1110 - Hvernig verða peningar til?

Hvernig verða peningar til? Bankar og fjármálastofnanir (sparisjóðir, verðbréfastofur, vogunarsjóðir, lífeyrissjóðir og ýmisskonar sjóðir o.s.frv.) hafa leyfi frá Seðlabankanum og samkvæmt lögum til að lána miklu meira en peningar eru til fyrir. Ef þess er til dæmis krafist að eiginfjárhlutfall þeirra sé10% þýðir það á mannamáli að þeim er leyfilegt er að lána tíu sinnum meira en eignir þeirra segja til um. (Eignir = peningar, fasteignir, hlutafé, hlutafjárloforð, viðskiptavild o.s.frv.) 

Hvernig breytist þetta í peninga? Eftir vissum reglum er Seðlabankinn skyldugur til að kaupa skuldabréf af þessum aðilum og þar eru peningar prentaðir eftir þörfum.

Er ekki einhver áhætta fólgin í því í frjálsu hagkerfi ef fjármálastofnanir fara ógætilega með þetta vald sitt? Jú, auðvitað gætu tökin á verðbólgunni linast og hún ætt áfram. Það er hinsvegar vel hægt fyrir stjórnmálamenn að beita sér fyrir ýmsu til að draga úr verðbólgu og þeim má auðvitað múta ef rétt er að farið. Sömuleiðis geta fjölmiðlar haft áhrif í þessu efni því almenningsálitið verður að vera hagstætt peningaöflunum til þess að þetta sé hægt.

Til viðbótar þessu var auðvelt fyrir fjármálastofnanir að fá ódýrt lánsfé erlendis frá og auka þar með ráðstöfunarfé sitt tífalt. Eina snilld útrásarvíkinganna var að vita (eða finna á sér) hverjum þurfti að múta og hvernig.

Var þetta virkilega svona auðvelt? Já, en auðvitað þurftu aðstæður að vera réttar og upphafsfé fyrir hendi. Stjórnmálamenn gáfu að vísu vildarvinum sínum þessháttar dót, því ríkið átti eignir sem breyta mátti í peninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband