3160 - Covait-19 og lungnabólga, ásamt ýmsu öðru.

3160 – Covait-19 og lungnabólga ásamt ýmsu fleiru.

Nei, ég er ekki alveg dauður enn, þó legið hafi nærri að þessu sinni. Var á spítala allan janúar og hluta af desember og febrúar. Vil ekki ræða það sem þar gerðist nema fram komi sértækar spurningar um það, en það er ástæðan til þess að ég bloggaði ekki neitt i janúar s.l.

Nú er ég ekki nema rúmlega 90 kg. Mæli samt alls ekki með þessari aðferð til megrunar. Hún er erfið og gott ef ekki lifshættuleg.

Einhver mynd.IMG 3864


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég óska þér góðs bata. Þú hefur lag á því að fara bil beggja í erfiðum málum þegar þú fjallar um pólitík. En þú gætir ort um erfiða lífsreynslu. Mér finnst skáldskapurinn leið til að skilja eftir það sem maður vill láta ósagt, og svo geta bara lesendur gizkað á það.

Ég reyndar er ekki góður í að yrkja hálfar vísur. Þið Þorsteinn Briem hafið gert margar góðar þannig.

Ingólfur Sigurðsson, 14.2.2023 kl. 03:19

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, athuga það.

Sæmundur Bjarnason, 14.2.2023 kl. 10:39

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góðan bata Sæmundur. 3160 færslur eru ekkert smáræði. Kær kveðja,

Hrannar Baldursson, 14.2.2023 kl. 12:36

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Góðan Bata Sæmundur. Það er gott að hafa þig hér áfram. Þú ert nefnilega í ákveðnum gæðaflokki, sem bloggið má ekki missa.

FORNLEIFUR, 15.2.2023 kl. 12:00

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Villi minn. Þú varst sá fyrsti til að hallmæla mér og nú tek ég orð þín sem akveðið hrós. Ég fylgist oft með skrifum þínum og það sama má segja um PallaVill,  Gurrí, JensGuð. Ómar og fleiri, en fésbókin fer að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá mér og í veikindum mínum undarfarið hef ég ekkert lesið.

Sæmundur Bjarnason, 16.2.2023 kl. 14:44

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góðan bata Sæmundur, alltaf gaman að lesa færslurnar þínar.

Theódór Norðkvist, 17.2.2023 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband