3200 - Endurfæðing

Held að ég hafi eitthvað verið að tala um endurfæðingu um daginn.

Hvað er endurfæðing?

Til dæmis ef maður öðlast djúpan skilning á eðli annarra. Þórbergur hefði sennilega sagt: „eðli alheimsins“. En ég er nú svosem ekki að líkja mér við hann, þó hann hafi endurfæðst hvað eftir annað.

Mér fannst ég vera á margan hátt nýr maður eftir veikindin í fyrra.

Það sem skilur manninn frá dýrunum er einkum „samstarfið“.

Vissulega hafa mörg dýr komist að því að það að ferðast í hópum eykur lífsvon þeirra mikið. Samstarf um að komast af er mikilvægt, en manninum hefur lánast með t.d. málinu að láta samstarfið ná til næstum allra mannlegra verka. Og með því hefur hann náð yfirburða stöðu gagnvart öðrum dýrum.

 

Þegar ég var á ferð í Færeyjum fyrir tæpu ári notaði ég ýmist færeyskar krónur eða danskar og létu menn sér nokk í léttu rúmi liggja hvorri þjóð seðillinn var merktur hverju sinni. -- Þegar ég aftur á móti ætlaði að borga með færeyskum afgangsseðlum þegar ég í Danmörku á dögunum rak þarlenda í stans og vildu ekki sjá þessa snepla.
Samt hef ég aldrei heyrt eða séð Færeyinga væla undan því að litla krónan þeirra sé ónýt.

Þessi klausa er eftir Sigurð Hreiðar. Mér finnst þetta mesta vitleysa, en get illa sagt það.

 

Það er margt sem maður rekst á ef maður ferðast fram og aftur í skjali því sem ég nota til að blogga. Þetta hef ég einhverntíma ætlað að fjölyrða eitthvað um. Það var fyrir veikindin og er á vissan hátt til marks um endurfæðingu mína. Man ekki hvar eða af hverju þetta var skrifað eða hvenær. Nú þætti mér ekki taka því að vera að finna að svona löguðu.

IMG 3497Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband