Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021
31.7.2021 | 13:44
3086 - Gunnar og Guðmundur
Undanfarið hef ég verið dálítið upptekinn af Gunnari Benediktssyni. Reyndar var ég bara að lesa bók eftir hann sem heitir Að leikslokum. Undirtitillinn er Áhugaefni og ástríður. Gefin út árið 1978 og hægt er að kalla þetta ævisöguþætti. Mest má segja að það fjalli um pólitísk afskipti hans af hinu og þessu. Afar fróðleg bók og ég man eftir að hafa lesið eitthvað fleira eftir hann. Man samt ekki hvaða bækur. Hann er með minnisstæðustu kennurum sem ég hef haft. Vissi ekki einu sínni að hann hefði skrifað svona margar bækur eins og hann minnist á þarna. Líklega hefur það verið bókin Stungið niður stílvopni, sem ég hef áður lesið. Minnir að Guðmundur Ólafsson háskólakennari hafi látið ýms hrósyrði falla í hans garð.
Nú er ég að komast í bloggstuð og ekki ber að forsóma það. Margt get ég sennilega skrifað um frá langri ævi. Ég er að verða áttræður og hef ýmislegt reynt. Ekki finnst mér ég vera alveg að drepast samt. Finn mun á mér með hverju árinu sem líður. Er á margan hátt orðinn hundleiður á þessu sífellda Covid-kjaftæði.
Gunnar Benediktsson og Guðmundur Steingrímsson eru mér minnisstæðastir akkúrat í augnablikinu. Las einhverja hugleiðingu eftir Guðmund nýlega þar sem hann líkir stjórnmálamönnum við bilaðar og gagnslausar loftkælingar. Bæði tilfellin hávær og þýðingarlaus og hann lagði útaf því. Stjórnmálamenn hafa einmitt komið mér oft þannig fyrir sjónir að þeir leggi mesta áherslu á sjálfa sig og að láta taka eftir sér. Samt finnst mér ekki að Gunnar Ben. hafi verið þannig. Man samt vel að hann gat ekki látið hjá líða að minnast á Breta og Frakka þegar hann var að kenna okkur og skorað var á okkur og fleiri að minnast Ungverja með tveggja mínútna (eða einnar) þögn. Þetta hefur verið árið 1956.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2021 | 22:16
3085 - Júlí-skrif
3085 Júlí-skrif
Í mínu ungdæmi tíðkaðist að spila á jólunum. Þó mátti ekki spila á aðfangadag, því hann var svo heilagur. Eftir miðnætti mátti það þó. Kannski er ég að rugla þarna saman Jóladegi og Aðfangadegi. Okkur krökkunum þótti aðfangadagur nefnlega mun merkilegri, því þá fengum við gjafirnar. Ólán nokkurt þótti okkur að þurfa að fara niður á Hótel í messu seint á aðfangadagskvöldi, en við því var ekkert að gera.
Af hverju er ég að tala um þetta núna. Kannski er það vegna þess að Covid-þokunni er að létta mikið og því fylgir einskonar jólatilhlökkun.
Í dag er mánudagur og nákvæmlega ein vika síðan við komum úr ferðinni miklu. Um hana ætla ég ekki að fjalla mikið, en kannski geri ég það seinna.
Ekki komum við við í Hveró á heimleiðinni eins og við höfðum þó ætlað okkur. Kannski var það útaf heimfýsi og kannski útaf einhverju öðru. Hef ekki gert mér nákvæma grein fyrir því. Sennilega hefðum við þó tafist nokkuð þar.
Við höfum nóg að gera eftir ferðina. Keyptum tvo stóla (svarta) og eigum eftir að koma þeim endanlega fyrir. Svo keyptum við líka flísar á svalirnar og erum að koma þeim fyrir. Ekki erum við alveg eins fljót að ýmsu og fyrrum, enda erum við að verða áttræð. Kannski höldum við eitthvað uppá það þegar þar að kemur. Veit það ekki.
Þetta sem hér er fyrir ofan var ég tilbúinn til að láta á bloggið mitt fyrir nokkru, en þótti það frekar snautlegt. Nú er svo komið að ég þarf eiginlega að setja eitthvað þangað til að mánuðurinn verði ekki tómur. Ef ég læt hjá líða að senda þetta þangað er hætt við að tilkall mitt til fjöldamets í bloggskrifum verði heldur innantómt. Ég er semsagt ekki dauður enn þó ég bloggi æ sjaldnar. Ekki þýðir fyrir mig að lofa uppí ermina á mér að ég skuli verða duglegri við bloggið héðan í frá. Sennilega tekur enginn mark á því. Þar að auki er alls ekki víst að mikil eftirspurn sé eftir mínum bloggum. A.m.k hef ég ekki úr mjög háum söðli þar að detta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)




Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson