480. - Blaðamannafundur um ekki neitt. Geir og Bjöggi höfðu ekkert að segja. Ætluðu þeir að segja eitthvað?

Nú eru strákarnir að fara svolítið framúr sjálfum sér. Það er engin ástæða til að halda blaðamannafund nema hafa eitthvað að segja. Mér fannst samt eins og þeir álitu að ástandið færi bráðum að skána. 

Var að lesa byrjunina á skýrslunni sem dregin var undan stólnum og það er ljótur lestur. Núna rétt áðan ætlaði ég svo að lesa grein í Financial Times sem mbl.is vísaði í en þá kostaði það. Mér var bara öllum lokið. Lesið pistilinn hennar Láru Hönnu um skýrsluna.

Tölum frekar um eitthvað annað. Eins og til dæmis Nobelsverðlaun í bókmenntum.

Það er fróðlegt að athuga ýmislegt í sambandi við þau. Eins og flestir Íslendingar vita hlaut Halldór Kiljan Laxness þau árið 1955. Sá sem fékk þau árið áður var enginn annar en Ernest Hemingway og árið þar á undan fékk Sir Winston Churchill þau.

Sagt er að Sir Winston hafi orðið nokkuð undrandi þegar hann frétti af verðlaununum og einhverjir veltu því fyrir sér hvort hann hefði ekki átt að fá friðarverðlaunin frekar. Hann hefði kunnað að meta íróníuna í úthlutun friðarverðlaunanna árið 1973 þegar Henry Kissinger og Le Duc Tho hlutu þau.

Það voru reyndar stórmennin Albert Schweitzer og George C. Marshall sem hlutu friðarverðlaunin árin 1952 og 1953.

Knut Hamsun hlaut bókmenntaverðlaunin hinsvegar þegar árið 1920. Mér er minnisstætt að ég las á sínum tíma um svipað leyti bækurnar Sjálfstætt fólk eftir Laxness og Gróður jarðar eftir Hamsun. Líkindi bókanna fóru auðvitað alls ekki framhjá mér en mér finnst langt gegnið að tala um að Laxness sé að stæla Hamsun með sinni bók.

Tveimur árum eftir að Laxness fékk verðlaunin fékk Frakkinn Albert Camus þau og Rússinn Boris Pasternak árið þar á eftir.

Það var svo ekki fyrr en árið 1962 sem John Steinbeck hlaut verðlaunin og Alexander Solzhenitsyn árið 1970.

Þegar skoðaður er listi yfir þá höfunda sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Nobels fer ekki hjá því að maður kannist við ýmis nöfn.

Norðmaðurinn Björnstjerne Björnson hlaut þau til dæmis árið 1903. Hann samdi meðal annars söguna ódauðlegu um Bör Börsson sem Helgi Hjörvar las í Íslenska Ríkisútvarpið við fádæma vinsældir á sínum tíma.

Norrænu skáldkonurnar Selma Lagerlöf og Sigrid Unset hafa einnig báðar fengið Nobelsverðlaunin.

Það var svo í fyrra (2007) sem Doris Lessing fékk verðlaunin. Það sýnir bara hvað úthlutunarnefndin er mikið á eftir tímanum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Þessi blaðamannafundur var alger steypa og ekkert nýtt kom fram. Forsætisráðherra var jafnvel verr upplýstur um viðræður við Rússa en fréttamenn.

Erna Bjarnadóttir, 16.10.2008 kl. 08:55

2 identicon

Hvenær samdi Björnsterne Bör Börson?
Var það ekki Falkberget?

Gunnar F 16.10.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta með Björnstjerne var nú bara eftir minni. Kannski tóm vitleysa. Réttast að gúgla það bara.

Sæmundur Bjarnason, 16.10.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þú ert orðinn ávanabindandi eins og svo margt annað og nú er gengið í hús og upprættur landi og hass. Í guðanna bænum hættu að vera svona skemmtilegur. Annars kemur löggan kannski og gerir þig upptækan.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.10.2008 kl. 21:37

5 identicon

Gaman að þessum pistli fyrir bókmenntaunnanda. En Gunnar hefur rétt fyrir sér um höfund sögunnar um Bör Börson. Það var Johan Falkberget sem skrifaði þá skemmtilegu bók og aðra um Bör Börson júníor eða hvað hún nú hét á íslenzku.

Manni getur illilega orðið á í messunni. Það kom fyrir mig um daginn þegar ég skrifaði athugasemd hjá Sigurði veðurvita á þá leið að glasnost þýddi hláka. Þetta kvað minn helmingur -  ég segi ekki sá betri, en helmingur samt - vera hina mestu  firru. Glasnost þýðir "öppning" sagði minn helmingur  og það útleggzt kannski glæta eða rof í merkingunni rofa til. Jæja, nú er þetta leiðrétt hér með.

Boris Pasternak kom aldrei til Stokkhólms til að taka við Nóbelsverðlaununum. Honum voru settir þeir afarkostir af yfirvöldum heima í Sovjét að þá fengi hann ekki að snúa aftur heim til fósturlandsins utan væri dæmdur til útlegðar í " det kapitalistiska paradiset" Hann sendi því loftskeyti til Stokkhólms og í því hinu sama afsagði hann sér verðlaununum en þegar hann lá fyrir dauðanum ( hann dó úr lungnakrabba 1960 ) sagðist hann gjarnan hefði tekið við verðlaununum í Stokkhólmi 1958, ef hann mátt ráða.

Bókin, sem verðlaunin voru veitt fyrir, var skáldsagan Doktor Zjivago og nafnið á dokornum er komið af rússneska orðinu "zjivoj" sem merkir lifandi. 

S.H. 16.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband