1590 - Lífið er salt(fiskur)

Untitled Scanned 06Gamla myndin.
Hér eru systkinin í Holti Anna og Þorgeir sitjandi á stéttinni fyrir framan búðina á Vegamótum.

Nú er iðnaðarsaltsumræðan að taka við af brjóstapúðunum. Þó það sé auðvitað ekki gott, að setja salt sem hugsanlega er illa hreinsað og jafnvel líka illa gengið um, í matinn sem við étum (því við erum auðvitað einkum það sem við étum), get ég ekki að því gert að mér finnst tal manna nokkuð öfgakennt. Þess vegna ætla ég engu við umræðuna að bæta.

Það er líka svo margt annað sem er áhugaverðara. Ef bara má ræða um stjórnmál eða fréttir dagsins er það líklega ennþá afdrifaríkara að Ömmi skuli ætla að styðja Geir Haarde. Hugsanlega er hann enn á ný á leið útúr stjórninni. (Þ.e.a.s. Ömmi en ekki Geir.) Ég á samt ekki von á að stjórnin springi í þessari lotu.

Já, það er talsvert skrítið að búa í Kópavogi. Gatnakerfið og skipulag allt það furðulegasta sem ég hef kynnst. Bæjarstjórnin virðist skrýtin líka. Held að fólkið sé samt ágætt.

Auðvitað vil ég helst hvorki ræða um nýjustu fréttir eða stjórnmálaástandið þó slík umræða sem afar vinsæl meðal bloggara. Margt er mun áhugaverðara en sú vitleysa öll sömul og þarf þá ekki að seilast í handboltann eða fótboltann þó margir fjasi spekingslega mjög um þau mál.

Man t.d. eftir því að einu sinni þegar ég var staddur í skólanum í Hveragerði (eða á skólatúninu) að við sáum rútu koma fullskipaða fólki og stefna uppað Laugaskarði. Brekkan fyrir ofan brúna var vel sýnileg þaðan sem við vorum en rútan sást aldrei komast þangað. (Athuga ber að bílar voru sárasjaldgæfir á þessum tíma.) Við fórum því að athuga með hana og sáum þá að hún hafði brunað inn í garð, rétt við steinvegginn og næstum upp að dyrum í Fagrahvammi. Bílstjórinn sagði að bremsurnar hefðu ekki virkað og í stað þess að reyna að beygja inn á brúna hafi hann tekið það ráð að halda bara beint af augum. Gott ef Emelía kom ekki út að taka á móti gestunum. Þetta held ég sé það næsta sem ég komst því að sjá umferðarslys í gamla Hveragerði. Jú, og svo þegar Unnsteinn á Reykjum og Hriflu-Jónas rákust saman á bílunum sínum rétt við hótelið. Það var eftirminnilegt.

IMG 2994Nú er svo komið að ég er í vandræðum með nýjar myndir. Veðrið er svo leiðinlegt um þessar mundir og hálkan svo mikil að ég nenni ekki að fara í myndaleiðangur. Þess vegna ætla ég að birta fáeinar myndir sem ég er kannski búinn að setja hér fyrr, en það verður bara að hafa það. Fyrst er það mynd utan af Álftanesi. Einhverjir kannast sjálfsagt við þennan grip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta kannski silikonfyllt kýr?

Áslaug Benediktsdóttir 18.1.2012 kl. 01:22

2 identicon

það er bara staðreind að þetta salt er ekkert verra en annað saltið sem búðir eru að selja það er eitur enda get ég bara notað sjáfar sallt ég fæ brjóstsviða af hinu er þetta ekki komið gott það dó ekki einn einast maður og þeir sem eru að hringja í útvarpið og segjast ekki þola harðfysk í kolaportinu það kemur salltinu bara ekkert við ég þoli hann ekki en er líka ekki að borða hann hef óþol heyrði í einni í gær þvílíkt rugl þetta var barab bull annar hver maður hefur óþol

Ragnar Þór Ragnarsson 18.1.2012 kl. 10:04

3 identicon

Nú, á þetta að vera kýr? Hélt þetta væri eftirmynd Katanessdýrsins miðað við samtímateikningar af því!

Ellismellur 18.1.2012 kl. 10:24

4 identicon

Ég var ansi fljót á mér að kalla þetta kú!  Ég sé nú við nánari skoðun að þetta er þá frekar naut.  Kannski þarna sé komin hin dularfulla skepna PRURA.

  Eða jafnvel þetta sé Katanessdýrið!

Á 18.1.2012 kl. 10:57

5 identicon

Þarna var ég aftur of fljót á mér í athugasemdinni sem ég gerði hér fyrir ofan.

Gleymdi að setja nafnið mitt undir.  Áslaug Benediktsdóttir.

Áslaug Benediktsdóttir 18.1.2012 kl. 11:09

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki er víst að allir kannist við hið dularfulla dýr "prura". Fræðast má um það á vef Netútgáfunnar. Eftir að komið er á aðalvalmyndina þar er valið "annað efni" og síðan "sumarsaga" (er nefnilega ekki viss um að linkurinn hér fyrir neðan virki rétt því ég man ekki eftir að hafa sett link í athugasemd) http://www.snerpa.is/net/sumar.htm

Sæmundur Bjarnason, 18.1.2012 kl. 11:23

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sætir krakkar   Ég sé að þú hefur selt potta í den.

Anna Einarsdóttir, 18.1.2012 kl. 12:26

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, vissulega. Það var með ólíkindum hvað hægt var að vera með margt í þessari búð. Var meira að segja með bækur fyrir jólin o.s.frv. Held annars að Bjarni hafi verið búinn að birta þessa mynd á Facebook og að Bjössi hafi tekið hana.

Sæmundur Bjarnason, 18.1.2012 kl. 12:44

9 identicon

Já þetta eru sætir krakkar finnst mér líka Anna!  Og flottir pottar sem hefur verið stillt út í sýningargluggann á vandaðan hátt!  

Áslaug Benediktsdóttir 18.1.2012 kl. 16:13

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef nú grunsemdir um hvar þetta kvikindi er, hef þó ekki séð það sem er alveg skandall, ég bý hér á nesinu.

Anna er alltaf merkilegt myndefni :) hefði ekki séð pottana nema hún hefði minnst á þá :)

Ragnheiður , 18.1.2012 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband