3210 - Meira af vilja en mætti

Enn er ég að hugsa um að fara að skrifa oftar. Ekki er samt víst að úr því verði frekar en fyrri daginn.

Beinar útsendingar frá fréttamannafundum eru að verða hálfleiðinlegur dagskrárliður. Samt er sennilega mikið horft á þessa þætti. Ég er samt kominn á þann aldur að ég er sennilega meðal þeirra síðustu sem horfi á sjónvarp í línulegri dagskrá. Það eru þó einkum fréttir sem það á við um, að öðru leyti þykir mér fremur lítið til sjónvarps koma. Þar að auki eru þessir þættir fyrst og fremst áróður fyrir ríkisstjórnina, sem aldrei gerir neitt að viti.

Alltaf er ég að hugsa um að gera eitthvað að gagni, en ekkert verður úr neinu. Framtaksleysi er þetta víst kallað. Ekki er rétt að kenna kóveitinu einu um þetta, ég var svosem farinn að finna fyrir þessu áður. Jafnvægisleysinu allar götur síðan 2007. Úthaldsleysi og allskonar lausatökum var ég farinn að finna fyrir nýlega.

Best er að hætta hverjum leik þá hæst hann stendur, og því hætti ég núna.

IMG 3429Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband