3208 - Stórveldin 5

Stórveldi heimsins eru eiginlega fimm, Bandaríkin, Rússland, Kína, Evrópa og Indland. Þau eru ákaflega mismunandi. Bandaríkin (sem við Íslendingar tilheyrum) eru sterkust (vopnalega séð) um þessar mundir. Rússar eru í fjörbrotum. Kína og Indland eiga framtíðina fyrir sér. Evrópa er stóra spursmálið í þessu sambandi. Samstaða næst aldrei meðan núverandi aðferðum er beitt. Útþensla á sér þó stað.

Eitt fyrrverandi stórveldi ber að nefna. En það er Bretland. Sumir þarlendir halda að enn sé svo. Það er ímyndun.

Auðvitað veit ég að fleiri ríki hafa mannafla til að geta kallast stórveldi, en þau eru það ekki núna. Hvað sem síðar verður.

Ef Trump vinnur í haust verða Bandaríkin einangrunarsinnaðri en áður. Þá verða Evrópuþjóðirnar að treysta meira á sjálfar sig. Ísland er Evrópuþjóð. Samt er vissara að sitja og standa eins og Bandaríkin vilja.

Sennilega er þetta að verða nógu langt. Kannski held ég áfram með þessar speglasjónir einhverntíma seinna.

IMG 3520IMG 3435Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband