982 - Teitur Atlason

Teitur Atlason skrifar athyglisverðan pistil á DV.is sem hann nefnir: „Uppgjör óskast" og birtir mynd af ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Ég er mjög sammála því sem Teitur segir í grein sinni og einkum þótti mér eftirfarandi klausa athyglisverð:

Þegar ljóst var að dagar Vanhæfu ríkisstjórnarinnar voru taldir þá var eins og þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi fengið það sem kallað er í alkafræðunum "moment of clarity". Hún steig til hliðar og bað Jóhönnu Sigurðardóttur að koma í sinn stað, enda var hún eini jafnaðarmaðurinn í þinghópnum!  Manneskja sem ríghélt í stefnuna, stóð með prinsippum jafnaðarstefnunnar og naut ómældrar virðingar fyrir vikið.

Teitur er greinilega einn þeirra sem bíður eftir að skýrsla rannsóknarnefndarinnar birtist og býst kannski við að í henni sé eitthvað bitastætt sem tekið verði mark á. Vonum að svo verði, annars gæti farið illa fyrir íslenskri þjóð. Öfgamenn hafa vaðið uppi að undanförnu og munu eflaust reyna að halda því áfram.

Stefna Samfylkingarinnar (sem Ingibjörg Sólrún var í forsvari fyrir) er stundum kölluð léttfrjálshyggja eða Blairismi og ef fólk vill endilega hafa fjóra flokka þá finnst mér rétt að hafa einn fremur lítinn flokk hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn (Frjálslynda flokkinn, Framsóknarflokkinn) og einn flokk vinstra megin við Samfylkinguna (Vinstri græna) Samfylkingin tæki þá upp alvöru jafnaðarstefnu og léti draum sinn rætast um álíka fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn. Tækifærið er núna og kemur ekki aftur í bráð. Þó ESB andstæðingar séu háværir um þessar mundir verða þeir ekki til lengdar með meirihluta í þessu máli.

Þegar ysta hægrið og ysta vinstrið eru sammála um eitthvað (eins og virðist vera um andstöðu við aðildina að ESB til dæmis) þá er líklegt að eitthvert vit sé í málinu. Öfgamenn allra flokka sameinist - gætu þeir sagt.

Öfgamenn nota setu. Ég á ekki við klósettsetu heldur bókstafinn setu. Þetta gerir Jón Valur Jensson. (Er mér sagt) Líka Jónas Kristjánsson. (Þó hann sé ágætur inn á milli) Björn Bjarnason notar áreiðanlega setu. (Þó ég muni það ekki greinilega og nenni ekki að gá að því) Mogginn barðist lengi fyrir setu. (Og gerir líklega enn) X og Z eru hjón, óttalega mikil flón - lærði maður í barnaskóla. 

Þetta segi ég af því að ég var aldrei góður í setu-fræðum og hætti að nota hana strax og það var leyfilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Enn og aftur fæ ég rök fyrir því að ég sé ekki öfgamaður.  Ég lærði aldrei regluna um zetu-notkun, enda var hún aflögð áður en ég fæddist.

Fyrir einhverjum kjörtímabilum síðan buðu öfgasinnaðir jafnaðarmenn sig fram.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2010 kl. 08:44

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það hefði verið farsælla að hafa VG og Sjálfstæðisflokkinn saman þegar hrunið varð.Þegar Geir Haarde tók þá dæmalausu ákvörðun að tryggja sparifjárinnistæður án hámarksþaks er ég viss um að Steingrímur og Ögmundur Hefðu stoppað Geir af,og krafist hámarksþaks á upphæðina.Sjálfst.flokkurinn fékk aldrei neitt aðhald frá Samfylkingunni.

Hörður Halldórsson, 6.4.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll stafsetning í íslensku er jafn rétthá í bloggum hér og öðrum íslenskum fjölmiðlum, til dæmis dagblöðum. Þannig er til að mynda hægt að skrifa hér "firyr" í stað "fyrir" og nota þá zetu sem menn lærðu að skrifa í skóla.

Hins vegar er best að nota ákveðinn staðal hvað stafsetningu snertir, rétt eins og í annarri framsetningu á skrifuðu máli, þar sem slíkt truflar lesendur minnst. Ef flestir nota gæsalappirnar "" á bloggum sem skrifuð eru á íslensku eru þær staðallinn á bloggunum en ekki svokallaðar "íslenskar gæsalappir", sem eru innfluttar.

"Ekki hefur verið sett löggjöf um íslenska stafsetningu. Hins vegar er löng hefð fyrir því að íslensk stjórnvöld gefi fyrirmæli í formi auglýsingar um hvaða reglur skuli gilda um stafsetningu þá sem kennd er í skólum og notuð er í ýmsum gögnum sem út eru gefin á vegum ríkisins eða með atbeina þess. ...

Eins og áður segir eru ákvæði núgildandi auglýsingar um íslenska stafsetningu bundin við afmarkað gildissvið, þ.e. skólakennslu, kennslubækur og embættisgögn. Ekkert bann liggur því við notkun bókstafsins z utan þessa sviðs standi vilji til þess."

Um stafsetningu - Menntamálaráðuneytið

Þorsteinn Briem, 6.4.2010 kl. 09:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslur þarf um mál eins og aðild Íslands að Evrópusambandinu og aflakvótana.

Skoðanakannanir eru ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Fólk í öllum stjórnmálaflokkum vill aðild Íslands að Evrópusambandinu og kosningar til Alþingis og sveitarstjórna eru ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þorsteinn Briem, 6.4.2010 kl. 09:51

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það væri nú laglegt að lenda í zteininum fyrir að nota setu.

Hrannar Baldursson, 6.4.2010 kl. 10:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og eina raunverulega breytingin sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti í stað kóngs eða drottningar.

Frá árinu 1944 þar til í ár voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi

Þorsteinn Briem, 6.4.2010 kl. 10:13

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég kunni zetufræði út í hörgul en er búinn að gleyma þeim nuna. Þetta var mjög einfalt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 11:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk er hér misjafnlega langt til "hægri eða vinstri" í öllum stjórnmálaflokkum. Það fæðist yfirleitt ekki inn í ákveðinn stjórnmálaflokk og fjöldi fólks kýs ekki sama flokkinn alla ævina. Stjórnmálaflokkar eru ekki knattspyrnufélög.

Og frá sjónarhóli lýðræðis eru skoðanir fólks sem kýs Samfylkinguna hvorki merkilegri né ómerkilegri en skoðanir þeirra sem kjósa til að mynda Sjálfstæðisflokkinn. Allar skoðanir eru jafn réttháar í kjörklefanum, rökstuddar sem órökstuddar.

Í rökræðum eru órökstuddar skoðanir hins vegar einskis virði.

Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og systurflokkar hans erlendis eru til dæmis Arbeiderpartiet í Noregi, Socialdemokraterne í Danmörku, Socialdemokratiska Arbetareparti í Svíþjóð og Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) í Finnlandi.

Systurflokkur Vinstri grænna í Noregi er Sosialistisk Venstreparti og þar er Senterpartiet systurflokkur Framsóknarflokksins.

En Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá árinu 1929 verið nokkurs konar kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.
Og sumir í Sjálfstæðisflokknum hafa gagnrýnt hugmyndir annarra í flokknum um frjálshyggju.

"Hannes Hólmsteinn Gissurarson (fæddur 19. febrúar 1953) er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Hann er kunnur að eindregnum stuðningi við frjálshyggju."

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað hér ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.


Sjálfstæðisflokkurinn - Wikipedia


Liberalism - Wikipedia


Conservatism - Wikipedia


Frjálshyggja - Wikipedia


Christian political parties - Wikipedia

Þar sem Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur aðhyllist flokkurinn að sjálfsögðu hugsjónir jafnaðarstefnunnar, rétt eins og aðrir jafnaðarmannaflokkar í heiminum, og um þessar hugsjónir má lesa á heimasíðu flokksins.

Social democracy - Wikipedia


Jafnaðarstefna - Wikipedia

Og í Samfylkingunni er meiri samstaða en í öðrum flokkum, ef eitthvað er, til að mynda varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem reyndar fjöldi fólks í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum er fylgjandi.
Þannig var til að mynda samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar í fyrra að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi.

En þeir sem kosið hafa Samfylkinguna eru að sjálfsögðu ekki sammála í öllum málum, til dæmis hvað stóriðju hér snertir.

Á hinn bóginn hefur lítil samstaða verið í Frjálslynda flokknum, Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni og þar sem sárafáir styðja nú þessa stjórnmálaflokka eru þeir væntanlega úr sögunni að öðru leyti en því að Hreyfingin hefur þrjú atkvæði á Alþingi og Þráinn Bertelsson eitt.

Þorsteinn Briem, 6.4.2010 kl. 11:29

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll. (eða allir - hvar er kvenfólkið?) Hér er mikið um að vera.

Axel: Já, öfgamenn geta verið allsstaðar. Hverjir voru annars þessir öfgasinnuðu jafnaðarmenn?

Hörður: Það þýðir ekkert að segja ef og hefði. Allra síst í Icesave-málum.

Steini: Ég vissi svosem þetta um stafsetninguna, en það er gaman að fá þessar stjórnmálagreiningar þínar þó ég sé yfirleitt á móti löngum athugasemdum. Þú ert undanskilinn í því efni.

Hrannar: Þó mér finnist margir öfgamenn nota z þá dettur mér ekki í hug að halda að allir séu öfgamenn sem nota z !!

Sigurður: Z-fræðin voru sumum erfið (m.a. mér). Svo má líka flækja alla hluti. Man eftir prófum þar sem Z-fræðin voru flækt svo um munaði.

Sæmundur Bjarnason, 6.4.2010 kl. 12:17

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég man nú ekki nægjanlega vel eftir því framboði, en þeir buðu sig fram í Reykjaneskjördæmi 1991 og fengu 1,2% atkvæða í kjördæminu.  Var þetta ekki framboðið sem vildi vatnsrennibraut yfir Faxaflóann?

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2010 kl. 14:01

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er nú varla á bætandi að lengja svarhalann, en mér fannst missir að zetunni. Ég skrifa hana stundum enn þegar ég vil vera hátíðlegur. Teitur var betri meðan hann var frjáls og óháður og ekkert dreif hann áfram nema heilög vandlætingin. Nú er hann bara eins og hver annar nöldrari, ekki einu sinni skemmtilegur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 17:14

13 identicon

Samfylkingin hefur fórnað flestu af sínum baráttumálum fyrir það að berjast aðeins fyrir einn boðskap.

Þeir hafa haft mjög einbeittan brotavilja til þess að svíkja þjóð sína og fórna frelsi hennar og fullveldi á altari ESB skrifræðisvaldsins.

Andstaðan við ESB aðild er nú í sögulegu hámarki og hún á ekki eftir að minnka að neinu ráði Sæmundur minn.

Það er yfirgnæfandi andstaða við ESB aðild í öllum stjórnmálaflokkum, nema Samfylkingunni. Líka meðal þess stóra hóps fólks sem engan stjórnmálaflokk styður.

Öfgasinnarnir eru því ekki þessir 70% sem eru algerlega andsnúnir að gefa eftir og láta ESB apparatið innlima þjóðina.

Öfgasinnarnir eru nefnilega minnihlutinn sem berst af heift fyrir þessum ESB rétttrúnaði gegn miklum meirihluta þjóðarinnar.

Sem betur fer fyrir land og þjóð er nánast búið að einangra þennan ógæfulega og öfgafulla hóp ESB innlimunarsinna.

Þeir eru nú orðnir mjög einangraður og lítill minnihlutahópur sem búið er að afhjúpa aftur og aftur sem lygalaupa og lýðskrumara af verstu sort. 

Ómanneskjulegt, gjörspillt og ólýðræðislegt ESB apparatið er eitthvert mesta og versta tilræði við frjálst og opið lýðræði Evrópubúa síðan SOVÉT kommúnisminn leið undir lok.   

Gunnlaugur Ingvarsson 6.4.2010 kl. 18:41

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ingvarsson er öfgakall,
opinbert hans stóra fall,
Gunnlaugs auma skúrksins skjall,
skeit í eigin hundadall.

Þorsteinn Briem, 6.4.2010 kl. 19:51

15 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steini minn, nú fórstu yfir strikið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband