3154 - Um vinsældir

Lykillinn að því að ná vinsældum hér á Moggablogginu er að skrifa oft og reglulega. Helst daglega. Það er að segja ef það er það sem maður er að sækjast eftir. Ég sækist eftir því, sem stórhaus, eins og Brjánn sagði einhvern tíma, að vera á meðal þeirra 50 vinsælustu hérna. Allir sem skrifa hér eru stórskrýtnir. Ekki öfunda ég PallaVill af vinsældum sínum. Hann er vafalaust búinn að venja sig á fyrir löngu (það var fyrir fisk, að þessi garður var ull) að blogga á hverjum degi og alltaf um pólitík. Hægrisinnaður er hann með afbrigðum, en við því er ekki neitt að gera. Ómar Ragnarsson hefur í ellinni reynt að hamla eitthvað gegn vinsældum hans, en það gengur illa, þó hann hafi frá mörgu að segja. Það koma bara einhverjir hægrisinnar og blogga eins og enginn sé morgundagurinn. Sumir skrifa í hálfkæringi og eru gjarnan vinsælir vegna þess. Svo eru menn eins og ég, sem komast nokkuð hátt í vinsældum, en skrifa bara stundum.

IMG 3862Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrið alltaf best,
í óðum Palla solli,
aldrei þar nú sólin sest,
Samherja í kolli.

Þorsteinn Briem, 5.12.2022 kl. 14:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

öfga-Steina alltaf hreint
tel óvin Samherjanna.
Vona þó hann verði seint 
vinnur þeirra manna.

Sæmundur Bjarnason, 5.12.2022 kl. 21:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Moggabloggið er líklega það sem kallast bergmálshellir. Og hér eru sífellt færri að hlusta á eigið bergmál. En það er allt í lagi, því það er ósiður að láta sig varða mikið um hvað öðru fólki finnst.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2022 kl. 23:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrið elskar mest,
ungur var því gefinn,
allt hjá Pútín er nú best,
enginn Palla efinn.

Þorsteinn Briem, 6.12.2022 kl. 01:47

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson talar um að sífellt færri skoði Moggabloggið. Eða þannig skil ég hann. Þetta tel ég rangt og þar að auki er mér alveg sama. Hefur hann einhvern betri helli en bergmálshellinn Moggablogg? Ég hef ekki orðið var við neina riskoðunar-eða hliðvarðartilburði hér.

Ef dæma á eftir vinsældum Palla er ekki neinn skortur á lesendum hérna.

Sæmundur Bjarnason, 6.12.2022 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband