2581 - Sessions og Trump

Í sjálfu sér er ekkert merkilegt eða sérkennilegt við það að Sessions hafi hitt yfirnjósnara Rússa, sem stundum er kallaður ambassador eða sendiherra. Það er aftur á móti svolítið sérkennilegt að hann hafi ekki skýrt frá því fyrr en núna. Hann talar um misskiling og sinn skilning án þess að útskýra það nánar og satt að segja getur svo farið að það verði fleiri en dómsmálaráðherrann sem Trump neyðist til að reka eins og Flynn.  Annars virðist mér að þessir 40 dagar eða svo sem liðnir eru síðan Trump tók við embættinu hafa verið röð mistaka. Hann hefur pressuna svotil alla á móti sér. Hefur líka logið eins og hann er langur til. Er hann annars langur? Aumingja kallinn. Kannski er þetta næstum því einelti sem hann verður fyrir, en fjandinn vorkenni honum. Hann kallaði þetta yfir sig.     

Deildakeppnin í skák stendur yfir núna um þessa helgi. Eiginlega gæti skáklífið hér á Íslandi verið miklu betra en það er. Of mikið er rifist um framkvæmd deildakeppninnar og á margan hátt er hún misheppnuð og eykur allsekki veg skákarinnar. Samt er allsekkert að því að finna að skákmenn komi saman svona tvisvar á ári. Þyrfti að vera oftar og víðar. Peningar þeir sem tekist hefur að fá til handa skálistinni eru alltaf of litlir og vitlaust notaðir. Að því leyti er ég sammála flestum skákunnendum. Yfirleitt hafa þeir mikið yndi af að rífast.

„Ég hef það fyrir sið, þegar ég sé eitthvað misjafnt um mig á netinu, að læka það“ hefur Fréttablaðið eftir Loga Bergmann og sennilega er það rétt eftir haft. Þessu er haldið fram í þættinum „mín skoðun“, sem Fréttablaðið virðist halda fram að Logi skrifi sjálfur. Logi er ekki einn um það að setja samasem-merki á milli netsins og fésbókarinnar. Það virðist hann þó gera þarna. Kannski meinar hann það ekki þannig. Held samt að fjölmargir haldi að það sé sami hluturinn. Mín skoðun er sú að „fésbókin“ sé bara eitt forrit sem að vísu sé mikið notað en vel hægt að komast hjá að nota, sé mönnum umhugað um það.

Gallarnir við fésbókina er fjölmargir. Einn af þeim ræðir Bergur Ebbi um í föstudagsblaði Fréttablaðsins. Ég hef áður talað um það að hann skrifi mjög athyglisverðar greinar. Falskar fréttir, mismunandi skilningur  og ýmislegt fleira er honum hugleikið í nefndri grein. Grein þessa nefnir hann ananaskismi en ég mundi vilja nefna hana ananas-ismi.

Var að enda við að lesa erlendar fréttir. Hugsanlega er í uppsiglingu annað eins hneyksli og Watergate-málið. Í sínum frægu twitter-færslum ásakar Trump bandaríkjaforseti nú Obama fyrirrennara sinn um að hafa staðið fyrir hlerunum á síma sínum. Fylgjumst með.

IMG 1985Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig langar nú minnst að ræaða um hann Trump í dag. Best að eftirláta það öðrum.

Fésbókina hafa flestir sjálfsagt gott af að taka sér hvíld frá. Sjálfur gerði ég það í tvö eða þrjú ár, og kom því þá þannig fyrir að í minni tölvu væri ekki hægt að fá aðgang að neinu því sem var Fésbókinni viðkomandi, ekki einu sinni "like" hnöppum sem eru nánast alls staðar.

En þetta er afskaplega myndarleg læða.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 19:01

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já en þetta er afar athyglisvert með hann Trump. Þetta gæti endað með ósköpum.

Kannski er nóg að vara sig vel og vandlega á fésbókinni.

Sæmundur Bjarnason, 6.3.2017 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband