1157 - Mótmæli mótmælanna vegna

Nú er ég svo illa staddur að ég á engar fyrningar til að pósta upp á Moggabloggið. Venjulega luma ég á einhverjum málsgreinum sem ekki hafa komist að næstu daga á undan. Nú er ekki svo. Þessvegna verð ég að reyna að skrifa og skrifa hvernig sem það gengur. Vonandi vel. Svo er alltaf hægt að hafa þetta í styttra lagi. Kannski ég geri það bara ef mér dettur ekkert í hug.

Var að fésbókast áðan og þar er allt komið í hálfgert rugl. Bið fólk afsökunar fyrirfram á undarlegum hlutum. Held ég nái aldrei að skilja til fulls alla leyndardóma þeirrar bókar.  Leyndardómar bloggsins eru mér samt meira og minna ljósir þó ég fikti sem allra minnst í stjórnborðinu þar.

Í dag á víst að setja nýtt Alþingi enda er kominn október. Einhverjir skilst mér að ætli að nota tækifærið og mótmæla niðri á Austurvelli. En mótmæla hverju? Það er spurning dagsins. Ég mótmæli allur. Hefði alveg verið til í að sofa þar ef þægindin væru aðeins meiri. En í myrkri og vætu. Ómögulega, takk.

Tölum um að vera húkkt á blogg annarra. Er nýbúinn að uppgötva blogg Atla Týs Ægissonar og þar er bloggari sem er allrar athygli verður. Bloggar einfaldlega mjög skemmtilega. Kryddar frásögnina með persónulegum hætti og gerir það óvenju vel. Segi kannski nánar frá honum seinna. Svo er Harpa Hreinsdóttir alltaf hressandi. Sérstaklega þegar hún er með gagnrýnisgleraugun á nefinu.

Sá fyrirsögn í blaði réttáðan. Hún var svona: „Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar". Þetta er alveg rétt en geta mætti þess að slíkt dómsmál gæti líka margfaldað hana eða hækkað mjög. Verst að það skuli ekki vera sjálfskipaðir sérfræðingar á borð við Sigmund Davíð sem líklegastir eru til að dæma í dómsmáli af þessari gerð.

Já og svo hefði ég getað haldið áfram með hundasöguna. Var alveg búinn að gleyma því. En látum hana hvíla í friði.

IMG 3134Endur og steinar í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég hef verið að velt því fyrir mér hvers vegna þú; Sæmundur, höfundur Sæmundarháttar í bloggi, þar sem bloggað er að mestu um blogg, hafir ekki fjallað enn um hin svo kölluðu "pólitísku skotgrafablogg".

Pólitískir bloggarar hrannast inn á þau blogg sem þeir eru sammála og setja þar inn jáara athugasemdir en þora ekki fyrir sitt litla líf að mótmæla á bloggum sem þeir eru ósammála. Þeir eru drulluhræddir við að lenda í þjarki enda kunna þeir illa til verka í rökræðum. 

Þá finnst mér vera athyglisvert hvernig hinir svo kölluðu "fréttabloggarar" haga sér. - Þeir sérhæfa sig flestir í að setja niður við mest lesnu fréttirnar nokkrar línur og kalla það blogg. Oftast gera þeir engar athugasendir við önnur blogg og nenna jafnvel ekki að svara athugasemdum við eigin blogg enda hafa Þeir venjulega ekkert til málanna að leggja annað en athyglissýkina sem þeir þjást af. -

Mér finnst þú eigir að taka á þessum dónum af hörku Sæmundur til að standa undir nafni sem bloggari bloggaranna hér um slóðir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2010 kl. 02:19

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er mikið til í þessu, Svanur. Athyglissýki mín er þó á því stigi að ég tek strax eftir því að þú kallar mig "bloggara bloggaranna". Kannski er það rétt að því leyti að aðrir bloggarar (eins og þú) lesi mitt blogg nokkuð reglulega. Önnur og ákveðnari merking er þó oft lögð í þetta orðalag og hún á tæpast við um mig þó auðvitað þyki mér lofið gott.

"Skotgrafablogg" er ágætt orð hjá þér. Varðandi pólitísk blogg er það algengt að meira beri á já-mönnum en andstæðingum hjá mörgum. Held að það beri ekki endilega vott um hræðslu heldur finnst mér að oft hafi menn ýkta hugmynd um eigið ágæti og haldi að menn bíði eftir þeirra áliti.

Um þetta allt saman mætti þó blogga heilmikið og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að velta þessu fyrir mér.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2010 kl. 07:52

3 identicon

Hurry Svanur, ég ætla að leyfa mér að mótmæla öllu sem þú segir, mótmælanna vegna. :)

Ég er nú lítið í skotgrafarhernaði, fer frekar upp á hól og plaffa nokkrum vel völdum skotum, við slæmar undirtektir meintra sam og mótherja; Sem mér finnst svo æðislega gott, sem er vegna þess að baráttan sem ég stend fyrir er barátta einstaklinga en ekki hjarðdýra :)

Bang bang

DoctorE 2.10.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, DoctorE. Þó ég vilji gjarnan taka Jensinn á þetta er varla þörf á því með þig. Þú lætur svo sannarlega í þér heyra án þess að þér sé svarað mikið.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2010 kl. 10:43

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En áður en þú hefst handa sem bloggari bloggaranna verðurðu náttúrulega að samræma tímann. Það gengur ekki að vera sólarhring á eftir með pistlana eins og núna og líka um daginn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 10:49

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú, einmitt Jóhannes. Ég lít nefnilega ekki á mig sem dagblað og þaðan af síður sem sjónvarpsstöð!! Það eru aðallega pólitísku pistlarnir sem augljóslega eru svolítið eftirá en mér finnst það ekki gera neitt til. Aðrar hugleiðingar mega mín vegna vera svolítið aldraðar.  

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2010 kl. 12:07

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En það er einmitt pólitíkin og veðrið sem þarf að vera up to date. Og svo myndi ég nú ekki gera og mikið úr þessum vangaveltum hjá Svani Gísla. Ég til dæmis blogga mest um pólitík en fæ fáar athugasemdir. Samkvæmt Gísla ætti það að vera vegna þess, að þeir sem lesa eru ósammála en því trúi ég nú ekki. Mér finnst sjálfum að ég bloggi af miklu viti

p.s. Fyrirgefðu að ég brá fyrir mig Sæmundarhætti og hældi sjálfum mér

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 14:11

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kannski er það einmitt pólitíkin og veðrið sem ég hef minnst vit á. Mér finnst þó flest sem ég segi um pólitík vera mjög gáfulegt. Reyni samt að blogga svolítið um annað.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2010 kl. 14:37

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhannes Laxdal; Ég átti auðvitað við þá skotgrafabloggara sem eitthvað eru lesnir að ráði. Ég gæti alveg nefnt nöfn, en Sæmi veit alveg við hverja ég á.

Sæmundarháttur á bloggi á ekki endilega við sjálfshælniblogg heldur að blogga um eigið blogg á bæði jákvæðum og neikvæðum nótum og pæla um leið í bloggum annarra hvað varðar framsetningu og umfjöllunarefni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2010 kl. 15:56

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svanur, ég er bara að stríða Sæma, hann tekur því ekkert illa upp

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 16:44

11 identicon

Talandi um mótmæli; Er það ekki alveg sérstakt íslenskt aumingjaheilkenni að mótmælin við alþingi, þar sem mótmælt er að alemmingur og börn íslands séu að missa allt sitt... að þau snúist nú um það að Ólína frekljuskjóða segir að systir sín sé stórslösuð eftir að hafa fengið egg í hausinn.
Allar hörnumgar fjölskyldna og barna íslands kafna undir því að Ólína SEGIR að sýstir sín sé .. ja, ég veit ekki, alveg fokked í hlustinni.

Ég vil sko fá áverkavottorð frá óháðum lækni.. ég vil líka fá því svarað hvers vegna master of the universe stöðvaði ekki eggið vonda.

DoctorE 2.10.2010 kl. 17:22

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að „taka Jensin á þetta“ merkir væntanlega að loka á viðkomandi, sem hefur ekki rétt viðhorf?

Brjánn Guðjónsson, 2.10.2010 kl. 18:24

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Brjánn, þarna hef ég greinilega ekki talað nógu skýrt. Hvaða Jens ert þú að hugsa um? Mér dettur Jón Valur Jensson undireins í hug. Nei, ég var að tala um Jens Guð. Hann er vanur að svara öllum athugasemdum auk þess að blogga eins og sá sem valdið hefur.

Í mínum huga merkir það að taka Jensinn á eitthvað að svara öllum athugasemdum. Sennilega þarf að fara að taka saman orðalista með blogg-jargoni!! Þetta á uppruna sinn í að taka Lúkasinn á eitthvað sem væntanlega merkir þá að umhverfast og missa sig útaf einhverju lítilvægu.

Sæmundur Bjarnason, 3.10.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband