603. - Ofnbakaðir málshættir og endurtekin orðtök

Um daginn var ég að blogga um afbakaða málshætti. Reyndar hef ég aldrei skilið muninn á málshætti og orðtaki og geri ekki enn. Annað sem líka getur verið ákaflega skemmtilegt er þegar orð breytast í annað en ætlast er til.

Dæmi:
Heims + endingar + tilboð = Heimsendingartilboð.

Lau + garda + gur = Laugardagur.

Erpulsakum = Er púls á kúm?

Tré og runnar - Gunnar. (Sagt með mjög djúpri röddu. Var sérstaklega fyndið þegar mál þessu tengt var í hámæli.)

Margri nunnu er ábótavant.

Skyldu steggirnir á tjörninni eiga erfitt með andardráttinn?

Skyldu endurnar þar ekki vera ágætir endur-skoð-endur?

A: "Af hverju ertu að blogga um þetta?"

B: "Nú, eitthvað verð ég að skrifa."

A: "Eins og öllum sé ekki sama hvort þú bloggar eða ekki."

B: "Ég veit það ekki. Kannski bíða menn eftir að ég bloggi."

A: "Huh. Sér er nú hvert sjálfsálitið."

B: "Þetta er ekki sjálfsálit. Bara nauðsynlegt"

A: "Nú?"

B: "Já, mér hundleiðist þetta."

A: "Af hverju ertu þá að þessu?

B: "Ég veit það ekki."

A: "Hættu þá bara."

B: "Þetta er ekki orðið alveg nógu langt til þess."

A: "Ha? Hvað áttu við?"

B: "Ég þarf helst að hafa þetta heila blaðsíðu eða svo."

A: "Hvað meinarðu? Þetta samtal okkar? Ætlarðu að hafa það í blogginu?"

B: "Já."

A: "Andskotinn. Þá er ég farinn."

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæmundur þó! 

Vonandi var það ekki ég sem smitaði þig af dónaskapnum?!

En OK, fyrst við erum byrjuð á annað borð:  Betri eru kynórar en tenórar.

Malína 14.2.2009 kl. 03:13

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú, mig minnir að þú hafir talað eitthvað um ábótana en það er nú svo mörgum ábótavant. Annars eru vafasamir brandarar ekki mitt forte. Klámvísur kunni ég þó einu sinni í löngum bunum.

Sæmundur Bjarnason, 14.2.2009 kl. 03:34

3 identicon

Þú laumaðir nú samt frá þér einum ágætum um daginn:

Og hananú - sagði hænan!

Malína 14.2.2009 kl. 03:43

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki veit ég hvað þú ert að bedriva á svona óguðlegum tíma sólarhringsins. Ég hef þó afsökun því ég er næturvörður og á að vera vakandi.

Sæmundur Bjarnason, 14.2.2009 kl. 03:55

5 identicon

Segjum tvö!

Malína 14.2.2009 kl. 04:00

6 Smámynd: Eygló

(knæpa opin á daginn) Dags krá = dagskrá

(knæpa opin á jóladag) Jóladags krá = jóladagskrá

(fuglategund) Brand and arpar = brandandarpar.

Eygló, 14.2.2009 kl. 10:28

7 identicon

Menn bíða eftir að þú bloggir.  Hundi leiðist þetta.

EE elle 

EE 14.2.2009 kl. 10:37

8 Smámynd: Eygló

Hundar hafa hundfúlan smekk fyrir bloggi

Eygló, 14.2.2009 kl. 10:42

9 identicon

Já, já.  Hundfúlum hundum hundleiðist það. En hvernig getur fólk unnið á nóttinni?  Ég vann einu sinni vaktavinnu og fór að finna fyrir þunglyndi.  Allt systemið fer í vitleysu.

EE elle 

EE 14.2.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband