Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021
9.11.2021 | 08:32
3115 - Eitt og annað
Kannski er ég að missa af einhverju. Ég fer svotil aldrei á fésbókina, horfi lítið á sjónvarp, kann eiginlega ekkert á símann minn (Iphone 7) og er ekki áskrifandi að neinu blaði eða tímariti. Hverslags líf er þetta eiginlega? Kynni einhver að spyrja. Já, ég veit það ekki. Ég les talsvert og er eiginlega fréttasjúkur, einsog margir fleiri. Þar að auki flakka ég talsvert um Internetið, finn lesefni þar, skoða myndir og ýmislegt fleira. Þetta dugar mér alveg. Belgi mig stundum óhóflega út af mat, en er samt ekki nema 112 til 113 kíló. Klukkan er svosem meira en fimm.
Ég er að hugsa um að stinga mér aftur til kojs. Kannski sofna ég og kannski ekki. Er búinn að fá mér kaffi og rúgbrauð með síld og hver veit nema það hindri mig í að sofna. Pilluskammtinn er ég líka búinn að taka. Út á svalir er ég ekki búinn að fara enda veðrið bæði blautt og dimmt. Er dimman veður? Er ekki viss.
Hvenær eru morgunskrifin mátuleg? Kannski þegar skjárinn er fullur og línurnar fara að hreyfast. Hvað um það. Áfram skrifa ég eins og enginn sé morgundagurinn. Er þessi glósa um morgundaginn ekki ofnotuð? Það finnst mér. Hún er eiginlega alveg merkingarlaus. Þessvegna nota ég hana. Með því nálgast ég skjáfylluna. Hún er að nálgast. Þetta hjal er til þess gert að meiða engan. Sumir meiðast af orðum. Ekki hann ég. Enginn hallmælir mér samt. Sennilega er ég of meinlaus. Jæja, nú eru línurnar farnar að hreyfast svo ég er hættur í bili. Í dag er þriðjudagur, er mér sagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2021 | 16:38
3114 - Nóvemberblogg
Skilst að ég hafi ekkert bloggað í þessum mánuði. Þetta gengur náttúrulega ekki. Ég er búinn að blogga í mörg ár og er ég farinn að láta undan síga. Alltaf er ég samt að reyna að bæta mig að þessu leyti. Bloggnáttúran hefur ekkert yfirgefið mig, en ég hugsa og skrifa bara svo hægt. Auðvitað ekki svo hægt að ég gæti ekki sent allskyns bull hingað á Moggabloggið. Jafnvel daglega. Ég er allavega að hugsa um að blogga oftar en ég hef gert að undanförnu.
Án alls vafa eru Stjórnarráðshúsið (áður fangelsi), Dómkirkjan, Menntaskólahúsið (áður Lærði skólinn), og Alþingishúsið virðulegustu og sögulegustu húsin í Reykjavík. Aldur þeirra er í samræmi við upptalninguna hérna. Einhverjum gæti dottið í hug að hafa Háskóla Íslands í þessum hópi, en hann var nú ekki byggður fyrr en á tuttugustu öldinni og getur þessvegna eiginlega ekki talist með.
Undanfarið hef ég verið að lesa bók nokkra sem gefin var út árið 1946 á 100 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík. Hún heitir Minningar úr Menntaskóla.
Margar frásagnir í þessari bók eru verulega merkileg og fróðleg lesning. Þær eru nærfellt 60 talsins og höfundar þeirra eru að ég held allir saman þjóðþekktir. A.m.k. kannast ég við nöfn þeirra flestra og kennaranna sömuleiðis, sem nefndir eru.
Demókratar í USA eru í vissum skilningi haldnir vinstri veikinni. Stjórnmálamenn þeirra í Hvíta Húsinu og báðum deildum alríkisins eiga erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og koma því litlu í verk. Trump hafði líka margfaldan meirihluta fyrri tvö árin í forsetaembættinu og tókst að koma í gegn skattalækkun sem kom sér nokkuð vel fyrir ríka og fallega fólkið. Auk þess sem hann var svo heppinn að fá tækifæri til að breyta meirihlutanum í Hæstarétti Bandaríkjanna í íhaldsátt. Að flestu leyti var hann samt misheppnaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)




Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson