577. - Bankakreppan í orðræðunni og þónokkur spakmæli

Við lifum athyglisverða tíma núna. Ekki beinlínis spennandi og skemmtilega en áhugaverða. Í mínum augum eru það einkum tveir frasar sem eru einkennandi fyrir tímabilið.

„Þið eruð ekki þjóðin", sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Kannski sagði hún það ekki nákvæmlega svona en þannig lifa orð hennar í þjóðarsálinni. Hinn frasinn er óttaleg sletta en hljóðar svona: „Helvítis fokking fokk."

Um báðar þessar setningar mætti fjölyrða heil ósköp en ég ætla að stilla mig um það. Í dag finnst mér þeir báðir vera lýsandi fyrir ástandið eins og það er.

Munnlegur samningur er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á.

Farðu að mínum ráðum, ég þarf ekki á þeim að halda.

Hreint skrifborð er merki um troðfullar skrifborðsskúffur.

A clean desk is a sign of a sick mind.

Sá sem brosir í erfiðleikum hefur fundið einhvern til að kenna um.

A feature is a bug with seniority!

Ef þér mistekst allt í fyrsta skipti er fallhlífarstökk ekki fyrir þig.

Sælir er unglingarnir því þeir munu skuldirnar erfa.

Stöðugar breytingar eru komnar til að vera.

Það er lífshættulegt að verða gamall.

Ekkert er svo einfalt að ekki sé hægt að klúðra því.

Nú, þegar ég hef gefið upp alla von, líður mér miklu betur.

Þegar þú ert farinn að skilja hvernig tölvan þín vinnur, þá er hún orðin úrelt.

Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur alveg eins gert hinndaginn

Samkvæmt lögmáli Arkímedesar léttist hlutur sem settur er í vatn um þriðjung þeirrar vegalengdar sem er auð og hindrunarlaus framundan.

Láttu mig vita ef þú hefur ekki fengið þetta bréf.

Enginn sleppur lifandi frá lífinu.

Númerið sem þú hringir úr hefur verið aftengt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sá sem brosir í erfiðleikum hefur fundið einhvern til að kenna um."

Glottið á Pétri Blöndal kemur upp í hugann - þegar hann kennir okkur almenningi um þjóðarhrunið.

Malína 20.1.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband