1076 - Um ketti o.fl.

Kattafærsla mín í gær hafði einhver áhrif. Systir mín er orðlögð kattakona og mér hefur alltaf líkað vel við þá. Hundar geta líka verið góðir en helsti ókosturinn við þá er að það þarf yfirleitt að sinna þeim mjög mikið ef vel á að vera. Kettir eru sjálfstæðari. 

Margir eru ótrúlega æstir yfir þessum kattamálum. Það er óþarfi. Hundamál voru einu sinni mál málanna hér í Reykjavíkinni. Nú er þetta breytt. Enn bíta þó hundar fólk.

Mér finnst Moggablogginu vera að hraka og það veldur mér áhyggjum. Marka vinsældir þess fyrst og fremst á því hve mörg innlit þarf til að komast á 400 listann. Þeim fer fækkandi.

Vinsælir og góðir bloggarar eru horfnir héðan af Moggablogginu. Sumum hefur gengið vel að fóta sig annars staðar en öðrum ekki. Sumir skrifa víða og virðast reyna að hafa sem mest áhrif. Gera það líklega en mér finnst best að þurfa ekki að láta bloggstaðinn hafa áhrif á sig. Íhaldssemi er oft góð.

Vorkenni útrásarvíkingunum ekki vitund að þurfa að standa fyrir máli sínu í New York. Allt þeirra tal um hve skelfilegt sé að þurfa að verjast þar hefur minni áhrif eftir því sem þeir væla meira og ef þeir eiga í erfiðleikum með að skilja ensku er mér bara alveg sama. Hrunfréttir eru annars langt frá því að vera mín sérgrein.

Fáeinar myndir:

IMG 2319Einhverskonar hvönn held ég að þetta sé.

IMG 2331Fenjasvæði á Íslandi. Nánar tiltekið í Elliðaárdalnum.

IMG 2334Sama hér. Brúin aðeins farin að gefa sig.

IMG 2337Og svona eru Elliðaárnar.

IMG 2342Þessi rós er líka þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert bara alltaf úti að labba Sæmundur. Fínar myndir eins og venjulega. Ég þarf að skreppa í Elliðaárdalinn og ná mér í villiblóm í garðaflóruna mína. Engjarós væri góð viðbót. Eða Eyrarrós. Þær ku vaxa þar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.7.2010 kl. 01:05

2 identicon

"Kettir eru bestir, miklu betri en hundar sem geta þó verið
ágætir með brúnuðum og góðri sósu. - Kínverskt máltæki.

Grefill 11.7.2010 kl. 02:02

3 identicon

Það er eitt og annað til á skrá um kattaofsóknir fyrr á tímum. Og auðvitað um dálæti mannskepnunnar á kattarskepnunni líka. Homo sapiens og felix catus hafa átt langa samleið. Bók er til sem heitir The Great Cat Massacre eftir Robert Darnton nokkurn. Áhugaverð lesning.

Flestum sem ég hef heyrt í þykir kattasamþykkt Árborgar bjánaleg. Bjánalegar samþykktir bera vott um bjánalega hugsun, hreppsnefndarmenn í Árborg hljóta því að vera … jæja, látum það liggja milli hluta, en ætli kettirnir hafi ekki vinninginn í málinu á endanum.

K.S. 11.7.2010 kl. 10:21

4 identicon

Maður á alltaf að vera góður við dýrin. Punktur.

Grefill 11.7.2010 kl. 15:58

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst alltaf gaman að lesa pistlanan þína þó held ég að ég hafi aldrei skilið eftir athugasemd hér. Svo eru myndirinar þínar mjög góðar, með þeim gerir þú hversdagslega hluti að listaverki. Ég er sjálf mikil kattakona ég hreinlega elska kisur og dáist að sjálfstæði þeirra. Ég þoli illa svona boð og bönn, það er hreinlega allt að verða bannað. Sem betur fer bý ég ekki í Árborg og myndi sennilega flytja þaðan ef ég byggi þar.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.7.2010 kl. 22:37

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. Er búinn að vera í burtu og nýkominn heim. Kattamálin og ýmislegt fleira mun sennilega verða áfram til umræðu hérna. Nú ætla ég að fara að athuga með blogg morgundagsins. Svo fer ég líklega að sofa.

Sæmundur Bjarnason, 12.7.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband