3202 - Um skák

Í dag er sunnudagur og ég er búinn að setja upp blogg. Samt veitir mér ekki af að byrja á því næsta ef ég á að standa við það að blogga daglega. Reikna svosem ekki með að standa við það. Of erfitt fyrir mig.

Reyni samt. Nú er kominn mánudagur. Þarna kom þorn, en átti að vera punktur. Ekki er þetta fullkomið, þó skárra sé en áður. Fingrasetningin lifi. Hraðinn líka. Kannski ég fari að blogga oftar. Greinilega er mér að skána.

Bjarni sonur minn er að tefla á Reykjavíkurskákmótinu, og ég fylgist með honum á Netinu. Það er alveg hætt að skrifa um skák á öðrum fjölmiðlum. Kannski get ég talið hann á að blogga um skák. Hann er nefnilega mjög vel að sér um skáksöguna.  

Kisa er að hjálpa mér við bloggskrifin og það flýtir ekkert fyrir. Annars er þetta mesti sómaköttur. Veit samt ekkert um bloggskrif.

Kannski ég láti þetta duga í dag. Hættur.

IMG 3471Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband