3201 - Tilraun, einn ganginn til

Ég er að hugsa um að gera enn eina tilraun til að blogga reglulega. Að þessu sinni er ekkert líklegra að ég geri það en áður fyrr. Helst er það að ég vélrita heldur hraðar en síðast. Þegar ég var yngri og hraustari stikaði ég hér á Akranesi um gangstíga og leitaði að 5 kílómetra hring, en núna er ég gamalmenni með staf og verð að sætta mig við miklu minna.

Nú er ég kominn á annað ár miðað við endurfæðinguna, sem engin virðist ætla að taka mark á.

Klukkan er að verða átta á sunnudagsmorgni og ekki seinna vænna að byrja á bloggi, ef ég ætla að blogga á hverjum degi. Það þarf ég þó að gera ef ég á að ná eihverjum tökum á fingrasetningunni. Ég er að verða betri að því leyti smá saman.

Kannski er betra að vera ekki að stefna að því að skrifa daglega. Skrifa heldur vikulega og gera það almennilega. Sjáum til. Hættur í bili.

IMG 3492Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband