1112 - Trúmál enn og aftur

Ég þykist vera búinn að sjá af hverju trúmáladeilur fara oftast út í einhverja vitleysu. Flestir vilja eingöngu ræða slík mál útfrá einhverju einu sjónarmiði. Verða gjarnan mjög einstrengingslegir ef aðrir vilja ekki fallast á það. Jafnvel æstir og ofsafengnir. Séra Baldur í Þorlákshöfn segir að trúardeilur þeirra vantrúarmanna séu lítils virði og gefur í skyn að þeir séu einstrengingslegir í hugsun.

Kristinn Theódórsson vill til dæmis alltaf ræða trúmál en rökræðurnar verða að vera á hans forsendum. Þá getur hann notið sín. Grefillinn gerði þá reginskyssu að fallast á (óbeint þó) að Kristinn stjórnaði umræðunum í kappræðum þeirra um daginn.

Nú er ég kannski að vekja upp mál sem menn voru loksins búnir að svæfa að mestu. Það verður bara að hafa það. Ekki er ég lausari við að vera einstrengingslegur í hugsun en aðrir. Trúmáladeilur finnst mér vera eins og ég segi að þær séu. Amen.

Illugi Jökulsson segir í Trésmiðju sinni á DV.is eftirfarandi:
"Þetta stöðuga tusk við lögregluna af þessu tilefni gerir alla vega lítið til bæta málstað níumenninganna."

Þarna er ég ósammála Illuga. Meðan einhverjir nenna að mótmæla þessari heimsku sem komin er frá Alþingi Íslendinga er von til þess að vitleysan verði stöðvuð. Dómari á ekki að þurfa að úrskurða um svona lagað. Réttur til mótmæla er skýlaus.

Neikvæðni er auðveld. Jónas Kristjánsson segir að löggan sé ofbeldishneigð. Alhæfingar ganga oft vel í fólk. Skapa jafnvel stundarvinsældir. Auðvelt er að finna dæmi um hitt og þetta og alhæfa útfrá þeim. Til að breyta þjóðfélaginu þarf þó samningsvilja og sanngirni. Sjá málin frá fleiri hliðum en einni. Gagnrýnisleysi og meinleysi hverskonar er þó hættulegt líka. Svartsýnismenn eins og Jónas eru vissulega nauðsynlegir. Svo skrifar hann svo fjandi vel.

Oft má segja það sama um Sigurð Þór Guðjónsson og Jónas. Hann skrifar þó miklu sjaldnar en hann og er jafnvel á móti blogginu líka. Hefur samt þennan sama sans fyrir því sem skiptir máli og er ekki síður gagnrýninn og vinstrisinnaður en Jónas. Hávær mótmæli eru líka ær og kýr vinstri skribenta. Hægri sinnuðum skrifurum verður það oft á að reyna að verja það sem óverjandi er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Ég veit ekki alveg hvort ég er meira sammála þér en ósammála.

Billi bilaði, 18.8.2010 kl. 06:18

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Einfaldast er að vera sammála sumu en ósammála öðru! Takk fyrir innleggið samt, Billi. Á von á einhverjum kommentum. Trúmál er erfitt að láta í friði.

Sæmundur Bjarnason, 18.8.2010 kl. 07:04

3 identicon

Það er það leiðinlega við trúarbrögð, það er ekki nein áskorun; Það er ekki hægt að rökræða þau eða neitt slíkt; Heimskan er svo yfirgengileg.
Menn eða maður að svífa með líkama sinn upp til pabba í geimnum... eða maður á hesti ríður til pabba í geimnum. Sjáið galdrar eru raunverulegir, við lifum að eilífu, stendur í þessari galdrabók sem enginn veit hver skrifaði.
Stjörnur eru lampar(Íslam), jörðin er flöt(Íslam,kristni,gyðingdómur), við búum undir hálfkúlu sem guddi breiðir sjalið sitt yfir á nóttunni.

It's madness I tell ya :Þ)

doctore 18.8.2010 kl. 08:55

4 identicon

Það á ekki að ræða trúmál.  Ef það á að ræða trúmál, þá verður það að vera á þeim forsendum að báðir hafi rétt fyrir sér og án þess að maður reyni að fá hinn til að skipta um skoðun.  Það er nefnilega ekki hægt.

Þess vegna finnst mér þessi umræða á nokkrum bloggsíðum alveg sérstaklega furðuleg og samt áhugaverð þegar menn reyna að SKRIFA hinn af sínum hugmyndum.  Það er ekki hægt eins og dæmin síðustu daga hafa sýnt.  

Menn eiga að læra og reyna að hætta þessu leiðinda þrasi.

Þegar fólk hefur verið kært, þá verða dómstólar að dæma.  Það er þrískipting valds.  Dómstólar hafa ekkert með kærurnar að gera og ættu því að fá starfsfrið.  Þannig virða hinir ákærðu dómstólana.

Ég veit ekki hvernig það er að vera lögga.  Ég hef lent í góðri löggu og vondri löggu.  Ég skil þá báða;)  Það verður að þjálfa lögregluna betur.  Það hafa síðustu ár sýnt sig.  En mótmæli hafa einnig orðið miklu harðari.  Ég hef tekið þátt í 1. maí mótmælum í Berlín.  Það eru alvöru átök með eldum og áhlaupum og þess háttar.  Þeir einu sem voru að bögga lögguna þar af einhverju ráði voru fyllibyttur og áhorfendur sem trufluðu störf hennar.  

Stefán Júlíusson 18.8.2010 kl. 09:30

5 identicon

Það er ekki hægt að ræða trúmál þannig að báðir hafi rétt fyrir sér.... trúmaðurinn hefur EKKERT.. ekkert nema það að hann hefur gamla bók sem lofar extra lífi.

Ég vildi óska þess að trúarbrögðin hefðu eitthvað bitastætt... en því miður þá er eingöngu steypa á ferð.
Meira að segja er trúmaðurinn algerlega sammála því að trúarbrögð séu hrein og bein vitleysa... nema hans eigin trúarbrögð... að auki þá er trúmaðurinn tilbúinn að segja að skilningur annars trúarhóps innan sömu trúar sé í púra vitleysu..
Trú er vitleysa.. frá a-ö.

doctore 18.8.2010 kl. 10:17

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef það á að ræða trúmál, þá verður það að vera á þeim forsendum að báðir hafi rétt fyrir sér og án þess að maður reyni að fá hinn til að skipta um skoðun. Það er nefnilega ekki hægt.

Það er fáránlegt að ætla að ræða trúmál á algjörum ruglforsendum. Oft geta báðir aðilarnir ekki haft rétt fyrir sér. Ef annar segir að Jesús sé guð og hinn segir að Jesús hafi ekki verið guð, þá gengur þessi forsenda ekki upp. Svo skil ég ekki af hverju þú segir að það sé slæmt að reyna að sannfæra hinn um að skoðun þín sé rétt, það er víst hægt.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2010 kl. 10:18

7 identicon

Doctore:  Trú er ekki aðeins trú á gamla bók.  Það er hægt að trúa á ýmislegt. 

Hjalti:  Trúboð á að vera á öðrum forsendum en rökfærslum um það að hin trúin sé rugl.

Sæmundur:  Sérðu;)   Þetta er ekki hægt;)

Stefán Júlíusson 18.8.2010 kl. 10:23

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Stefán, hvernig viltu að fólk setji fram skoðunina: "Jesús var/er guð." án þess að gefa í skyn um leið að "Jesús var/er ekki guð." sé röng?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2010 kl. 10:28

9 identicon

Veit ég vel að fæstir sem teljast kristnir þekkja bókina... þeir þekkja eingöngu það sem prestar sögðu þeim.. oftar en ekki sem börn.

Hverjir sögðu annars að Jesú væri guð... jú það voru nokkrir kuflar sem þurftu að finna stað fyrir súpergaurinn SINN... því var guð gerður að 3 í einum guð.... Sem er reyndar ekki svo merkilegt per se.. þar sem menn tóku einmitt marga aðra guði og steyptu þeim saman sem Yahweh.

Til að setja þetta í samhengi raunveruleikans.. þá var þetta svipað og þegar útrásarvíkingar(Innrásarvíkingar) gerðu þegar þeir "keyptu" allt til sín og stýrðu markaðnum eftir behag.

Það er skömm að því að selja fólk extra líf, það er skömm að vþí að ljúga í foreldra að látin börn þeirra séu hjá Sússa og Gudda... eða Allah og Mumma... þetta er það sjúkasta af öllu sjúku

doctore 18.8.2010 kl. 10:35

10 identicon

Hjalti: 

Trúboð var stundað á fyrstu árum landnáms Evrópumanna í Ameríku af mikilli hörku.  Trúboð er stundað í Afríku af Íslendingum í dag. 

Myndir þú segja að aðferðirnar séu þær sömu í dag og þær voru þá? 

Maður byrjar ekki ekki á að segja við andstæðing sinn sem maður vill fá á sína skoðun að hans sé rugl!  Það er ekki mælt með því;)

Stefán Júlíusson 18.8.2010 kl. 10:39

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Stefán, nú ert þú byrjaður að breyta orðunum. Það er enginn að tala um að notast við grimmilegar aðferðir kristinboða í Ameríku.

Ég veit síðan ekki hvaðan orðið "rugl" kom, hvað með að halda sig við það þetta: "Að skoðun hans sé röng." 

Ég er bara að benda á að ef þú heldur því fram að A sé rétt, þá ertu um leið að halda því fram að ekki-A sé rangt. Þú getur ekki ætlast til þess að fólk gefi sér það að bæði A og ekki-A sé rétt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2010 kl. 10:55

12 identicon

Hjalti:  Ef við vitum ekki hvort A sé rétt eða ekki þá er ansi erfitt að deila um það.  A sjáum við á okkar forsendum og það er ekki hægt að byrja á því að segja hinum að A sé rangt eins og hann þekkir það og sér. 

Það eru til ansi margar trúarskoðanir í heiminum.  Miðað við það, þá ættu trúlausir að vera sáttir við að hafa rangt fyrir sér?  En svo er auðvitað ekki og á ekki að vera.

Það þarf ekki að deila um allt.  Við eigum að sætta okkur við það að aðrir séu á annari skoðun. 

Lífið væri nú ansi erfitt ef við værum alltaf að segja öðrum hvað er rétt;)  

Ég verð að viðurkenna það að bloggið hefur nú hjálpað okkur mikið við það að segja öðrum hvað er rétt;))  Og deila svo um það líka;))  Frábært.

Stefán Júlíusson 18.8.2010 kl. 11:04

13 identicon

Það á að leika í huga manna að segja að biblían sé bull, að kóran sé lygi... að guð er ekkert nema snuð

Hey takið eftir hér
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/18/starfsmenn_kirkjunnar_skimadir/

Kirkjan er ekki bara með INNRI sakaskrá eins og kaþólska kirkjan... heldur ætlar hún að fara í SKIMUN eins og kaþólska kirkjan hefur gert lengi.. ALGERLEGA ÁN ÁRANGURS.

Fullorðið fólk með ímyndaða vini... það á að forðast eins og heitan eldinn að setja börn í hendur þeirra

doctore 18.8.2010 kl. 11:10

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef við vitum ekki hvort A sé rétt eða ekki þá er ansi erfitt að deila um það. A sjáum við á okkar forsendum og það er ekki hægt að byrja á því að segja hinum að A sé rangt eins og hann þekkir það og sér. 

Stefán, ég skil ekki hvað þú átt við hérna.

En geturðu ímyndað þér hvernig það væri ef þessi regla sem þú lagðir til í fyrstu athugasemdinni þinni hérna myndi gilda í umræðu um stjórnmál? "Áður en við byrjum þá verðið þið báðir að sættast á að það sé bæði rétt og rangt að sækja um aðild að Evrópusambandinu." Væri það ekki fáránlegt?

Það þarf ekki að deila um allt. Við eigum að sætta okkur við það að aðrir séu á annari skoðun.

Auðvitað sættir maður sig við það að fólk sé annarrar skoðunar, maður getur samt rætt málin við það og reynt að sannfæra það um að það hafi rangt fyrir sér. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2010 kl. 11:36

15 identicon

Hjalti:  ESB er ekki trúmál þó svo margir á Íslandi séu þar ósammála mér.  Venjulega ræða menn öðruvísi um stjórnmál eða trúmál.  Eða ég geri það.

Það er gott að við erum ósammála.  

Þetta verður síðasta innleggið því ég er að fara að njóta góða veðursins í Paradís ehh ég meina ESB;))

Stefán Júlíusson 18.8.2010 kl. 11:43

16 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þér tókst það sem til stóð, Sæmundur, að fá nokkra rausara til að rífast um aukaatriði trúmála. Það er varla nokkur skapaður hlutur auðveldari"

Sigurður Hreiðar, 18.8.2010 kl. 18:54

17 identicon

Og svo fékkstu Sigurð Hreiðar í desert. Og nú mig líka.

Hólímólí 18.8.2010 kl. 21:47

18 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk.
Bara til að þeir sem eru að fylgjast með þessu fái tilkynningu um að nýtt komment sé komið. Haha.

Sæmundur Bjarnason, 18.8.2010 kl. 23:07

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hólímóli! - Er ekki Hólimóli kominn í umræðuna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband