3157 - Um fótbolta og fleira

Sé að ég hef gleymt að setja myndina neðst, sem ég setti með síðasta bloggi. Allar þessar myndir hef ég sjálfur tekið og þær eru endurnýttar.

Apropos myndir. Ég borgaði Moggatetrinu eitt sinn 1000 krónur fyrir aukið pláss undir myndir og hef sett þær margar upp síðan. Annars er það ekki aðallega fyrir sparsemis sakir sem ég nota myndir oftar en einu sinn með bloggi. Það er ólíkt minna vesen fólgið í því.

Fyrir utan Jólin hugsa sumir um fótbolta um þessar mundir. Man óljóst eftir HM í fótbolta í Svíþjóð 1958. Þar held ég að Pele hafi verið 17 ára og skorað þrjú mörk í úrslitaleiknum í 5:2 sigri Braslíumanna. Hann er tvímælalaust merkasti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Ég hef þá trú að Brasilíumenn verði heimsmeistarar að þessu sinni og leiki úrslitleik við Frakka. A.m.k. vona ég að Englendinar verði ekki heimsmeistarar. Veit ekki af hverju það er. Enska knattspyrnan er allavega samt mjög vinsæl hér á Íslandi.

Hafði enga hugmynd um spilafíkn Michaels Jordan og fleiri vandræði. Finnst hann hafa verið merkasi körfuboltamaður heimsins á sinni tíð. Ekki meira um íþróttir að sinni.

IMG 3848Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rogginn er oft Ronaldo,
roskinn er þó talinn,
lítill Messi, lipur þó,
í landslið er því valinn.

Þorsteinn Briem, 8.12.2022 kl. 10:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fótbolti er ferlegur
en fremstur er víst Messi.
Oftast er hann afleitur
eins og vísa þessi.

Sæmundur Bjarnason, 8.12.2022 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband