Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022
28.6.2022 | 11:19
3144 - Meira um kisu litlu.
Þessari krúttsprengju, sem ég talaði um í síðasta bloggi tókst í gær að koma mér í þau vandræði með lyklborðsást sinni að ég gat ekki notað tölvuna mína fram eftir degi í gær. Komst að því eftir langa yfilegu, að með því að róla sér í snúrum og japla á þeim hafði henni tekist að losa um snúruna sem tengir skjáinn við tölvuna.
Kisan heitir reyndar Sprite (Fjarskírð frá Florida) var okkur sagt og er stelpa eins og krakkarnir mundu segja. Þetta litla stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjöruga þrífst á athygli annarra og klifrar gjarnan upp eftir fótunum á manni (með beittar klær) og Áslaug vill gjarnan að heiti Doppa, því hún er bæði með doppu á maganum og á trýninu.
Ég gæti lengt þetta blogg verulega með allskyns kisusögum, en það væri nú ekki í stíl Dabba frænda.
Stutt blogg eru skemmtilegust og hafa þann ótvíræða kost að það er fljótlegt að lesa þau. Ég er semsagt hættur.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2022 | 05:41
3143 - Krúttsprengja
Nú skil ég orðið krúttsprengja. Ef þetta litla tveggja vikna stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjögurra mánaða gamla frænda síns er eitthvað þá er hann einmitt algjör krúttsprengja. Sjá myndir o.fl. á Facebook-síðu Áslaugar.
Annars er þessi helgi búin að vera viðburðarík. Á föstudaginn fór ég til augnlæknis. Áslaug keyrði. Í gær fórum við fyrst til Borgarness og síðan að Þingvallavatni þar sem við vorum í mikilli veislu hjá Hafdísi og Guðmundi í sumarbústað þeirra þar, en verið var einmitt að halda uppá 80 ára afmæli hans.
Ýmislegt fleira mætti tína til, en það á ekkert erindi á þetta blogg og þess vegna sleppi ég því að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2022 | 13:44
3142 - Setjum ríkisstjórnina í biðflokk
Nú munu um það bil fimmtán ár hafa liðið frá hruninu mikla. Minningar mínar frá þessum tíma eru ósköp venjulegar. Nenni ekki að tíunda þær hér.
Segja má að kominn sé tími á nýtt hrun. Gott ef ekki stefnir í það núna. Viðmiðunarvextir Seðlabankans eiga eftir að ná nýjum hæðum. Ekki er þó líklegt að þeir nái sömu hæðum og í aðdraganda hrunsins. Sama er að segja um Verðbólguna. Útrásarvíkingarnir heita líka eitthvað annað núna, en einhverjum verður að kenna um væntanlegt hrun.
ÍSLENSKIR BÆNDUR FLYTJA INN Æ MEIRA AF KJÖTVÖRU, segir í aðalfyrirsögn fréttablaðsins í dag. Ekki efast ég um að þetta sé rétt. Skýringin álít ég að sé sú að forystumenn þeirra séu í KLÍKUNNI. Flestir sem eitthvað mega sín hér á landi eru í henni. Meðvitað eða ómeðvitað. Spillingin hér á landi er þannig að hún mælist ekki vel á alþjóðlega mælikvarða og flestum okkar þykir hún ósköp eðlileg. Frændhygli hefur lengi tíðkast hér og þó hefðbundin stéttaskipting sé lítil hér á landi er enginn vafi á því að aðstaða og eðli fólks er ákaflega misjafnt. Í þessu njótum við þess að vera pínulítil og margt af því sem tíðkast meðal stærri þjóða erum við laus við.
Kannski getur þetta gengið sem Júní-innleggið mitt. Ég held að ég hafi ekki margt fleira að segja að þessu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)




Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson