3206 - AÐ EIGA PENINGA

Nú er ég kominn á skrið. Kannski þetta sé ekki vonlaust. Skrifa samt ósköp hægt ennþá. Hvernig fór ég að því að skrifa yfir þrjú þúsund innlegg. Skil það ekki almennilega, en þó virðist ég hafa gert það. Ekki eru það allt gáfuleg skrif, og þó. Gáfurnar koma vonandi með kalda vatninu. Um að gera að hafa bloggin stutt og skrifa um ýmislegt. Ekki bara eitt mál. Kannski dettur mér eitthvað í hug ef ég bíð.

Jens Guð segist hafa tekið um það ákvörðun að vera alltaf jákvæður og gagnrýna aldrei neinn. Húrra fyrir honum. Þetta geta alls ekki allir. T.d. er hægt að segja að ekkert mundi breytast ef aldrei væri fundið að neinu. Ég er því marki brenndur að finna að öllum fjáranum.

Mest finnst mér um þessar mundir að vandamálið við að eiga peninga gegmsýrir greinilega núverandi ríkisstjórn. Auðvitað hefur verið níðst á bændum undanfarin ár. Þó er varasamt að taka þá út fyrir sviga og aðskilja þá frá öðrum fyrirtækjum sem e.t.v. vildu sleppa við erfðafjárskatt. Engin þessháttar vandamál fylgja peningaleysi.

En greinilega er mikið vandamál að eiga peninga eins og ráðherrann sagði um árið.

IMG 3436Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband