Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024
24.3.2024 | 15:20
3208 - Stórveldin 5
Stórveldi heimsins eru eiginlega fimm, Bandaríkin, Rússland, Kína, Evrópa og Indland. Þau eru ákaflega mismunandi. Bandaríkin (sem við Íslendingar tilheyrum) eru sterkust (vopnalega séð) um þessar mundir. Rússar eru í fjörbrotum. Kína og Indland eiga framtíðina fyrir sér. Evrópa er stóra spursmálið í þessu sambandi. Samstaða næst aldrei meðan núverandi aðferðum er beitt. Útþensla á sér þó stað.
Eitt fyrrverandi stórveldi ber að nefna. En það er Bretland. Sumir þarlendir halda að enn sé svo. Það er ímyndun.
Auðvitað veit ég að fleiri ríki hafa mannafla til að geta kallast stórveldi, en þau eru það ekki núna. Hvað sem síðar verður.
Ef Trump vinnur í haust verða Bandaríkin einangrunarsinnaðri en áður. Þá verða Evrópuþjóðirnar að treysta meira á sjálfar sig. Ísland er Evrópuþjóð. Samt er vissara að sitja og standa eins og Bandaríkin vilja.
Sennilega er þetta að verða nógu langt. Kannski held ég áfram með þessar speglasjónir einhverntíma seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2024 | 23:12
3207 - Um eldvirkni og fótbolta
Nú er ég búinn að blogga sex daga í röð, svo kannski er þetta að koma hjá mér. Þ.e.a.s. fingrasetningin.
Bjössi bróðir hringdi í mig í gær. Hann er að hugsa um að endurvekja súpuhittinginn hjá okkur systkinunum. Hafdís var búin að tala um að bjóða okkur hjónum í mat um páskana svo ég gat ekki almennilega ákveðið að fara. Bjöggi kemst nú varla eftir veðurfréttum að dæma. Auk þess sem mér skilst að mikið sé um að vera á Ísafirði núna.
Hringdi í Bjössa í dag og boðaði komu okkar.
Mikið er að gerast í fréttum um þessar mundir. Ekki er þó allt sem sýnist í því efni. T.d. er alls ekki víst að Ísraelsmenn séu eins vondir upp til hópa eins og margir vilja vera láta. Að Íslendingar skuli þurfa að spila fótbolta við þá á þessum tíma er óhepplegt, en ekkert meira. Að þeir skuli með því að sigra þá fá rétt til að leika knattspyrnu við Ukrainumenn er dæmi um sjaldgæfa tilviljun.
Líka mætti skrifa langhund um eldvirkni á Reykjanesi, en því nenni ég ennþá síður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2024 | 23:00
3206 - AÐ EIGA PENINGA
Nú er ég kominn á skrið. Kannski þetta sé ekki vonlaust. Skrifa samt ósköp hægt ennþá. Hvernig fór ég að því að skrifa yfir þrjú þúsund innlegg. Skil það ekki almennilega, en þó virðist ég hafa gert það. Ekki eru það allt gáfuleg skrif, og þó. Gáfurnar koma vonandi með kalda vatninu. Um að gera að hafa bloggin stutt og skrifa um ýmislegt. Ekki bara eitt mál. Kannski dettur mér eitthvað í hug ef ég bíð.
Jens Guð segist hafa tekið um það ákvörðun að vera alltaf jákvæður og gagnrýna aldrei neinn. Húrra fyrir honum. Þetta geta alls ekki allir. T.d. er hægt að segja að ekkert mundi breytast ef aldrei væri fundið að neinu. Ég er því marki brenndur að finna að öllum fjáranum.
Mest finnst mér um þessar mundir að vandamálið við að eiga peninga gegmsýrir greinilega núverandi ríkisstjórn. Auðvitað hefur verið níðst á bændum undanfarin ár. Þó er varasamt að taka þá út fyrir sviga og aðskilja þá frá öðrum fyrirtækjum sem e.t.v. vildu sleppa við erfðafjárskatt. Engin þessháttar vandamál fylgja peningaleysi.
En greinilega er mikið vandamál að eiga peninga eins og ráðherrann sagði um árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2024 | 09:16
3205 - Ýmislegt
Kannski er mér að fara fram í fingrasetningunni. Hver veit? Eiginlega er þetta ígildi punkts og þessvegna ætti að koma sjálfkrafa stór stafur hér. Wordið er nefnilega stillt þannig. Nú er ég númer 28 á vinsældalistanum hér á Moggablogginu og ætla jafnvel hærra.
Veit ekki hvar ég enda. Allir hérna á Moggablogginu eru sagðir smáskrítnir eða sannfærðir ofuríhaldsmenn. Sennilega var það fésbókar-isti sem sagði þetta.
Af hverju bilið milli lína er ítarlegra ef á nýrri málsgrein er byrjað veit ég ekki.
Heimilislæknirinn minn hringdi áðan og ég er að bíða eftir að hann hringi aftur. Hugsanlega gerir hann það ekki.
Sennilega klára ég ekki þetta innlegg fyrr en í kvöld, en það er allt í lagi. Mér er greilega að fara fram í blogginu og er það vel. Ég er strax farinn að hugsa um fyrirsögnina á þessu. Hver veit hvort þetta verður lengra. Verst að þetta er að mestu meiningarlaust hjá mér.
Spádómur um forsetaframboð Kartrínar Jakobsdóttur í fyllingu tímans hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef gert hann að mínum. Hún skilur flokkinn sinn að vísu eftir í skítnum, ef hún gerir þetta, en kannski er honum ekki viðbjargandi hvort sem er. Neikvæðni lokið. Hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2024 | 08:47
3204 - Heimsósómi
Ég hugsa í orðum. Engri hugsun er full lokið hjá mér, nema mér hafi tekist að klæða hana í orð. Stundum eru það ófullkomin orð, ef ég hef lítinn áhuga á málefninu. T.d ef um er að ræða matargerð eða tónlist. Yfirleitt er ég sticler for words og mér er nokk sama hvort um er að ræða slettur eða hreina og tæra íslensku. Slettur eru orð og hafa ákveðna merkingu. Í munni þeirra sem þær nota eru þær jafngildar og hver önnur orð. Aðalatriðið er að gera sig skiljanlegan fyrir þeim hópum sem maður imyndar sér að maður sé að skrifa fyrir. Eftir að ég hætti að vinna hef ég komist að ýmsu. T.d. því að það er, eða var, stórlega ofmetið að geta sofið út á hverjum morgni.
Margt er mannanna bölið/ og misjafnt drukkið ölið. Var ort fyrir mörghundruð árum, en er jafnsatt nú og þá.
Annars er ég að hugsa um að hafa þetta ekki mikið lengra að þessu sinni. Kisa vill það heldur ekki sýnist mér, því hún er að hugsa um að leggjast á lyklaborðið þó klukkan sé ekki orðin níu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2024 | 08:27
3203 - Um ketti
Nú er ég búinn að blogga tvo daga í röð og ætla að reyna við þann þriðja. Kannski verður
þetta blogg í styttra lagi, en það læt ég mér í léttu rúmi liggja. Vissulega gæti ég reynt að segja eitthvað gáfulegt um eldgosin á Reykjanesi, en ég nenni því ekki.
KATTASPEKI
Kettir heyra hreyfingu og sjá með tvennu móti. Annars vegar það sem hreyfist og hins vegar það sem ekki hreyfist. Þeir skynja hvort maður er sofandi eða ekki. Einnig í hvernig skapi maður er og hvort eitthvað kemur nálægt þeim, þegar þeir eru sofandi. Kettir veiða ekki fugla. A.m.k. gera heimiliskettir það ekki. Annars vegar vegna þess að þeir fá nóg að borða með öðru móti og hins vegar vegna þess að þeim þykja mýs og flugur miklu betri. Og svo er allt hitt. Níu líf og þessháttar.
Læt ég svo þessari speki lokið. Ekki er víst að allir séu sammála mér.
Ekki veit ég hvor ástæða er til að hafa þetta lengra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2024 | 14:59
3202 - Um skák
Í dag er sunnudagur og ég er búinn að setja upp blogg. Samt veitir mér ekki af að byrja á því næsta ef ég á að standa við það að blogga daglega. Reikna svosem ekki með að standa við það. Of erfitt fyrir mig.
Reyni samt. Nú er kominn mánudagur. Þarna kom þorn, en átti að vera punktur. Ekki er þetta fullkomið, þó skárra sé en áður. Fingrasetningin lifi. Hraðinn líka. Kannski ég fari að blogga oftar. Greinilega er mér að skána.
Bjarni sonur minn er að tefla á Reykjavíkurskákmótinu, og ég fylgist með honum á Netinu. Það er alveg hætt að skrifa um skák á öðrum fjölmiðlum. Kannski get ég talið hann á að blogga um skák. Hann er nefnilega mjög vel að sér um skáksöguna.
Kisa er að hjálpa mér við bloggskrifin og það flýtir ekkert fyrir. Annars er þetta mesti sómaköttur. Veit samt ekkert um bloggskrif.
Kannski ég láti þetta duga í dag. Hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2024 | 07:36
3201 - Tilraun, einn ganginn til
Ég er að hugsa um að gera enn eina tilraun til að blogga reglulega. Að þessu sinni er ekkert líklegra að ég geri það en áður fyrr. Helst er það að ég vélrita heldur hraðar en síðast. Þegar ég var yngri og hraustari stikaði ég hér á Akranesi um gangstíga og leitaði að 5 kílómetra hring, en núna er ég gamalmenni með staf og verð að sætta mig við miklu minna.
Nú er ég kominn á annað ár miðað við endurfæðinguna, sem engin virðist ætla að taka mark á.
Klukkan er að verða átta á sunnudagsmorgni og ekki seinna vænna að byrja á bloggi, ef ég ætla að blogga á hverjum degi. Það þarf ég þó að gera ef ég á að ná eihverjum tökum á fingrasetningunni. Ég er að verða betri að því leyti smá saman.
Kannski er betra að vera ekki að stefna að því að skrifa daglega. Skrifa heldur vikulega og gera það almennilega. Sjáum til. Hættur í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)











Anna Einarsdóttir
Egill Jóhannsson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir
Sigríður Jósefsdóttir
Arnþór Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Lýður Pálsson
Einar Sveinbjörnsson
Gylfi Guðmundsson
Kristín M. Jóhannsdóttir
Villi Asgeirsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
Egill Bjarnason
Jóhann Björnsson
Ólafur fannberg
TómasHa
Ágúst H Bjarnason
Brjánn Guðjónsson
Jakob Falur Kristinsson
Stefán Friðrik Stefánsson
Helgi Jóhann Hauksson
Ragnheiður
Gunnar Helgi Eysteinsson
Magnús Helgi Björgvinsson
Kári Harðarson
Eiríkur Mörk Valsson
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ridar T. Falls
Konráð Ragnarsson
Vefritid
Svanur Sigurbjörnsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Baldur Kristjánsson
Sveinn Ingi Lýðsson
Hlynur Þór Magnússon
Pawel Bartoszek
Haukur Nikulásson
Bjarni Harðarson
Eiður Svanberg Guðnason
Ómar Ragnarsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Jón Steinar Ragnarsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Elsa Rut Jóhönnudóttir
AK-72
Sigurður Ingi Kjartansson
Lára Hanna Einarsdóttir
Þórarinn Þ Gíslason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Púkinn
Kolbrún Baldursdóttir
Jens Guð
Gunnar Th. Gunnarsson
Hrannar Baldursson
Jón Bjarnason
Ár & síð
Jón Ingi Cæsarsson
Jenný Anna Baldursdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Svavar Alfreð Jónsson
Marinó G. Njálsson
Theódór Norðkvist
Gunnar Þórðarson
Ólafur Fr Mixa
Gíslína Erlendsdóttir
Jóna Á. Gísladóttir
Heimir Tómasson
Guðmundur Pálsson
Ólafur Ragnarsson
gudni.is
Guðbjörn Guðbjörnsson
Lúðvík Júlíusson
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Óskar Þorkelsson
Ylfa Mist Helgadóttir
Kristinn Theódórsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Gunnar Skúli Ármannsson
Evrópusamtökin, www.evropa.is
Lýður Árnason
Brattur
Marta B Helgadóttir
Hallmundur Kristinsson
Sigurður Hreiðar
Eyþór Árnason
Bergur Thorberg
Hjalti Tómasson
Kristjana Bjarnadóttir
Máni Ragnar Svansson
Emil Hannes Valgeirsson
Sigurður Þorsteinsson
Haukur Baukur
Axel Jóhann Hallgrímsson
Helga Kristjánsdóttir
Loopman
Einar B Bragason
Erna Bjarnadóttir
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Emil Örn Kristjánsson
Gísli Tryggvason
Þráinn Jökull Elísson
Þorsteinn Briem
Hjálmtýr V Heiðdal
Himmalingur
Ketill Sigurjónsson
Hildur Helga Sigurðardóttir
Friðrik Hansen Guðmundsson
Bókakaffið á Selfossi
Guðni Karl Harðarson
Axel Þór Kolbeinsson
Hlynur Þór Magnússon
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
Marteinn Unnar Heiðarsson
Einar G. Harðarson
kreppukallinn
Jack Daniel's
Guðjón Baldursson
Már Wolfgang Mixa
Dóra litla
hilmar jónsson
Hörður B Hjartarson
Kristín Bjarnadóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Baldur Hermannsson
Eygló
Finnur Bárðarson
Andri Geir Arinbjarnarson
Gunnar Helgi Eysteinsson
Loftslag.is
Elín Helga Egilsdóttir
Helga Þórðardóttir
Dúa
Kama Sutra
Bjarni Kristjánsson
Kristinn Theódórsson
Halldóra Hjaltadóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Valmundur Valmundsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Árni Matthíasson
FORNLEIFUR
Guðbjörn Jónsson
Högni Snær Hauksson
Ingólfur Sigurðsson
Þorsteinn Siglaugsson