Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2023 | 21:39
3184 - Um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs
Nú er Ukrainustríðið alveg fallið í skuggann. Þar voru, og eru sennilega enn, saklausir borgarar drepnir unnvörpum, eða svo var okkur fortalið. Þeir sem það gerðu voru að vísu langt frá og sáu ekki þá sem þeir drápu. Kannski gerðu þeir það óvart. Ætluðu semsagt að drepa einhverja aðra. Og kannski var búið að telja þeim trú um að þeir væru bara að skemma byggingar.
Þó ég hafi talsverða samúð með Palestínumönnum í yfirstandandi stríði við Ísraela er það sannast sagna svo, að ég trúi betur þeim tölum um mannfall sem Ísraelsmenn gefa upp en samsvarandi tölum frá Hamasliðum.
Í heimsstyrjöldinni síðustu notuðu Nasistar gjarnan það ráð, a.m.k. í Noregi að drepa margfalt fleiri saklausa borgara en skæruliðar gerðu. Svipaðri refsingu var og beitt ef þeir skertu hár á höfði Nasista eða neituðu að segja til annarra frelsisvina. Svo er sagt a.m.k.
Nú virðast Ísraelsmenn ætla að gera það sama eða svipað. Með stuðningi Bandaríkjamanna eða án.
Öll stríð eru ógeðsleg. Það er sameiginlegt sjónarmið allra nema fáeinna ráðamanna. Að vísu er hægt að æsa almenning til óhæfuverka með markvissum áróðri.
Nú er ég búinn að fjasa nóg og er hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2023 | 12:02
3183 - Bloggað í tilgangsleysi
Áður fyrr á árunum höfðu börn ekki mikið af leikföngum. Þegar ég var pínulítill man ég eftir að hafa spyrnt samam iljum við eitthvert af systkinum mínum, tekið saman höndum við þetta systkini, róið fram og aftur um leið og við tvö tuldruðum eftirfarndi vísukorn eða samsetning:
Við skulum róa á selabát
fyrst við erum fjórir.
Það eru bæði þú og ég,
stýrimaður og stjóri.
Þetta þótti mér fyndið, með tilliti til ljóðlínu númer tvö og að einungis tveir tóku þátt í þessum leik. Nútildags hugsa ég að fá börn mundu una sér við þetta.
Það er orðið talsvert umliðið síðan ég bloggaði síðast. Þó held ég að ég hafi bloggið ekkert lengra að þessu sinni þessvegna. Nenni eiginlega ekki að fabúlera um fréttir, þó ég hafi svosem alveg skoðun á þeim a.m.k. á við hvern annan.
Það er galli á mörgum sem blogga hér að þeir eru miklir mannkynsfrelsar og hafa vit á öllum fjáranum. Eru ekki eins og ég, sem blogga bara mér sjálfum til hugarhægðar og hef bloggin jafnar fremur stutt.
Það er nú mest vegna þess að ég skrifa svo hægt. Líka kemur það sjónarmið til athugunar að ef bloggin eru stutt, verða hugsanlegir lesendur síður leiðir á lestrinm.
Hættur núna.
Einhver mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2023 | 11:46
3182 - Í dag er kvennafrísafmæli
Í gær hef ég sennilega birt tvö blogg.
Mér finnst ég vera svolítið einangaður í ellinni. Lífið er að mörgu leyti að fara framhjá manni.
Svona er þetta bara. Þó maður vilji vel og gjarnan taka þátt í ýmsu er það margt sem maður getur ekki gert eða vill ekki gera og aðrir gera sér enga grein fyrir af hverju það er. Svo vill maður kannski ekki sumt, sem öðrum finnst sjálfsagt og eðlilegt að maður vilji endilega. Lífið er erfitt og tilgangslaust. Ekki þýðir samt annað en vona að allt lagist.
Óttalegur barlómur er þetta í mér. Ég sem hef það svo gott samanborið við flesta aðra. Gott getur samt alltaf batnað. Elliheimilin eru smátt og smátt að verða að einskonar sjúkrastofnunum. Ef maður getur ekki séð um sig sjálfur, ásamt sínum nánustu, eru manni allar bjargir bannaðar og dæmdur þangað.
Man að ég ætlaði þegar ég yrði gamall og á elliheimili að fara með þessa vísu:
Áður hafði áform glæst
engin þó að hafi ræst.
Nú er það mín hugsjón hæst:
Hvenær verður étið næst?
Og þykjast jafnvel hafa ort hana sjálfur. Þar stóð (eða strandaði) hnífurinn í kúnni, því ég var og er allsekki vanur því. Það er að eigna mér annarra manna vísur.
Þrátt fyrir allan barlóminn er þetta að verða sæmilegasta lengd á blogginnleggi. Og læt ég því staðar numið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2023 | 20:25
3181 - Hægri menn
3181 Hægri menn
Það er engin furða þó ultrahægrimenn hafi kosið sér Pál Vilhjálmsson sem einskonar páfa og lesi blogg hans með mikilli athygli. Maðurinn er ritfær í bestu merkingu þess orðs og þar að auki vel að sér. En við skoðanir hans set ég mikið spurningarmerki. Og mér er alveg sama þó mér hafi oft sjálfum verið líkt við spurnarmerki, sjá t.d. Ecce Homo frá 1961. Núverandi kennari i Garðabæ, og fylgifiskar hans eru að mínu áliti ultra-hægrimenn og ekkert annað. Bjarni Ben. hefur einangrað þá dálítið í Sjálfstæðisflokknum og við það hefur hann (Sjálfstæðisflokkurinn) minnkað talsvert og Sigmundur og hans lið hefur við það orðið aðalpopúlistaflokkurinn hérlendis.
Auðvitað eru ekki allir sem lesa bloggið hans Páls ultrahægrmenn að mínu áliti, en eflaust eru margir það.
Sjáfur les ég oft bloggið hans og tel mig samt fremur til vinstri en hægri í pólitík. Annars er það leiðindatík pólitíkin. Hún heldur mönnum í sundur fremur en að sameina þá. Ekki svo að skilja að skipting lífsgæðanna sé einskisvert umfjöllunarefni, en það er svo miklu fleira sem sameinar fólk, en sundrar.
Mér finnst gaman að sálgreina menn og hópa, en kannski er ekki mikið að marka það. Alveg er ég samt hissa á því að ekki skuli fleiri vera sammála mér. Eins og þetta er oft skynsamlegt hjá mér.
Síðasta blogg mitt var tvítekið. Það var vegna misskilnings. Mér skildist að vantað hefði fyrirsögn, en svo var ekki. Hefðbundin var uppsetningin þó ekki.
Ég er farinn að blogga aftur og þarmeð er ekki víst að friður verði mikill fyrir mér á næstunni. Sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2023 | 21:26
3180 - Palestínustríðið
Nú starir semsagt á mig auð blaðsíða. Það er mín mission að útbía hana í bókstöfum. Hefst með öðrum orðum handa við það núna.
Núna fyrst er ég að jafna mig að mestu leyti á veikindunum um síðustu jól. Er farinn að drekka kaffi, hvað sem það endist lengi. Búinn að fá styrk í fæturna að mestu leyti, en jafvægið er útum allt og skrefin óttalega stutt.
En nóg um það. Snúum okkur að alvarlegri málum. Hamas-stríðið er ofarlega í hugum flestra. Ég get sennilega ekki lagt neitt skysamlegt til málanna þar. Það hefur verið reynt lengi og gefist illa. Margt gott fólk hefur þar lagt ýmilegt gott til málanna, en ekkert hefur gengið að miðla málum og sætta þau sjónarmið sem öllu ráða þarna.
Samúð mín er meira með Palestínumönnum. Það hefur verið farið illa með þá lengi og á margan hátt er eins og ísraelsk stjórnvöld hafi verið að vonast eftir einhverju svona löguðu. Ég er þó allsekki að mæla með hryðjuverkum eins og Hamas-skæruliðar hafa beitt. Þeim er að sumu leyti vorkunn samt.
Margir óttast að þessi ófriður breiðist út og vissulega er hætta á því.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2023 | 21:20
3180 - Palestínu-stríðið
Nú starir semsagt á mig auð blaðsíða. Það er mín mission að útbía hana í bókstöfum. Hefst með öðrum orðum handa við það núna.
Núna fyrst er ég að jafna mig að mestu leyti á veikindunum um síðustu jól. Er farinn að drekka kaffi, hvað sem það endist lengi. Búinn að fá styrk í fæturna að mestu leyti, en jafvægið er útum allt og skrefin óttalega stutt.
En nóg um það. Snúum okkur að alvarlegri málum. Hamas-stríðið er ofarlega í hugum flestra. Ég get sennilega ekki lagt neitt skysamlegt til málanna þar. Það hefur verið reynt lengi og gefist illa. Margt gott fólk hefur þar lagt ýmilegt gott til málanna, en ekkert hefur gengið að miðla málum og sætta þau sjónarmið sem öllu ráða þarna.
Samúð mín er meira með Palestínumönnum. Það hefur verið farið illa með þá lengi og á margan hátt er eins og ísraelsk stjórnvöld hafi verið að vonast eftir einhverju svona löguðu. Ég er þó allsekki að mæla með hryðjuverkum eins og Hamas-skæruliðar hafa beitt. Þeim er að sumu leyti vorkunn samt.
Margir óttast að þessi ófriður breiðist út og vissulega er hætta á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2023 | 08:57
3179 - Slysaskot í Palestínu
Nú er ég kominn í sæmilegan gír við bloggskrifin. Skrifa þó óttalega hægt og horfi alltaf á það sem ég skrifa. (það gerði ég ekki þegar ég var uppá mitt besta og skrifaði eftir handriti).
Enrico Fermi var ítalskur og á margan hátt má segja að hann hafi fundið upp kjarnorkusprengjuna, þó Robert Oppenheimer hafi verið yfirmaður Mahattan verkefnisins sem sá um smíði fyrstu sprengjunnar af því tagi. Margar þúsundir karla og kvenna unnu að því verkefni og auðvitað er ekki auðvelt að segja hver hafi fundið slíkt upp. Fermi fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1938 og segja má að hann hafi verið heilinn á bakvið verkefnið.
Þetta er ansi fjölbreytt hjá mér. Ég veð semsagt úr einu í annað.
Ég horfi á í línulegari dagskrá í sjónvarpinu Fréttirnar, Gísla Martein, bækurnar hjá Agli ásamt Kappsmáli og annað horfi ég ekki á í sjónvarpinu. Föstudagarnir eru semsagt mínir aðalsjónvarpsdagar. Hápunkturinn hjá Gísla Marteini í gærkvöldi var Slysaskotið í Palestínu, auk þess sem mér finnst Halldóra Geirharðsdóttir alltaf eiga heima í Hveragerði. Veit ekki af hverju.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2023 | 10:06
3178 - Ýmislegt
Ekki veit ég hvað ég ætla að skrifa um núna. það verður samt vafalaust eitthvað. Verst hvað ég skrifa hægt. En það fylgir ellinni, held ég a.m.k.
Í nótt dreymdi mig skrýtinn draum. Mér þótti sem ég væri vaktmaður á Stöð 2 (eins og ég var einu sinni) Brotist var inn þar og ég lenti í miklu veseni með ungling eða táning sem það gerði. Í fyrstunni var krakki svona tólf ára með honum, en að lokum leiddist honum þófið og fór. Á endanum kallaði ég á lögregluna en sá eftir því vegna þess að ég hálfvorkenndi unglingsgreyinu.
Næst kemur heimspekileg pæling.
Eftir að maðurinn (mannkynið) aðskildi sig að mestu leyti frá dýrunum með sínum sjálfstæða vilja hefur hann (maðurinn) þróast næstum því beint til aukins skilnings á náttúrunni og stjórnar á henni. Hann hefur þó átt í mesta basli með að hætta að drepa. Þetta hefur ekki komið verulega að sök þegar hann hefur einkum drepið dýr, en stríðin svokölluðu sem einkum eru sprottin af valdafíkn, felast mikið í því að drepa annað fólk. Honum hefur gengið illa að venja sig af því. Dýrin stjórnast að mestu af hvatalífinu eins og kunnugt er. Þó á því séu ýmsar undantekningar.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2023 | 21:48
3177 - Tvær bækur
Kiddy og Garðar eru víst að flytjast norður á Dalvík. Af því tilefni komu hingað fáeinar bækur um daginn. Tvær þeirra er ég að hugsa um að lesa við tækifæri. Annari þeirra ( þeirri minni) er ég þegar byrjaður að á og eiginlega búinn með . Hún er eftir Mikhael Torfason og er einslags byrjun á ævisögu hans og fjallar að sjáfsögðu mestmegnis um Votta Jehóva. Bókin heitir: ( að mig minnir ) Týnd í Paradís.
Þar er fjallað um ýmis mál sem snerta líf og dauða auk trúmála yfirleitt og finnst mér þessi bók á allan hátt vera mjög athyglisverð, en eins og menn muna fjallar bókin mikið um Votta Jehóva og strákinn sem þurfti að gefa blóð. Segja má að þessi trúarbrögð séu á vissan hátt afsprengi Aðventista. Ekki finnst mér ástæða til að fjalla mikið um efni bókarinnar hér, en hvet alla til að kynna sér hana hafi þeir ekki gert það.
Hin bókin nefnist Jónsbók og er eftir Einar Kárason. Fjallar um Jón Ólafsson í Skífunhni og er ævisaga hans. Ég kannast svolitið við hann síðan ég vann á Stöð 2. Margt áhugavert hefur vafalaust hent hann. En þá bók er ég ekki búinn að lesa, aðeins blaðað svolítið í henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2023 | 13:24
3176 - Þetta var skrifað 12. október
Tinna á afmæli í dag. Hún er orðin 14 ára og ekkert meira um það að segja. Kólumbusardagurinn var einu sinni haldinn hátíðlegur í USA á þessum degi eða um þá helgi sem næst honum var. Held að svo sé ekki lengur.
Nú er ég dottinn í það að blogga daglega. Samt hef ég eiginlega ekkert að segja. Kannski er bara best að hafa ekkert að segja. Þá er engin hætta á að maður tali af sér.
Vil ekki skemmta skrattanum með því að fabúlera um mögulega ráðherralista eða hver verða framtíðaráhrif stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sennilega eru sumir þeirra sem þetta hugsanlega lesa, búnir að fá að vita hvernig ráðherrvandamálin verða leyst þegar þeir lesa þetta. Þetta er nefnilega skrifað á fimmtudagskvöld. Ég mun svo vænanlega pósta þetta í fyrramálið og lesa það yfir.
Ekkert bendir til þess að neitt merkilegt gerist í íslenskum stjórnmálum á næstunni fram yfir það sem þegar hefur gerst. Stjónin mun lafa af því eifaldlega að enginn flokkur sem að henni stendur mun þora að sprengja stjórnina.
Þó sumir þingmenn tali digurbaklega núna munu þeir þingmenn sem hafa stutt stjórnina halda áfram að gera það.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)