485. - Bloggað daglega eða sjaldnar. Við minningablogg þarf að vanda sig

Ég þarf að fara að halda utanum þau bloggskrif mín sem kalla má endurminningar. Sonur minn benti mér á um daginn að ég er farinn að skrifa oft um það sama. Til dæmis er ég búinn að skrifa nokkrum sinnum um þetta blessað vídeókerfi í Borgarnesi. Ekki er það nógu gott. Tvennt gerir þetta allt saman þó bærilegra en ella. Ólíklegt er að mikið sé um að sama fólkið sé að lesa bloggið mitt núna og var að lesa það þegar ég skrifaði um tiltekið efni fyrst. Þó getur það vel verið. Til dæmis ættingjar og venslafólk. Hitt er að ég get varla trúað að ég skrifi eins um efnið í bæði skiptin. Hvað veit ég þó um það. 

Kannski væri best að skrifa eingöngu um málefni dagsins og pólitík. Líka mætti lýsa því hvað kemur fyrir mig og mína svona dagsdaglega. Mér finnst bara þessar endurminningar svo skemmtilegar þó þær séu oftast að mestu leyti ofur venjulegt karlagrobb.

Ég sé að mitt helsta vandamál í sambandi við bloggið er málæðið. Bloggin mín vilja verða alltof löng. Þó reyni ég að hafa þau sem styst og stytti þau oft allmikið fá fyrsta uppkasti. Samt eru þau of löng. Það sé ég þegar ég ber þau saman við blogg annarra.

Nokkrar myndir á ég og er að hugsa um að setja þær hér núna. Ekki er þörf á að skrifa sérstaklega um þær nema þá helst að ein myndin er úr strætóskýlaseríunni minni og heitir "Ósýnilega strætóskýlið". Líka er mynd af jeppa sem virðist vera búið að henda. Kannski fleiri jeppum verði hent á næstunni.

 
IMG 1248IMG 1255IMG 1256IMG 1262IMG 1265IMG 1266skyli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband