa um að skrifa eitthvað í hverjum mánuði héðan í frá. Ef ég verð í stuði skrifa ég kannski daglega eða svona sirkabát annan hvern dag.
Að vísu er ég ekkert viss um að neinir lesi þetta bull í mér. A.m.k. er þetta nýjasta blogg hjá mér alveg athugasemdalaust. Það er samt ekki alveg að marka því að á meðan ég þokast upp vinsældalistann hljóta einhverjir að lesa þetta. Var áðan að athuga hve margar örsögur ég á á lager og eru aftan við söguna um Guttorm dúllara og þær reynust vera yfir tuttugu, svo ég verð ekki á flæðiskeri staddur á næstunni þeirra vegna.
Í gærkvöldi fór ég seint að sofa. Vesen með tölvuna. Þegar ég vaknaði í morgun klukkan að verða 10 var farið að birta. Svei mér þá. Fannst næstum því vera komið vor. Á morgun fer ég suður til Rvíkur. Til að mynda kviðslitið sem ég held að ég sé með. Heimilislæknirinn hann Árni heldur það líka, held ég.
Á miðvikudaginn eigum við svo að fá læknisvottorð vegna endurnýjunar á ökuskíteininu. Fleira liggur svo ekki fyrir í þessum mánuði, held ég. Ég ætla samt að reyna að vera duglegur að blogga og taka til. Fór með dót í geymsluna í dag.
Á laugardaginn kemur verð ég að vísu eins árs, en nánar um það seinna.
Ég endurfæddist nefnilega í vissum skilningi þegar ég kom heim í fyrra af sjúkrahúsinu eftir alvarleg veikindi.
Í gær var miðvikudagur og við fórum að fá læknisvottorð, en prentarinn hjá lækninum var bilaður svo ég þarf að fara aftur í dag.
En nóg um það, ég skrifa kannski um það og margt fleira seinna meir. Um að gera að hafa bloggin stutt núna, svo það er kannski væri bara best að hætta strax.
Eldgos hófst í dag og ég ekki búinn að setja upp bloggið mitt. Kannski ég hætti bara. Aðrir verða eflaust til að skrifa um það. Sem sagt hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2024 | 09:18
3198 - +Isak
Nú er að því komið að ég þarf eiginlega að byrja á bloggskrifum. Veit samt ekkert um hvað ég muni skrifa.
Það var þann nítjánda apríl 2015 sem Ísak Harðarson (eða einhver sem kallaði sig það) birti á Facebook eftirfarandi ljóð:
MINN HEIMUR HRUNDI LÖNGU ÁÐUR
(Tileinkað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Geir Haarde
og þeim öflum sem hafa skapað þau og þau þjóna).
Minn heimur hrundi löngu áður:
strax við fæðingu tók við mér sundrað líf,
foreldrar ekki til staðar nema sem dauðar myndir,
engar vonir og væntingar, engar elskandi hendur
og augu, ekkert hjarta sem sló fyrir mig, engin
framtíð lá fyrir barninu í vöggunni á fæðingardeildinni.
Allt frá upphafi var ég aðskotahlutur, tákn
um mistök, brostna drauma, ég var einhver
sem þvældist fyrir, áminning um hræðilegt klúður,
óafmáanlegt merki um sneypu, örlítill púki
sem átti ekki að vera til líkast til kominn
beint úr sjálfu helvíti.
Þannig að þegar hrunið varð hálfri öld síðar,
þá hrundi í mínu tilfelli maður sem hafði fæðst sem rúst
og reynt öll þessi ár að verða að einhvers konar byggingu;
ef ekki höll, ef ekki státið einbýlishús í einhverju úthverfi
nálægt sjónum, ef ekki lítil blokkaríbúð í Breiðholti
með drapplitum gluggatjöldum og nafnskilti á hurðinni
Ísak Harðarson, eiginkona og börn
þá að minnsta kosti leiguherbergi, kjallaraskonsa með þeim
lágmarkstengslum við lífið sem fást með rennandi vatni
úr krana og útsýni út í heiminn um ódýrustu sjónvarpsstöðvarnar,
annars að minnsta kosti samþykktur hundakofi,
og ef ekki einu sinni það, þá síðasti úrkosturinn:
leyniafdrep hins smæsta í forsal hinnar komandi Paradísar.
Hrunið ykkar rústaði mig til fulls.
Þeir sem stuðluðu að því hafa í rauninni maskað endanlega
líf, sjálfsvirðingu og framtíðarvonir margra fyrir fullt og allt
og þurfa að borga fyrir með því að taka við sendiherrastöðum,
skipta um starfstitla, flytjast úr einni höllinni í aðra,
til þess að geta haldið áfram að græða sjálfsvirðinguna á daginn
og grilla á kvöldin í félagsskap djöfulsins í helvíti.
Veggir þeirra, eyru og hjörtu eru eilíflega einangruð
fyrir sálarkvölum þeirra sem þau lögðu endanlega í rúst,
á meðan fjármálakerfið þeirra endurreisir sig smám saman
eins og svartur djöfull sem sperrir hægt en ákveðið út eiturvængi sína
og gerir sig kláran til sprengjuflugs yfir næfuþunnan heim mannanna.
Ísak Harðarson 19. Apríl 2015 Fésbók.
Af einhverjum ástæðum svaraði ég þessu ljóði nokkrum dögum seinna, þannig:
ÉG VEIT EKKI NEITT
Auðvitað má margt um Hrunið segja.
Sumt verður þó aldrei sagt. Sumir þegja sem fastast.
Einhverjir töpuðu aleigunni, aðrir talsverðu.
En ég bjargaðist.
Verðum við smáfuglarnir ekki að hugga okkur við það
Að hamingjan er ekki fólgin í rúmgóðum bílskúrum, sem aldrei kemur bíll inn í
Og tvöföldum gasgrillum?
Eigum við ekki bara að sætta okkur við að peningalegum verðmætum er stolið af okkur jafnharðan.
Hvað er það sem aðskilur einskisvert líf og það sem verðmætara er? Eru þeir einskisverðari sem drukkna í Miðjarðarhafinu eða eru nægilega ólíkir okkur til að vera einskisverðir?
Hvað þá með Balkanskagastríðin fyrir skemmstu?
Er allt líf jafnmikils virði? Bæði mannlegt og dýrslegt? Jafnvel kjúklingalegt? Eða plöntulegt og skordýralegt?
Veit það ekki.
Sæmundur Bjarnason 26. Apríl 2015 (eftir að hafa lesið ljóðið hans Ísaks Harðarsonar)
Mig minnir að við höfum skipst á einhverjum tölvupósum í tilefni af þessu og að þar hafi það komið fram að ekki yrði þetta ljóð geymt. Samt hef ég haldið uppá þetta.
Á þessum tíma voru margir uppteknir af Hruninu og ekki að ástæðulausu. Sárin sem það skildi eftir munu seint gróa og kannski aldrei, frekar en þau áföll sem við Íslendingar höfum orðið fyrir, gegnum tíðina. Þó erum við heppin samanborið við marga aðra. En þetta blogg er orðið nógu langt (kannski of) og því er skást að hætta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2024 | 22:46
3197 - Það er nú svo
3197 Það er nú svo
Ekki fór það nú svo að ég færi að blogga reglulega þó ég hafi svosem ætlað mér það.
Ýmislegt hefur á daga mína drifið að undanförnu og þar að auki hefur veðrið verið hálfrysjótt síðustu daga.
Við erum bæði hjónin komin með nýjar tölvur núna og búast má við ýmsum kárínum þess vegna. Ég ætla mér að komast á 50 listann hér á Moggablogginu fljótlega, ef ég blogga. Flestir eru hættir því og farnir á fésbókina, en ég er svo íhaldssamur að ég er ennþá hér.
Hérna eru aðallega sannfærðir öfgaíhaldsmenn og ýmsir furðufuglar. Þykist sjálfur tilheyra síðari kategóríunni, en veit ekki hvað öðrum finnst.
Áslaug konan mín var áðan að kvarta yfir því, við Bjarna son okkar, að hún fyndi ekki íslensku stafina á lyklaborði nýju tölvunnar. Ég fór náttúrulega að athuga hvort þetta væri eins á minni tölvu. Svo reyndist að sjálfsögðu vera. Ég nota nefnilega fingrasetninuna sem ég lærði á Bifröst í fornöld. Að vísu vélrita ég óhóflega hægt og geri mikið af villum. Horfi jafnan á það sem ég skrifa, en þess þurfti ég ekki áður og fyrr.
Veit ekki hvort ég ætti að skrifa meira. Fyrrmeir vildi ég helst að blogg væru sem lengst en núorðið er attention spanið orðið svo stutt hjá flestum að stutt blogg eru í tísku, held ég. Tala nú ekki um ef menn blogga oft, einsog ég gerði áður en ég veiktist.
Kannski ég bloggi lengri blogg einhverntíma þegar mér vex fiskur um hrygg og vélritunarhraðinn vex.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)






Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson