479. - Enn er ég ekki laus við útrásina sælu úr systeminu

Einkennilegt hve margir fjármálasérfræðingar hafa komið í ljós að undanförnu. Þetta er einskonar vírus sem menn verða helteknir af. Sjálfur er ég alls ekki laus við einkennin. 

Menn eru mismunandi hneykslaðir á ýmsu sem viðgengist hefur í útrásinni miklu. Ég er einna mest hneykslaður á því að Landsbankanum skuli hafa verið leyft að stofna innlánsreikninga í útlöndum á ábyrgð ríkisins. Reikningarnir voru með háum vöxtum og peningunum eytt í allskyns vitleysu. Eitthvert fjármálaeftirlit hefur illilega brugðist. Jafnvel gæti verið ástæða til að reka einhvern en í ekta íslenskum stíl eru nú þeir sem hrapallegast brugðust að taka öll völd.

Fréttafýsnin er að drepa mig. Samt ætla ég að reyna að blogga um eitthvað annað en fréttir dagsins.

Að Morgunblaðið og Fréttablaðið skuli sameinast er auðvitað stórfrétt en svo mikið hefur gengið á hér á Íslandi að undanförnu að þessu eru ekki gerð mikil skil enda ekki merkileg tíðindi samanborið við annað.

Það er áreiðanlegt að ekki batnar ástandið við að dagblaðamarkaðurinn sé allur kominn á eina hendi. Svo er fyrir að þakka að bloggarar geta ennþá skrifað um það sem þeim dettur í hug. Aumingja blaða- og fréttamennirnir sem hjá mafíunni starfa verða að minnsta kosti að hugsa um saltið í grautinn.

Það eru mörg ár síðan ég sagði upp áskrift að Morgunblaðinu. Ekki geri ég ráð fyrir að endurnýja hana jafnvel þó 24 stundir renni inni í Moggann en verið gæti að útburðarbatteryið færi að henda í mig Fréttablaðinu án þess ég biðji um það.

Nei annars. Þetta er allt fréttatengt. Ég set þá bara inn nokkrar myndir sem ég hef tekið að undanförnu.

IMG 1098IMG 1102IMG 1105IMG 1106IMG 1108IMG 1113IMG 1128IMG 1138IMG 1146IMG 1186IMG 1236IMG 1237IMG 1242


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar myndir,  hvar er hleðslan?

Kveðja Margrét

Margrét Jónsdóttir 15.10.2008 kl. 19:29

2 identicon

Blessaður og sæll frændi.

Ég bendi á að dagblaðamarkaðurinn er ekki allur kominn á eina hendi með samruna Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Viðskiptablaðið stendur enn fyrir utan þessa samsteypu og kemur út fjórum sinnum í viku.

Máni Atlason 15.10.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Margrét: Hleðslan? Þú meinar myndin af steinahleðslunni. Hún er tekin rétt hjá Digraneskirkju. Niðri í kvosinni þar sem steinsúlurnar eru.

Máni: Ég steingleymdi Viðskiptablaðinu enda les ég það svo sjaldan.

Sæmundur Bjarnason, 16.10.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband