28.6.2022 | 11:19
3144 - Meira um kisu litlu.
Þessari krúttsprengju, sem ég talaði um í síðasta bloggi tókst í gær að koma mér í þau vandræði með lyklborðsást sinni að ég gat ekki notað tölvuna mína fram eftir degi í gær. Komst að því eftir langa yfilegu, að með því að róla sér í snúrum og japla á þeim hafði henni tekist að losa um snúruna sem tengir skjáinn við tölvuna.
Kisan heitir reyndar Sprite (Fjarskírð frá Florida) var okkur sagt og er stelpa eins og krakkarnir mundu segja. Þetta litla stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjöruga þrífst á athygli annarra og klifrar gjarnan upp eftir fótunum á manni (með beittar klær) og Áslaug vill gjarnan að heiti Doppa, því hún er bæði með doppu á maganum og á trýninu.
Ég gæti lengt þetta blogg verulega með allskyns kisusögum, en það væri nú ekki í stíl Dabba frænda.
Stutt blogg eru skemmtilegust og hafa þann ótvíræða kost að það er fljótlegt að lesa þau. Ég er semsagt hættur.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2022 | 05:41
3143 - Krúttsprengja
Nú skil ég orðið krúttsprengja. Ef þetta litla tveggja vikna stýri sem við Áslaug björguðum úr klóm Fernandos hins fjögurra mánaða gamla frænda síns er eitthvað þá er hann einmitt algjör krúttsprengja. Sjá myndir o.fl. á Facebook-síðu Áslaugar.
Annars er þessi helgi búin að vera viðburðarík. Á föstudaginn fór ég til augnlæknis. Áslaug keyrði. Í gær fórum við fyrst til Borgarness og síðan að Þingvallavatni þar sem við vorum í mikilli veislu hjá Hafdísi og Guðmundi í sumarbústað þeirra þar, en verið var einmitt að halda uppá 80 ára afmæli hans.
Ýmislegt fleira mætti tína til, en það á ekkert erindi á þetta blogg og þess vegna sleppi ég því að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2022 | 13:44
3142 - Setjum ríkisstjórnina í biðflokk
Nú munu um það bil fimmtán ár hafa liðið frá hruninu mikla. Minningar mínar frá þessum tíma eru ósköp venjulegar. Nenni ekki að tíunda þær hér.
Segja má að kominn sé tími á nýtt hrun. Gott ef ekki stefnir í það núna. Viðmiðunarvextir Seðlabankans eiga eftir að ná nýjum hæðum. Ekki er þó líklegt að þeir nái sömu hæðum og í aðdraganda hrunsins. Sama er að segja um Verðbólguna. Útrásarvíkingarnir heita líka eitthvað annað núna, en einhverjum verður að kenna um væntanlegt hrun.
ÍSLENSKIR BÆNDUR FLYTJA INN Æ MEIRA AF KJÖTVÖRU, segir í aðalfyrirsögn fréttablaðsins í dag. Ekki efast ég um að þetta sé rétt. Skýringin álít ég að sé sú að forystumenn þeirra séu í KLÍKUNNI. Flestir sem eitthvað mega sín hér á landi eru í henni. Meðvitað eða ómeðvitað. Spillingin hér á landi er þannig að hún mælist ekki vel á alþjóðlega mælikvarða og flestum okkar þykir hún ósköp eðlileg. Frændhygli hefur lengi tíðkast hér og þó hefðbundin stéttaskipting sé lítil hér á landi er enginn vafi á því að aðstaða og eðli fólks er ákaflega misjafnt. Í þessu njótum við þess að vera pínulítil og margt af því sem tíðkast meðal stærri þjóða erum við laus við.
Kannski getur þetta gengið sem Júní-innleggið mitt. Ég held að ég hafi ekki margt fleira að segja að þessu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2022 | 21:02
3141 - Ukraina o.fl.
Erfitt er fyrir þá sem tengjast Ukrainu með einhverju móti að skrifa um þau mál öllsömul. Á flestan hátt eru mál sem tengd eru stríðinu þar þyngri en tárum taki. Árásarstríð Rússa hefur á flestan hátt sameinað Evrópu meira en nokkuð annað. Margir þeirra sem hingað til hafa bölvað Evrópusambandinu (ESB eða EU) hafa tekið það á vissam hátt í sátt undanfarið. Ekki er líklegt að samstaða Vesturveldanna rofni í bráð, en svo virðist sem Tyrkir ætli að reyna að koma í veg fyrir að Finnland og Svíþjóð komist í NATO.
Sigurður Ingi og þó einkum Bjarni Benediksson hafa greinilega leikið Katrínu Jakobsdóttur grátt í stjórnarmyndunarviðræðunum óralöngu, bæði í málum sem tengjast NATO-aðild og bankasölu og nú ræður hún yfir síminnkandi flokki. Að þeir sem yfirgeta þann flokk skuli einkum fara yfir til Framsóknar sýnir bara að aðrir kostir eru ekki fýsilegri. Ekki er víst að þeir hafi langa viðdvöl þar. Dagur mun áreiðanlega leysa núverandi formann Samfylkingarinnar bráðlega af hólmi og líklega auka vinsældir hennar.
Um að gera að hafa bloggin ekki of löng. Það er nefnilega talsvert átak að lesa mörg blogg. Einu sinni gerði ég það, en er að mestu hættur því núna. Legg áherslu á að svara athugasemdum sem koma á bloggið mitt og stundum er ég óþarflega hvassyrtur í garð þeirra sem ég er ekki sammála. Fáeinir virðast lesa bloggið mitt reglulega.
Búið er að sækja hundinn Bjart sem hér var í pössun undanfarna daga.
Ekki er ennþá búið að ganga frá öllu á baðinu endurnýjaða, en það stendur til bóta. Einnig er reglulega fínt að fara í bað þar. Sjálfur var ég vanur að fara í baðkarið, en þetta er miklu betra.
Læt þetta nægja að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2022 | 06:56
3140 - Fésbók enn og aftur
Engar ambisjónir hef ég varðandi vinsældir og heimsóknarfjölda á þetta blogg. Ég skrifa bara á það þegar mér sýnist og um það sem mér sýnist. Lesendur hafa engin eða lítil áhrif á það sem ég skrifa hér.
Ef mér leiðist fésbókin og frekjan í henni verður bara svo að vera. Kannski tek ég hana í sátt að einhverju leyti, núna að kosningum loknum, því ég get alls ekki neitað því að útbreidd er hún og mörgum finnst þægilegt að skrifa á hana. Mörg öfga-hægri sinnuð viðhorf birtast hér á Moggablogginu, en við því get ég ekkert gert. Þykjist ekki vera þannig þenkjandi sjálfur.
Eflaust er ég ekki einn um að finnast fésbókin heldur leiðinleg og tilætlunarsöm. Alveg er ég samt hissa á því hve margir láta hana stjórna lífi sínu og virðast álíta hana upphaf og endi alls. Ekki er hægt að leiða hana með öllu hjá sér, til þess er hún alltof utbreidd auk þess að vera með öllu ókeypis fyrir flesta. Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast segir máltækið og það er greiilegt að ég fjölyrði mikið um fésbókar-ræfilinn.
Síðustu vikurnar hefur iðnaðarmaður einn og menn stundað niðurrif á baðherberginu hér í íbúðinni og síðan endurbyggt allt og flísalagt. Ekki get ég neitað því að fínt og flott er baðherbergið orðið, en ég er svo gamall hinsvegar að mér þykir heldur dýrt Drottins orðið. Við því er ekkert að gera og ekki um annað að ræða en borga. Þar að auki hef ég stundað hundapössun af miklum móð og jafnvel meira en ég er með góðu móti fær um. Við hjónin höfum undanfarið nýtt okkur að nokkrar gistinætur á Fosshótelum sem voru ónýttar síðan í fyrra, þegar flestir héldu að kovítinu væri að ljúka. Ekki þýðir að æðrast og fremur ber að fagna þvi að nú skuli loks sjá fyrir endann á faraldrinum illskeytta og lífið færast í eðlilegt horf á ný, þó það eðlilega horf þyki mér um sumt vera að yfirgefa mig núumstundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2022 | 14:40
3139 - Kosningar
Um síðustu helgi voru víst sveitarstjórnarkosningar. Ég og við hjónin neyttum ekki atkvæðisréttar okkar og er slíkt nýlunda mikil. Ég held svei mér þá að ég hafi hingað til alltaf kosið, bæði í sveitarstjórnar og alþingiskosningumm, þegar ég hef haft tækifæri til. Og það hefur satt að segja verið talsvert oft. Einu sinni held ég að við hjónin höfum kosið utan kjörstaðar. Sú kosning fór á þeim tíma fram í Laugardalshöll. Að þessu sinni vorum við að vísu fjarverandi á kosningadag, en fannst ekki taka því að kjósa með utankjörfundarhætti. Auðvitað hefðum við getað komist að því hvar slík kosning fór fram hér á Akranesi, þó því væri (kannski viljandi) ekki haldið að fólki. En við gerðum það samt ekki.
Ukrainustríðið heldur áfram. Sennilega mætti halda því fram að þetta væri einskonar proxy-stríð, því óneitanlega styðja NATO-þjóðirnar Ukrainu með ýmsum hætti, en láta þarlenda um að berjast og bera alla eyðileggingu og mannfall. Rússar með Pútín í fararbroddi eru í þann veginn að fara illa útúr þessu öllusaman og fáir Evrópubúar munu gráta það. Satt að segja er það furðulegt hve fordæmingin á Rússum er sterk og útbreidd, miðað við önnur stríð.
Alveg er ég hissa á (hvítu móður-málinu) Að taka listaverk annars manns ófrjálsri hendi og gera að sínu eigin álít ég, að geti aldrei talist annað en þjófnaður. Álit dagsins á því hvað sé rasismi skiptir engu máli. Víðast hvar þar sem styttufellingar hafa tíðkast, held ég að það hafi gerst á vegum löglegra yfirvalda og á svæðum sem þau telja sig ráða yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2022 | 20:38
3138 - Zelensky
3138 Zelensky
Ekki tókst mér að gera síðasta blogg mitt að maí-bloggi, en það munaði ekki miklu. Þetta þýðir að ég verð víst að gera betur. Eitthvað tekst mér væntanlega að finna til að skrifa um. Annars er ég orðinn mun ónýtari við bloggstandið uppá síðkastið. Kannski veðrið hafi þar einhver áhrif.
Það er langt komið með að skipta öllu út á baðherberginu hérna. Það er að verða búið að flísaleggja og svo kemur hitt á eftir. Svolítil rigning i dag en annars ágætis veður, verður víst enn betra á morgun
Á mánudagskvöldið var húsfélagsfundur og gekk ágætlega. Stjórnin endurkjörin og húsfélagsgjaldið hækkað. Allt eftir bókinni er það ekki?
Aðalfréttin í sjónvarpinu þá eða um það leyti var um ástandið í Bandaríkjunum. Allt að fara til fjandans þar eins og venjulega. Enginn virðist hafa áhuga á hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar þar í haust. Líka vantaði að vita hvenær Hæstiréttur þar ákveður sig og tilkynnir niðurstöðuna.
Styttist líka í Sveitarstjórnarkosningar hér. Kovítið kannske búið. Fuglaflensa í staðinn. Fer ekki í fólk er sagt. Svo eru hrosshausar á útsölu. Mikið að gerast. Sumarið snemma á ferðinni eða hefur Páskahretinu kannski seinkað?
Enn er verið að atast í Bjarna Ben. Engin líkindi eru þó til þess að ríkisstjórnin falli. Kannski var það Zelenski sjálfur sem bjargaði þeim. Líka er ekki lengur hægt að segja að þau geri ekkert. Undirrita viljayfirlýsingar á hverjum degi. Gæti samt trúað að Lilja Alfreðs leggi Sigurð Inga næst þegar tækifæri gefst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2022 | 22:04
3137 - 120
Til stendur að heimurinn verði kolefnishlutlaus (tískuorð) árið 2050. Það hefur mér a.m.k. skilist. Öll stórveldin (5 eða 10 að tölu) munu fresta öllum aðgerðum í þá átt til 2049 og finna til þess ótal ástæður. Flestar verða þær afar skynsamlegar.
Hvað eiga smáríki eins og t.d. Ísland að gera í millitíðinni? Þessi spádómur er e.t.v. óhóflega svartsýnn, en enhvern vegin á þennan veg má alveg búast við að fari varðandi hnatthlýnunina.
Mannkyninu fjölgar verulega á þessu tímabili. Hjá því verður alls ekki komist. Áður en langt um líður mun væntanleg hnatthlýnun verða mjög stórt stjórnmálalegt vandamál í flestum ríkjum heims.
Kannski er svarið fyrir okkur Íslendinga að moka ofan í nógu mikið af skurðum. Skilst að ágóðinn af því hafi verið ofmetinn á svona norðlægum slóðum.
Svo getum við alltaf selt kuldann. Hann verður verðmætur að lokum. Síbería gæti orðið ríkasta og fjölmennasta ríki veraldar. Er Pútín kannski að bíða eftir því?
Þetta gæti sem best orðið maí-innleggið mitt. Um að gera að blogga öðru hvoru. Geta sagt að bloggið manns sé með þeim elstu á Moggablogginu. Kannski ég fari að auka bloggstarfsemina. Þetta hef ég tilkynnt svo lengi að allir (hundrað eða svo) hljóta að vera hættir að taka mark á því. Þetta með hundraðið minnir mig á vísuna þekktu, sem er svona:
4 8 5 og 7
14 12 og 9
11 13 eitt og tvö
18 6 og 10.
Fyrir langalöngu var talað um stórt hundrað, en ekki lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2022 | 10:41
3136 - Súpu býður sitt á hvað
Á föstudaginn langa síðastliðinn fór ég í súpu til Bjössa og hitti þar systkini mín að undanteknum Björgvini að sjálfsögðu. Heim kominn gerði ég þessa vísu:
Súpu býður sitt á hvað
í svörtum pottagrélum.
Sigurbjörn í synda stað
safnar myndavélum.
Annars er ég að verða fráhverfur því að vera sífellt að slá um mig með misheppnuðum vísnaræflum eins og ég er að mestu hættur að taka myndir. Hvað gerir þú þá? Það er von að spurt sé. Ætli ég rembist ekki við að lifa sem lengst eins og margir fleiri. Finnst ég vera orðinn áttræður þó ég verði það ekki fyrr en í haust samkvæmt kirkjubókum.
Barnið spurði: Amma, hvað er menning?
Amma: Gullið mitt, það er bara svona rímorð. Rímar við þrenningu og er notað þannig.
Annars man ég eftir því að einn snúnasti kaflinn í dönskubókinni sem við lærðum í að Bifröst forðum daga hét og heitir væntanlega enn: Begribet kultur. Og ekki orð um það meir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2022 | 23:36
3135 - Ívar Hlújárn
Það er nú svoleiðis með mig. Held að sumir lesi bloggið mitt stundum, en sennilega fáir alltaf. Samt ætla ég að halda áfram. Þó ég noti fingrasetninguna sem ég lærði hjá henni Hildigunni að Bifröst fyrir margt löngu, já skömmu eftir miðja síðstu öld, þá horfi ég núorðið jafnan á stafina jafnóðum og þeir birtast á síðunni. Það gerði ég ekki forðum daga. Þá var ég líka yngri og hraustari. Man að ég svaraði auglýsingu, sennilega í Mogganum, þarsem boðin voru skipti á kvikmyndatökivél og ritvél. Þar lét ég Hrafn Gunnlaugsson fá Erica-ritvélina mína og fékk í staðinn kvikmyndatökuvél sem hann hafði fengið að gjöf. Þetta var nú bara smá namedropping hjá mér þó mér leiðist slíkt hjá öðrum. Svona er ég nú inbilskur og sjálfhverfur.
Þó ég hafi eitt sinn haft furðumikinn áhuga á myndatökum allskonar missti ég þann áhuga og fékk í staðinn bókaáhuga mikinn og las næstum yfir mig eins og sagt er. Enn þann dag í dag á ég fyrstu bókina sem ég las á ensku. Sem krakki las ég náttúrulega bara íslensku og þar var sagan af Ívari Hlújárn eftir Walter Scott í miklu uppáhaldí hjá mér. Las hana oft og lærði næstum því. Enn standa riddararnir Breki og Brjánn mér lifandi fyrir hugskotsjónum, að ógleymdum Ríkharði ljónshjarta.Tölum ekki um Sjóðrík og Rebekku hina fögru.
Man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa um að þessu sinni og læt þetta því nægja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)