3156 - Jólastandið

IMG 3852Nú er ég aftur farinn að blogg reglulega og þokast því upp vinsældalistann. Samt finnst mér ekkert eitt standa uppúr til að skrifa um.

Jólaríið er alltumlykjandi. Eins og ekkert annað en væntanleg Jólahátið geti átt sér stað. Veit ekki betur en ýmislegt merkilegra en Jólin hafi átt sér stað í desember. Svo orti Matthías að mig minnir:

Hvað boðar nýárs blessuð sól
hún boðar náttúrunnar Jól.

Kann ekki meira af þessu. En staðreynd er það samt að daginn tekur að lengja nokkrum dögum fyrir Jól. Vissulega er ástæða til að fagna því, en óþarfi er að eyða og spenna í allt það drasl sem auglýst er um þessar mundir. Nú þarf helst að kaupa Jólagjafir og þessháttar í nóvember eða fyrr. Kaupmenn eru duglegir við að auglýsa allskyns afslætti, en hvers virði eru þeir ef ekkert er vitað um raunverulegt verð? Skiljanlegt er þó að vilja losna við atið og djöfulganginn sem oft var síðustu dagana fyrir jól og þó sérstaklega á Þorláksmessu.

Man vel eftir því að við hæfi þótti að sprengja púðurkerlingar eða kínverja í Austurstræti á Þorláksmessukvöldi og vera fullur. Þar var allt pakkað af fólki enda hvorki Kringlan eða Smáralind til á þeim tíma. Unnið var víðast til hádegis á aðfangadag. Yfirleitt tíðkuðust ekki Jólaskreytingar í verslunum fyrr en eftir fyrstu helgina í desember.

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert Sæmi á nú drasl,
er því býsna sáttur,
ávísun á böl og basl,
og bara aulaháttur.

Þorsteinn Briem, 7.12.2022 kl. 15:51

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekkert Steini á né kann
en eplalykt um Jólin fær.
Jólaleysi hefur hann
hugsað verði nær og fjær.

Sæmundur Bjarnason, 7.12.2022 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband