803 - Rjúpan

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá því að eitt sinn hafi María mey boðað fugla himinsins á sinn fund og skipað þeim að vaða eld. Þeir vissu að henni bar að hlýða og gerðu það því umyrðalaust. Af því urðu fætur þeirra fiðurlausir og sviðnir inn að skinni. 

Rjúpan þrjóskaðist þó við og vildi ekki vaða eldinn. María reiddist henni fyrir það og lagði á hana að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og varnarlausust. Ávallt vera ofsótt af bróður sínum fálkanum sem dræpi hana og lifði af holdi hennar.

En hún lagði rjúpunni þá líkn með þraut að hún skyldi mega skipta litum eftir árstíðum og vera alhvít á vetrum en mógrá á sumrum til að fálkinn gæti síður greint hana frá snjónum á veturna og lyngmóunum á sumrin.

Þetta hefur gengið eftir æ síðan. Þegar fálkinn hefur drepið systur sína rjúpuna og étið hold hennar að hjartanu gerir hann sér grein fyrir að hún er systir hans og setur þá að honum svo mikla sorg að hann vælir ámátlega lengi á eftir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband