2933 - Duterte

Eiginlega kemur það ekkert á óvart þó Duterte á Filippseyjum hafi að sögn hótað að skjóta þá sem ekki virða sóttkvína sem þar hefur verið komið á. Víðir hefur alls ekki viljað ganga svo langt. Jafnvel að hann hafi viljað taka með silkihönskum á þeim sem ekki „hlýða Víði“.

Hvort er ég að smita aðra, eða aðrir að smita mig? Þessari spurningu er vandsvarað. Mér finnst einhvernvegin að ég geti ekki verið að smita aðra, en í sjálfu sér veit ég ekkert um það og sennilega finnst öðrum að ég sé að því.

Nokkrar spurningar eru það varðandi þessa veiru sem ég vildi gjarnan fá svör við. T.d. langar mig til að vita hvort þeir sem farið hafa í sóttkví, geti átt von á því að fara aftur í samskonar sóttkví. Einnig langar mig að vita hvort þeir sem sýkst hafa geti átt það á hættu að sýkjast aftur. Er eitthvað vitað um mögulegt ónæmi og þá einnig hvort þeir sem ónæmir eru taldir vera sýni einhvers konar svörun við sýnatöku. Mundi mótefnamæling gera það?

Eiginlega ætti maður að skrifa um eitthvað annað en bévítans veiruskrattann. T.d. fótbolta. Já, vel á minnst ég gæti einmitt minnst á fótboltann.

Ég er nú enginn stuðningsmaður Liverpool í fótboltanum. Langt frá því, frekar að ég sé á móti þeim. Samt er það svo að ég verð að viðurkenna a væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef þessu yfirburðaliði yrði neitað um opinbera viðurkenningu á því að vera Englandsmeistarar í þessum vinsæla boltaleik þetta árið. Þeir hafa einmitt sýnt fáheyrða yfirburði í því sambandi. Annars leiðist mér núorðið allt tuðruspark þó ég hafi í eina tíð þóst hafa einhverja hæfileika á því sviði.

Nú sé ég tvær blaðsíður í einu á tölvuskjánum og kann ekki að breyta því til baka. Annars er skjárinn sá arna allur á breiddina svo kannski er þetta bara til bóta. Þarf sennilega svolitið að venjast því samt.

-Nú ætla ég að drífa í þvi að yrkja eitt órímað prósaljóð.

  • Af hverju prósaljóð?
  • Af því að ég kann ekki annað. Einu sinni kunti ég eða kunni að yrkja undir fáeinum rímnaháttum en ég kann ekkert í snonnettusmíði eða þessháttar.
  • Já, haltu þá áfram.
  • Sko, einu sinni hélt ég að með því að klæða aðra eða þriðju hverja hugsun í orð þá mætti nálgast einhvers konar skáldskap.
  • En ertu hættur að halda það.
  • Já, að mestu leyti. En nú ætla ég að hugsa pínulítið áður en ég set næstu orð á blað.
  • En ekki er vert að hugsa of mikið.
  • Þá er að varast það.
  • Af hverju ætli wordið hagi sér svona undarlega?
  • Ekki veit ek þat.  

IMG 6222Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband