Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

3150 - ukrainustríðið

Þetta verður sennilega októberinnleggið mitt. Ekki er það sérlega merkilegt. Þó ég bloggaði tvo daga í röð í september boðaði það enga breytingu á þessu bloggleysi mínu. Kannski hressist ég einhverntíma að þessu leyti.

Ég ætlaði víst að skrifa um stríðið í Ukraínu. Alveg er ég hissa á því hvað samstaðan með Ukraínu hefur haldið lengi bæði í Evrópu og víðar. Innlimun héraðana í Ukraínu var fordæmd á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna með 143 atkvæðum gegn 4. Að vísu sátu ein 35 ríki hjá og þar á meðal voru bæði Kína og Indland, sem hingað til hafa verið talin möguleg stuðningsríki Rússa – eða réttara sagt Pútíns. Kalla má þetta stríð einkastríð hans, enda hefur hann með öllum sínum lygum og sögufölsunum, komið sér allsstaðar útúr húsi.

Ekki veit ég frekar en aðrir hvenær eða hvernig þessum ósköpum lýkur, en öruggt er að Rússar, einkum Pútín og hirð hans, mun lengi þurfa að búa við hatur Evrópuþjóða í sinn garð vegna þessa og öruggt er að stórveldisdraumar þeirra hafa beðið mikinn hnekki.

IMG 3877Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband