1928 - Fyrsti apríl

Í dag er fyrsti apríl. Þessvegna er merkilegt að hlusta á fréttir. Fréttin um rotturnar á Reykjanesi uppfyllir öll skilyrðin til að vera aprílfrétt útvarpsins. Aftur á móti held ég að Novartis fréttin sé rétt.

Er hættur að ímynda mér að ég sé merkilegastur allra. Við það verður miklu einfaldara að skrifa um allt mögulegt. Aðallega þó að vaða elginn. Fíflinu skal nefnilega á foraðið etja.

Svona væri hægt að halda endalaust áfram. Gallinn er bara sá að sennilega mundi enginn nenna að lesa það. Þetta er samt ágætis dagbókarhugmynd. Skrifa bara nógu andskoti mikið þá nennir enginn að lesa það. Athugist betur við tækifæri.

Sá áðan á fésbókinni að einhver auglýsti X-J. Man bara ekki fyrir mitt litla líf hver á þann bókstaf. Aumingja pínulitlu flokkarnir. Eru kjósendur tómir „analfabetar“ og þarf alltaf að nota einhvern bókstaf ef vera skyldi að það væri það eina sem væri hægt að innprenta þeim. Svei mér þá. Er þetta það eina sem fólki dettur í hug. Má ekki bara nota mynd af belju eða sjóræningja eða einhverju öðru.

Samstarf af einhverju tagi kemur til greina af hálfu litlu framboðanna en þó er ég ekki viss um að af því verði. Tólf dagar eru sagðir til stefnu í því máli. 

Sá mynd í DV sem sýndi meðaltalsprósentur af skuld vs eign í íbúðarhúsnæði á ýmsum stöðum á landinu. Þessar prósentutölur virtust vera frá 24% uppí 76%. Algengast virtist vera að prósentutalan væri um 50%. Fyrirsögnin var eitthvað á þá leið að íbúar á Seltjarnarnesi og í Garðabæ ættu vel fyrir skuldum sinum en svo væri ekki á Suðurnesjum. Það getur vel verið að þetta tákni einmitt það sem DV var að gefa í skyn, en ég er ekki sannfærður um að það sé eina ástæðan. Það hve mikið hefur verið byggt eða selt nýlega samanborið við þær eignir sem fyrir eru gæti vel haft mikil áhrif á þessar tölur. Það er samt sláandi hve tölurnar eru háar á Suðurnesjum.

Ég er farinn að fá svolítið af illskiljanlegum athugasemdum. Af hverju skyldi það vera? Ekki virðast þær auka á vinsældir bloggsins míns. En mér er sama um það. Þessar athugasemdir eru svosem ekki nein skemmdarstarfsemi og kannski skilja sumir þær betur en ég. Ekki mega þær þó verða mjög margar við hvert einstakt blogg. Þá fara þær nú að verða hálfgerð misnotkun.

IMG 2918Skipsstefni?


mbl.is Bjóða ekki sameiginlega fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef sennilega hlaupið 1. apríl í dag, hélt að hann hefði verið í gær og skildi ekkert í því að ekkert blöff var í gangi   En þetta er sennilega rétt hjá þér með rotturnar eða lyfin.  Frekar giska ég á rotturnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2013 kl. 13:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Ásthildur það eru áreiðanlega rotturnar. Til að hlaupa apríl þarf helst að hlaupa eða fara eitthvert. Allir sem fara að skoða skipið, (sem sagt var komið næstum uppí landsteina)hlaupa apríl, held ég. Ekki er nóg að fréttin sé ósennileg, finnst mér.

Sæmundur Bjarnason, 1.4.2013 kl. 14:02

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Æ,já nú maður passa sig.Var að koma með smá djók sjálfur (ekki taka mark á þessari síðustu athugasemd,skoðið bara færsluna í fullri alvöru) og eins Óðinn og svo var hann að blogga um þetta og ég að gera athugasemd.Ja þarna hittuð skrattarnir langömmu sína.Eruði viss um að þetta hafi verið 1.Aríl frétt?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.4.2013 kl. 14:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Taldi hann sig merkan mann
mest þó væð'ann elginn
en merkilegt hvað karlinn kann
að kreista orðabelginn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.4.2013 kl. 14:22

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já,Jósef ég er viss um það. M.a. vegna þess að enginn fjölmiðill annar er með þetta. Það er næstum öruggt að þetta með bjórinn og Gullfoss og Geysi eru líka aprílfréttir.

Sæmundur Bjarnason, 1.4.2013 kl. 19:38

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, þetta er fín vísa. Vildi að ég hefði ort hana.

Sæmundur Bjarnason, 1.4.2013 kl. 19:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já sammála, þetta er djókið.  Og Jóhannes flott vísa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2013 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband