3261 - Tilraun

Ég setti upp blogg í morgun og er að hugsa um að byrja strax á öðru. Ekki er líklegt að ég setji þetta upp á Moggabloggsvefinn fyrr en um næstu helgi eða svo.

Þetta fór nú ekki þannig. Ég bloggaði ekkert lengi vel. Meðal annars vegna þess að tölvan var eitthvað að stríða mér. En nú er hún komin í lag og mér er ekkert að vanbúnaði til að halda áfram. Satt að segja er ég farinn að gera eitthvað annað en það allra nauðsynlegasta. Það hef  ég lengi ætlað eftir að ég missti máttinn í fótunum. Nú er ég kominn í dagvistun á Höfða hér á Akranesi. Ég er nefnilega 83ja ára og  semsagt gamlmenni af fyrstu gráðu. Samt er ég með þeim yngstu þarna.

Ansi er þetta sundurlaust hjá mér. Sennilega er best að ég hætti núna og reyni frekar að skrifa á morgun.

Einhver mynd.WP 20160410 12 19 21 Pro


3260 - Október

3260 –   Október

Ekki gekk þetta. Nú er kominn október og ekki neitt framhald á þessum skrifum.

Sennilega er ég betri í að skrifa á venjulegt (gamaldags) lyklaborð. en þessi nýmóðins, sem eru afslepp á alla kanta. Sjáum til.

Þetta er októberinnleggið og ég held að ekki þýði neitt að ætla sér að blogga daglega, a.m.k. ekki til að byrja með. Nær  er líklega að gera það svona vikulega.

Nú er ég kominn í dagdvöl á Höfða og þar er að mörgu leyti gott að vera. Að vísu gerir maður ekki alltaf margt þar, fyrir utan að glápa á sjónvarpið, en allavega fær maður gott og mikið að borða. Og það er mikilvægt fyrir mann eins og mig sem er orðinn gamalmenni og er að reyna af byggja upp  styrk í löppunum og bæta jafnvægið. Það gengur hægt en við því er ekkert að gera.

Ég geri mér engar vonir um að margir lesi þetta, en væntanlega verða það einhverjir. Svo tefli ég stundum og rabba við einhverja sem eru þarna með mér í dagdvöl, og les Moggann eða önnur blöð, fer í boccía eða eitthvað.

Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra og er hættur.

WP 20160412 11 21 38 ProEinhver mynd.


3259 - Kári Stefánsson

Nú er ég búinn að setja sunnudagsbloggið á sinn stað og get snúið mér að mánudagsblogginu.

Flestir vilja tala eða skrifa sem mest um sjálfa sig, en kunna ekki almennilega við það. Næst á eftir koma eilífðarmálin. Það er að segja heimspekileg mál eða vísindaleg málefni eins og lífið eftir líkamsdauðann eða að kynnast lífi annars staðar. Hvortveggja byggist þetta á óvísindalegri trú og þessvegna er lítið rætt um þetta.

Í þriðja lagi er svo rætt um pólitík dagsins og þar taka margir til máls.

Mér leiðast aftur á móti pólitískir langhundar og reyni því að tala og skrifa um eitthvað annað. Nóg er til.

Hlustaði í kvöld á Stefán Einar Stefánsson ræða við Kára Stefánsson. Þar bar margt athyglisvert á góma þó ég hirði ekki um að nefna það allt. Seinna geri ég það kannski.

IMG 2832Einhver mynd.


3258 - Veit ekki hvað ég á að kalla þetta

Nú er ég kominn í blogstuð og blogga nú eins og enginn sé morgundagurinn. Ætla að halda því áfram ef mér endist orka til þess. Tveir puttar eru samt ekki á við tvær hendur. Í dag er laugardagur og sennilega sendi ég þetta ekki frá mér fyrr en á morgun. Kannski er mér að batna. Hver veit nema ég sé að slrifa mig frá þessum aumingjaskap sem Coveitið hefur valdið.

Sjáum til.

Hef að undanförnu farið þrisvar í viku í dagdvöl á Höfða. Hef verið þar frá níu til eitt. Þar er ágætt að vera og talsverð breying frá því sem áður var.

Kannski segi ég meira frá minni upplifun af veikindunum sem ég hef áður lýst. En ekki núna. Nú er ég kominn í 15. sæti á vinsældalistanum á Moggablogginu, svo einhverjir virðast lesa þetta. Hef enga hugmynd um hverjir það geta verið.

IMG 2842Einhver mynd.


3257 - Fjandi stendur þetta lengi

Nú er ég kominn á bragðið og kannski ég verði óstöðvandi úr þessu. Hver veit. Ekki ætla ég að halda aftur af mér. Kannski ég segi ykkur einhver deili á mér og fjalli eitthvað um þessi veikindi mín.

Semsagt skömmu fyrir jól 2022 veiktist ég hastarlega og var fluttur á sjúkrahúsið hér á Akranesi á aðfangadag. Þar versnaði mér frekar en hitt, er mér sagt, og var fluttur meðvitundarlaus til Reykjavíkur á gjörgæslu þar. Þar dvaldi ég svo í rúmlega 20 daga og fannst ýmislegt að mér og var mér vart hugað líf. Auk covid-19 og lugnabólgu var um blæðandi magasár og eitthvað fleira að ræða. Það var svo ekki fyrr en gerður var á mér                    barkaskurður að mér tók að batna svolítið.

Allt væri þetta gott og blessað, ef mér neilsaðist bærilega núna. En því er ekki að heilsa. Mér hefur sáralítið batnað á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þetta var. Kraftlaus er ég að mestu í fótunum ennþá, jafnvægið er úti á túni og fínhreyfingar í fingrunum eru farnar veg allrar veraldar. T.d. er ég alveg búinn að týna niður fingrasetingu á ritvél.

Hættur að sinni. Hugsanlega meira seinna.

IMG 2964Einhver mynd.


3256 - Covid-19

3256 – Covid-19

Nú er fimmtudagur og ég er búinn að setja upp blogg fyrir daginn í dag.

Þetta blogg set ég ekki upp fyrr en á morgun þarafleiðandi. Vona að enginn setji það fyrir sig.

Veit samt ekki ennþá hvað ég kem til með að skrifa um, en vonandi verður það eitthvað. Vilja ekki flestir a.m.k. tala einkum um sjálfan sig. Kannski ég geri það bara.

Það var skömmu fyrir jól 2022 sem ég veiktist af Covid-19 og ég er allsekki búinn að jafna mig ennþá. Ofan í kaupið missti ég svo konuna mína úr krabbameini í janúar í vetur og það flýtti nú ekki fyrir bata mínum. Þetta er nógur barlómur svona í byrjun á lýsingu á veikindum mínum, svo ég er að hugsa um að hætta hér. Meira seinna.

IMG 3120Einhver mynd.


3255 - Um ekki neitt

Nú er ég kominn í svolitla æfingu, svo þetta blogg ætti að verða svolítið lengra en síðustu blogg mín hafa verið.

Veit samt ekki hvað ég ætti að skrifa um.

Kannski skrifa ég um veikindi mín en fáir hafa líklega eins mikla þekkingu á þeim og ég.

Það verður þó ekki strax, því ég er ennþá mjög lengi að skrifa. Mér er þó að fara mikið fram við skriftirnar. Nota þó enn tveggja putta aðferðina.

Skrifa ekki meira í bili og hætti núna.

IMG 2938Einhver mynd.


3254 - Lengra blogg

Nú ætla ég að reyna að skrifa lengra blogg en áður. Það ætti að ganga vel.

Nú hef ég meiri tíma en í gær. Sennilega verður það samt ekki mjög langt.

Mér leiðast löng stjórnmálablogg, þau eru samt algeng hér á Moggablogginu og ég

ætla mér að reyna að berjast gegn því. Það tekst nú þó kannski ekki.

Sjáum til. Ekki veit ég hvernig sú fyrirætlun gengur.

Stutt blogg eru skemmtileg. Kannski birti ég vísur, af þeim kann ég nóg.

IMG 2950Einhver mynd.


3253 - Dagleg blogg

IMG 3055Nú ætla eg að skrifa stutt, enda er ég bæði syfjaður og tímanaumur.

Stendur vonandi til bóta.

Einhver mynd.


3252 - Bloggað af gömlum vana

Nú er víst kominn nýr mánuður, september 2025, er mér sagt, ekki get ég sannað það og ekki er víst að ég verði alltaf svona duglegur að blogga. Þó má gera sér vonir um það. En stutt er ég hræddur um að þau verði. Sjáum samt til. Ekki veit ég svosem um hvað ég á að blogga. Mér hlýtur að leggjast eitthvað til. Svo fer venjulega. Þá vélritaði ég hratt og hiklaust, en nú er ég lengi og geri tómar vitleysur sem ég þarf svo að leiðrétta eftirá, því ekki get ég látið allar vitleysurnar frá mér fara.

Bless í bili.

IMG 0416Einhver mynd.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband