478. - Fallandi gengi

Einu sinni las ég bók sem á íslensku heitir "Fallandi gengi." (The black Obelisk) Hún er eftir Eric Maria Remarque. Remarque (1898 - 1970) var af frönskum ættum en fæddur í Þýskalandi. Frægastur er hann sennilega fyrir hina miklu skáldsögu sína "Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" (All Quiet on the Western Front.) 

Remarque barðist í þýska hernum í heimsstyrjöldinni fyrri og vera hans þar og reynsla varð grunnurinn að bókinni "Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" sem hiklaust má telja hans merkustu bók. Árið 1932 flúði hann undan nasistum til Sviss og fluttist til Bandaríkjanna árið 1939 og síðan aftur til Sviss eftir síðari heimsstyrjöldina.

Bókin fallandi gengi var fyrst gefin út árið 1956 í miðju kalda stríðinu og varð þegar mjög vinsæl.

Í ávarpi höfundarins í upphafi bókarinnar í danskri þýðingu segir:

Bebrejd mig ikke, at jeg her taler om gamle dage. Verden ligger på ny i apokalypsens skær, lugten af blod og støvet fra den sidste ødelæggelse er endnu ikke henvejret, og laboratorier og fabrikker arbejder allerede på ny under højtryk på at bevare freden ved at opfinde våben, med hvilke man kan sprænge jordkloden i luften -

Verdensfreden! Aldrig er der blevet talt mere om den, og aldrig er der blevet gjort mindre for den, end i vor tid; aldrig har der været flere falske profeter, aldrig flere løgne, aldrig så megen død, aldrig så megen ødelæggelse og aldrig så mange tårer som i vort århundrede, fremskridtets, teknikkens, civilisationens, massekulturens og massemordets -

Bebrejd mig derfor ikke, at jeg nu går tilbage til de sagnagtige år, da håbet endnu vajede over os som et flag og vi troede på så mistænkelige ting som menneskelighed, retfærdighed og tolerance - og også på, at én verdenskrig måtte være belæring nok for en generation

Sagan gerist í Þýskalandi árið 1923. Þar ríkir þá óðaverðbólga og í bókinni er því mannlífi sem þrífst við slíkar aðstæður afar vel lýst.

Ludwig Bodmer er legsteinasölumaður við útfararstofu bræðranna Kroll. Laun eru greidd út daglega og síðan er frí í hálftíma svo hægt sé að flýta sér að nota peningana áður en þeir verða verðlausir.

Annar bræðranna Kroll og Ludwig keyptu mikið magn af matarmiðum á matsölustað í bænum áður en verðbólgan varð stjórnlaus. Þessir miðar eru nú gulls ígildi og eru að gera veitingahússeigandann brjálaðan.

Sagan er bæði skemmtileg og fyndin á köflum þó bakgrunnurinn sé allt annað en fyndinn. Síðan ég las þessa bók hefur mér alltaf komið hún í hug þegar rætt er um óðaverðbólgu.

Sjálfur safnaði ég frímerkjum í eina tíð og átti meðal annars frímerki frá Þýskalandi uppá marga milljarða marka. Yfirstimpluð og ekki falleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Uppáhaldsbókin mín eftir EMR er Vinirnir, frábær saga. Skrifaði hann ekki líka Nótt í Lissabon? Man hreinlega ekki hvort ég hef lesið Fallandi gengi, eflaust ef hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég man eftir þessari bók. takk fyrir að rifja hana upp.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.10.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Drei Kameraden er eftir Remarque og Nótt í Lissabon líka. Ég hugsa að "Fallandi gengi" hafi komið út á íslensku fljótlega eftir að hún kom út á frummálinu. AQWF hefur eflaust líka komið út á íslensku en ég er ekki viss um að ég hafi lesið hana.

Sæmundur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, ég á Tíðindalaust ... einhvers staðar. Hún kom út á íslensku. Nú kostar þetta ferð til Braga til að finna Fallandi gengi, eða í bókasafnið.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband