851 - Ómar Ragnarsson

Sé á Eyjunni að Ómar Þ. Ragnarsson er sagður vera byrjaður að blogga þar. Um það er helst að segja að ég sé dálítið eftir Ómari héðan af Moggablogginu. En þó hann sé farinn er vel hægt að fylgjast með honum á nýja staðnum og lesa bloggin hans þar. Tek samt eftir því að á Eyjunni leyfir hann ekki athugasemdir en það gerði hann þó hér á Moggablogginu. Kannski á það eftir að breytast. 

Eyjan var upphaflega stofnuð til höfuðs mbl.is og Moggablogginu. Að mörgu leyti hefur þeim tekist vel upp. Er samt ekki sannfærður um að betra sé að blogga þar. Ekki veit ég hvernig þeim hefur tekist að safna þeim bloggurum í sinn hóp sem þar eru. Flestir þeirra held ég að hafi hafið sinn bloggferil á Moggablogginu og séu blogg þeirra skoðuð sést að margir þeirra eru óttalega óvirkir þó nafnasúpan líti vel út.

Á Eyjunni er Ómar nú
sem alla hefur langað.
Eigi menn sér fína frú   (TF-FRU)
fræknir komast þangað.

Nú er að komast festa á stéttaskiptingu bloggara. Í mínum huga skiptast þeir í ofurbloggara, Eyjubloggara og Moggabloggara. Hingað til hefur vandinn verið sá að bloggarar hér og þar (Blogspot, Wordpress, visir.is blogg.is o.s.frv.) hafa litið niður á Moggabloggara og þóst vera þeim fremri. Nú eru þeir eiginlega allir orðnir ómark. Það dugar ekkert minna en að komast á Eyjuna. Moggabloggarar eru þó ennþá „Scum of the Earth."

Ef Davíð Oddsson og aðrir öfgasinnaðir hægrimenn fara að hafa of mikil áhrif hér á Moggablogginu fer ég vissulega að íhuga að hætta skrifum hér. Skorað hefur verið á mig að gera það en ég hef hingað til daufheyrst við því einkum vegna þess að ég tel áhrif af stefnu Morgunblaðsritstjóra ekki ná hingað inn nema að litlu leyti og Moggabloggið einfaldlega bjóða notendum sínum bestu þjónustuna. Samstarf þeirra við aðrar bloggveitur gæti þó verið betra.

Svo segist Svanur Gísli vera að hætta hér líka og er þá farið að fjúka í flest skjól. Hvert skyldi Svanur vera að fara? Lára Hanna er þó ekki enn farin eftir því sem ég best veit.

Í grein á mbl.is (sem ég linka ekki í fremur en ég er vanur) er sagt frá því að jafnvel standi til að fækka grunnskólum í Borgarbyggð úr 5 í 3. Borgarafundir verða haldnir á næstunni um málið og aðrar leiðir eru hugsanlegar samkvæmt fréttinni á mbl.is. Annars er þessi frétt á mbl.is svo illa skrifuð og full af villum að skelfilegt er. Ritvillur voru jafnvel í fyrirsögninni þegar ég sá hana fyrst. Skiljanleg er fréttin þó að mestu leyti. Ég er viss um að reynt verður að laga hana svolítið til svo ég nenni ekki að telja villurnar upp.

Og nokkrar myndir.

IMG 0050Kópavogskirkja.

IMG 0053Skyldi hann ætla að skella sér niður á Kringlumýrarbrautina?

IMG 0096Tré.

IMG 0097Hættulegt.

IMG 0099Fyrir ketti sem kunna að lesa. (Anna í Holti á víst einn slíkan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki mun ég fara af Moggablogginu nema veður hætti að vera í landinu. En að öðru leyti ætti maður líklega að segja sem minnst.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vísan er góð,       ,oft langað að senda þér eina krassandi,en þori ekki. Það virkar yfirlætislega ,en hún er ekki eftir mig¨samt góð¨

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2009 kl. 02:37

3 Smámynd: Kama Sutra

Ómar Ragnarsson segist ætla að blogga á báðum stöðum, hér og á Eyjunni.

http://blog.eyjan.is/omarragnarsson/2009/10/11/hallo-heimur/#comments

Mér er svosem alveg sama hvar ég les bloggið hans.  Hann er einn af þeim fáu sem eftir eru hérna sem ég les.  Hinir eru mínir bloggvinir.

Kama Sutra, 1.11.2009 kl. 03:56

4 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 1.11.2009 kl. 04:58

5 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 1.11.2009 kl. 05:03

6 Smámynd: Kama Sutra

Þessi virkar ekki heldur.   En pistillinn heitir "Hið deyjandi moggablogg" og er á þessari slóð:

http://agnark.wordpress.com/

Kama Sutra, 1.11.2009 kl. 05:07

7 Smámynd: Don Hrannar

Menn  fjúka yfir url. Það er í sjálfu sér ekki löng vegalengd.

Don Hrannar, 1.11.2009 kl. 13:16

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Einhver sagði það að ef menn blogguðu bæði á  (M)BL og EYJUNNI blogguðu þeir á

BLEYJUNNI

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 15:01

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Kama Sutra. Þessi linkur virkar: http://agnark.wordpress.com/2009/10/31/

annars les ég helst blogg bloggvina og fréttatengd. tékka þó endum og sinnum inn á síðu blog.is.

ég les Eyjuna daglega en einhvernveginn álpast ég inn á fá blogg þar. leiðist líka þetta elítudæmi þar og fáir þar sem ég myndu nenna að lesa yfirleitt.

les ekki bloggin á visir.is. þau eru of ósýnileg og ég nenni ekki að fara inn á sérstaka síðu til að leita að þeim. þeir mættu gera bloggin aðeins sýnilegri á forsíðunni.

ég les stundum blogg á dv.is. þá helst Illuga og Heiðu.

önnur blogg, vistuð úti í heimi, les ég ekki nema mér sé bent á þau, eins og í tilfellinu með blogg Agnars hér að ofan.

Brjánn Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 15:26

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Blogg mitt á mbl.is mun á engan hátt breytast af mínum völdum eins og menn munu sjá þessa síðustu tvo daga.

Ég mun vonandi geta haldið áframa að njóta samskipta og skoðanaskipta við bloggvini mína þar og aðra bloggara á nákvæmlega sama hátt og hingað til.

Ég met þetta einfaldlega svo að boggsíðu mína á eyjunni noti ég meira í takti við straumana og umræðuna þar og að pistlar mínir þar verði aðrir en á mbl.is eins og menn sjá væntalega líka nú í upphafi veru minnar þar.

Ómar Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 16:30

11 Smámynd: Kama Sutra

Takk Brjánn!  Ég sé að ég hef verið orðin grútmygluð og vansvefta í nótt.  Kennir manni að vera ekki að hanga svona á internetinu á næturnar í stað þess að verma bólið sitt.

Kama Sutra, 1.11.2009 kl. 19:26

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. Hrannar Baldursson segir að lítið mál sé að stökkva yfir url. Ef þið hafið áhuga á kvikmyndum skuluð þið kíkja á bloggin hjá Hrannari. Kama Sutra - búinn að lesa pistilinn hjá Agnari. Jóhanna - fín orðnotkun að segja að Ómar sé á bleyjunni. Helga - ekki hika þó vísan sé krassandi. Brjánn - dv.is og visir.is eru hálfgert ómark. Ómar - mun lesa bloggin þín ef ég finn þau. Kannski athugandi að linka á milli þeirra.

Sæmundur Bjarnason, 1.11.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband