486. - Aðdragandi helfararinnar

They came first for the Communists,
  and I didn´t speak up because I wasn´t a Communist. 

Then they came for the Jews,
  and I didn´t speak up because I wasn´t a Jew.

Then they came for the trade unionists,
  and I didn´t speak up because I wasn´t a trade unionist.

Then they came for the Catholics,
  and I didn´t speak up because I was a Protestant.

Then they came for me,
  and by that time no one was left to speak up.

Þetta ljóð er sagt vera eftir Martin Niemöller og er áreiðanlega með kunnustu ljóðum veraldar. Vitanlega er verið að tala þarna um nasistana í þýskalandi. Varla þarf að segja nokkrum það. Samt er það svo að þjóðernishyggja á borð við þá sem Hitler aðhylltist virðist eiga talsverðu fylgi að fagna víða og jafnvel hér á landi.

Að fjölmiðlar skuli öðru hvoru bæta því við í fréttir að brotamenn séu af erlendu bergi brotnir ber einfaldlega vott um þjóðernisrembing og jafnvel rasisma.

Væri það föst venja hjá fjölmiðlum að geta um þjóðerni og uppruna allra misyndismanna sem minnst væri á mundi auðvitað vera erfitt að finna að þessu en ekki er annað að sjá en þarna sé eingöngu um geðþóttaákvarðanir að ræða og að fjölmiðlarnir vilji með þessu ýta undir dómgirni fólks og þjóðernisandúð.

"Hungary in danger of becoming another Iceland"
Sagt er að einhvern vegin svona hljómi fyrirsögn í erlendu blaði. Fyrir þá sem skilja ensku sæmilega segir þetta allt sem segja þarf.

Satt að segja er líklegt að við Íslendingar séum á stuttum tíma orðnir allt öðru vísi en við vorum í augum umheimsins. En skiptir það nokkru máli? Sjálf vitum við að við erum alveg eins og við höfum alltaf verið. Er ekki bara ágætt að geta nú loksins yfirgefið endanlega þessa Matador-vitleysu alla saman.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það segir sig nú sjálft að ef ekki er getið um þjóðerni glæpamanna eru þeir auðvitað af íslensku bergi brotnir...

corvus corax, 22.10.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góður pistill!

Það væri gott að yfirgefa þetta matador spil, ef við sætum ekki uppi með 8.000 milljarða skuld á bakinu!

Þjóðverjinn myndi segja að þarna hefðum þurft að: teures Lehrgeld zahlen!

Við skulum vona að landinn hafi eitthvað lært af þessu, en ég er því miður efins um það!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband