1077 - Um bekkjarmynd o.fl.

Þetta verður með lélegra móti hjá mér að þessu sinni. Samt vil ég ekki bregða þeim vana mínum að blogga á hverjum degi. 

Algeng villa hjá fólki er að halda að hlutir séu því merkilegri sem meira er um þá fjallað á fésbók, í bloggi og fjölmiðlum. Svo er alls ekki en það er auðvitað skiljanlegt að hlutir vefji uppá sig ef margir fjalla um þá. Mér leiðist bara að hlaupa eftir slíku.

Heiðdís á Selfossi hafði samband við mig á fésbókinni útaf bekkjarmyndinni sem ég setti á bloggið mitt um daginn. Guðfinna var Guðbrandsdóttir og myndin er tekin árið 1956. Margt fleira mætti eflaust segja um þessa mynd. Bekkjarmyndir voru ekki algengar í Hveragerði á þessum tíma og einmitt þess vegna er myndin svo yfirfull af minningum.

Ég sakna samt sumra á þessari mynd sem ég man mjög vel eftir. T.d. vantar Sigga í Fagrahvammi þarna. Guðjón í Gufudal, Jónu Helgadóttur og ýmsa fleiri. Bekkjarsaga mín í barnaskóla er frábrugðin margra annarra meðal annars vegna þess að ég kunni að lesa þegar ég kom fyrst í skólann. Man vel eftir sumum sem voru ýmist á undan mér eða eftir í bekk. Gaman væri að frétta meira um Hveragerði í gamla daga. Í september í haust munum við svo hittast sem höfum komið saman annað hvert ár að undanförnu og vonandi fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sæmundur á Bláfelli .

Eg er jafnaldra Sigrúnar systur þinnar. Man því vel eftir ykkur og þér að segja elska ég flatkökur allar götur síðan hún mamma ykkar var að baka þær og fl. úti í skúr. 

Mér finnst í minningunni hún hafa verið sérstaklega "mikil húsmóðir " í bestu merkingu þess innihaldsríka orðs. 

Sannarlega langar mig til að fá að vera með Hverókrökkunum sem voru í gamla skólanum á þessum árum.

er til í að hjálpa til við að rifja upp og hjálpa til við "smalamennsku " á þeim.

Netfangiðmitt er holl@islandia.is. 

edda magnúsdóttir 17.7.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Edda fyrir góð orð um mömmu. Ég hitti Sigrúnu frekar sjaldan um þessar mundir. Kannski sérð þú þetta ekki heldur svo ég ætla að reyna að muna eftir að skrifa þér á netfangið sem þú gafst upp.

Sæmundur Bjarnason, 18.7.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband