Bloggfærslur mánaðarins, september 2022

3149 - Heimur versnandi/batnandi fer

Enn hef ég mikinn áhuga á heimsmálum.

Vissulega er Biden bandaríkjaforseti ekki verulega atkvæðamikill. Hann tekur þó þær pólitísku ákvarðanir sem þarf að taka. Trump var afsprengi þeirrar peningalegu óreiðu sem margir óska sér.

Að fjölyrða um eðlufólkið eins og gert var á RUV um daginn er og var ósmekklegt. Þvílíka vitleysu er best að þegja um. Beta er dauð og hún var sko engin eðla. Bretar mega hafa sína hentisemi eins og þeim sýnist, en við erum engir aftaníossar þeirra.

IMG 3881Einhver mynd.


3148 - Áttatíu ár

Nú er maður orðinn áttræður og kominn tími til að skrifa septemberinnleggið. Kannski skrifa ég meira seinna. Svo er ekki útilokað að ég fari að skrifa á Fésbókina, eins og aðrir. Stór hluti af því sem þar er sagt finnst mér samt vera óttalegt skvaldur. Eiginlega hef ég ekkert að skrifa um nema sjálfan mig. Kannski er það alveg nóg. A.m.k. voru afmæliskveðjurnar svo margar að allmargir virðast muna eftir mér.

Við fórum á Galito í gærkvöldi. Fimm saman. Minn betri helmingur bauð mér. Og á eftir fórum við til Hafdísar og Jóa til að púsla og háma í okkur ís og allskonar sælgæti. Þó ég yrði áttræður í gær var það ekkert á móti því að í fyrradag varð Helena 10 ára, sem er ólíkt merkilega frá afmælislegu sjónarmiði séð. Tinna fór í gær í fermingarfræðslu og verður þar í nokkra daga.

Hef ekki frá mörgu að segja fram yfir þetta. Líka er betra að hafa blogg innleggin í styttra lagi. Þá verða þau frekar lesin.

IMG 3884Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband