1912 - Capablanca

Smelludólgar eru þeir kallaðir, sem skrifa fréttir í vefmiðlana og velja fyrirsagnir á þær. Með þessu er nokkuð hægt að stjórna því hve margir smella á viðkomandi frétt og eftir því fer auglýsingaverðið. Aðalmetnaður blaðamanna snýst semsagt um smelli. Ekki hvort lesið er, þó það geri samt eflaust flestir sem smella á fréttina. Nema ef fréttin væri alveg útúr kú miðað við fyrirsögnina. Auðvitað geta síðan blaðamennirnir sjálfir reynt að hafa áhrif á smellingafjöldann og jafnvel búið til róbóta eða öpp sem gera það sjálfvirkt, en ekki er fullvíst að það hafi þau áhrif sem vænst er. Bloggarar gera þetta líka. (a.m.k. ég því ég lít reglulega á smellingarnar þó engin séu verðlaunin. Þar (á vinsældalista Moggabloggsins) hendist maður líka eins og jó-jó upp og niður. Ekkert er stórt og ekkert er smátt án samanburðar við annað.

Tveir af mestu meisturum skáklistarinnar eru tvímælalaust þeir Robert James Fischer og José Raúl Capablanca. Báðir voru þeir hreinir og tærir og með næstum óbrigðult stöðumat. Báðir lögðu þeir sig nokkuð í líma við að kynna ný afbrigði af skák. Fischer með sínu „Fischer-randomi eða 960-skák“ og svo auðvitað með nýju skákklukkunni (með „incrementunum“) sem segja má að hafi sigrað heiminn á stuttum tíma. Ég ætla ekki að ræða hérna um Fischer-random, heldur nýjung þá sem Capablanca vildi koma á, því þó ég hafi að sjálfsögðu fyrst heyrt hennar getið fyrir löngu síðan vissi ég ekki fyrr en nokkurn vegin nýlega hvernig henni var háttað í smáatriðum. Þannig held ég að hafi verið með marga skákunnendur.

Capablanca lagði semsagt til að skákborðið yrði stækkað í 8x10 reiti, mönnum fjölgað um tvo hjá hvorum aðila og peðum fyrir framan þá. Nýju mennirnir áttu að heita erkibiskup (archbishop) og kanslari (chancellor) og áttu að sameina annars vegar gang riddara og biskups og hinsvegar hróks og riddara. (Segja má að drottningin í venjulegu tafli sameini gang hróks og biskups.) Koma átti þeim fyrir milli biskups og riddara á báðum vængjum og hjá báðum aðilum.

Þetta held ég að hafi verið nokkurnvegin það sem flestir skákunnendur vissu um þessa tilllögu heimsmeistarans Capablanca og að ég hafi alls ekki verið einn um það. En auðvitað er margt fleira sem hangir á spýtunni og ég ætla nú að minnast á það. Ef bloggið á ekki að verða óhæfilega langt verður það þó fremur stuttaralegt.

Rétt er að byrja á því að merkja lóðréttu raðirnar með stöfunum A-J (i og j eru þó svo líkir stafir að hugsanlega þyrfti að endurskoða það) Ég er bara að lýsa mönnum hvíts, þeir svörtu eru auðvitað alveg eins. Drottningarmegin og á C-röðinni væri þá Erkibiskupinn og hann mætti fara aftur og fram um borðið á sama hátt og riddari eða biskup. Athyglisvert er að hann mundi vera eini maðinn sem gæti mátað kóng andstæðingsins upp á eigin spýtur. Kóngurinn þyrfti þá að vera í horninu og Erkibiskupinn skáhallt frá honum með einn reit á milli.

Á H-röðinni væri síðan kanslarinn. (Ath. að allir aðrir menn skákborðsins væru á sínum venjulegu reitum.) Hann mætti hreyfa sig um allt, en mætti bara fara um eins og hann væri hrókur eða riddari. Nýju mennirnir væru þannig alltaf í upphafi skákar á milli biskups og riddara.

Fjarlægðin milli óvinaherjanna væri sú sama og venjulega því raðirnar (A-J) væru aðeins átta reitir á hæð þó þær væru tíu talsins. Óneitanlega yrði skákin mun flóknari við þetta og ekki er mér kunnugt um að margir hafi prófað þessa tegund skákar.

Þó Capablanca hafi verið Kúbumaður er nokkuð greinilegt að hann sótti þess hugmynd að miklu leyti til enska skákmeistarans Henry‘s Bird því hann hafði nokkru áður talað fyrir þeirri hugmynd að taka upp líka skák og Capablanca mælti með. Nöfn nýju mannanna voru þó önnur og uppröðunin sömuleiðis.

IMG 2821Eldiviður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband