809 - Er framtíðin græn?

Horfði um daginn á myndina í Ríkissjónvarpinu um efnahagsböðulinn John Perkins. Myndin er ágætlega gerð þó sumt í henni sé afar ótrúverðugt. Til dæmis voru vindla-atriðin sem voru endurtekin hvað eftir annað beinlínis hlægileg. 

Sumir vilja heimfæra það sem segir í myndinni upp á Ísland í dag. Þeirra á meðal er John Perkins sjálfur. Það er þó af og frá að Ísland sé á sama stigi og Equador og Iran. Viss atriði eru samt umhugsunarverð. Til dæmis er engin ástæða til að ætla AGS einhverja góðsemi í samskiptum sínum við okkur Íslendinga. Stefna þeirra kann þó að hafa breyst frá því sem hún var fyrir aldarfjórðungi.

Er farmiðinn inn í framtíðarlandið grænn? Svo virðist vera. Erfiðara er að mynda sér skoðun á umhverfismálum en ýmsum öðrum. Hvað mig snertir er þar einkum í gildi sú regla að ég er undir mestum áhrifum frá síðasta ræðumanni. Mér finnst að vísu bölvað hve bensínið er orðið dýrt en er samt ekki viss um að aðrir orkugjafar verði samkeppnisfærir alveg á næstunni. Á ég svo bara að hugsa um hvað gerist alveg á næstunni? Það er önnur spurning sem gríðarlega erfitt er að svara.

Svanur Gísli Þorkelsson bloggar um naflaskoðanir bloggara og hæðist að „Sæmundarhætti í bloggi", sem hann kallar svo. Þó ég sé spéhræddur mjög get ég ekki annað en látið sem ekkert sé. Ekki er hægt að ráðast að Svani Gísla eða því sem hann skrifar á sitt blogg. Hann er nefnilega meðal bestu bloggara og veit manna best hvað er við hæfi að blogga um.

Og í lokin nokkrar myndir:

IMG 3922Kaktus í sólskini.

IMG 3931Blómskrúð.

IMG 3948Hér mun Háskólinn í Reykjavík rísa. (Ef Guð lofar - og mótmælendur.)

IMG 3993Úr skólagörðum fullorðinna í Kópavogi.

IMG 4007Regnbogi í Reykjavík. (tvöfaldur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst þú vera skemmtilegur bloggari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2009 kl. 12:32

2 identicon

Mér finnst þú líka skemmtilegur bloggari. Flottar myndir!

Ína 20.9.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Gunnar Helgi og Ína. Það var ekki Svanur Gísli sem var að finna þetta upp með Sæmundarhátt í bloggi. Það var einhver fyrir nokkru sem var að herma eftir ýmsum bloggurum sem gerði það. Ég veit ekki alveg hvernig hann er. Sennilega aðalega blogg um blogg og með mínum hætti. Sjálfum finnst mér mest um að ég skuli endast til að skrifa næstum á hverjum degi eitthvað.

Sæmundur Bjarnason, 20.9.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sæmi.

Þetta er auðvitað hárrétt athugað hjá þér. Mér finnast þínar pælingar um bæði þitt blogg og annarra fínar og skemmtilegar, en aðrir gera það ekki eins vel. Þess vegna fannst mér þessi skilgreining viðeigandi og alls ekki meint sem háð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.9.2009 kl. 19:21

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gísli, mér fannst ég þurfa að svara þessu fyrst ég sá það. Man vel hvað ég varð hissa þegar ég sá fyrst eftirhermuna af mínu bloggi. Því miður á ég hana ekki en minnir að hann hafi kallað sig gagnrýnanda sem gerði hana. Mér finnst blogg áhugavert og vel þess virði að blogga um. Of mikið má samt af öllu gera. Ef þessi nafngift festist við ákveðna tegund af bloggi er ég auðvitað hreykinn af því.

Sæmundur Bjarnason, 20.9.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband