807 - Bíðum aðeins

Icesave hér, Icesave þar. Mér finnst bara rétt að bíða og sjá. Er einhver ástæða til að ætla að allar frásagnir séu réttar? Kannski eru þetta bara athugasemdir varðandi fordæmi í öðrum málum. 

Ekki er endalaust hægt að ætlast til að allir bloggarar fordæmi bankahrunið og allt sem því tengist í öllum sínum skrifum. Annað verður að komast að.

Eitt það áhrifamesta sem styrkir stjórnvöld í sessi er sú þöggun sem á sér stað með því að að alltaf sé eitthvað nýtt um að hugsa. Hver nennir að hugsa um Jón Jósep Bjarnason og árás ríkisskattstjóra á hann núna þegar Icesave er aftur komið á dagskrá? Sú þöggun sem þar er gangi er þó alvarleg og ástæða fyrir bloggara að fylgjast vel með.

Vanræksla í samfélaginu olli bankahruninu fyrst og fremst. Vel má kalla það landráð af gáleysi. Engum sérstökum er endilega um að kenna. Spilling eða aulaháttur var sannarlega við lýði hjá öllum sem gátu komið í veg fyrir þetta. Hvort er verra? Veit það ekki. Spillingin er það sem við verðum að losna við.

Tvær tegundir mála eru það sem ég skipti mér yfirleitt lítið af en eiga það til að valda mörgum hugarangri. Það eru skipulagsmál og umhverfismál. Tilfinningahiti er þar oftast mikill og menn sjást ekki fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband