601. - Árur, miðlar, spáfólk og allt það slekti

Ég hef alltaf furðað mig á því hvernig miðlar og aðrir af svipuðu sauðahúsi geta starfað í gegnum útvarp. Hvernig í ósköpunum geta spilin hennar Ragnheiðar á Sögu sagt henni hvernig einhverjum líður sem hringir í hana. Ég næ þessu bara ekki. En út á þetta og kannski eitthvað fleira er hún nú komin á þing!! 

Gísli Ásgeirsson (bróðir Páls á Háteigsveginum) skrifaði nýlega blogg undir fyrirsögninni "Árulesari sest á þing". Þar fjallar hann um Ragnheiði Ólafsdóttur frá Akranesi varaþingmann Guðjóns Arnars Kristjánssonar.

Ég er svipaður Gísla með það að hafa talsverðan áhuga á hjáfræðum. Yfirleitt er sá áhugi fremur neikvæður. Ég held samt að Ragnheiður sé ekki slæmur þingmaður. Gæti meira að segja verið úrvals þingkona ef hún lætur hjáfræðin ekki trufla sig. Ef hún fer aftur á móti að beita sínum spáhæfileikum og steinalestri á samþingmennina er hætt við að ég missi alla trú á henni.

Annars skilst mér að Ragnheiður hafi staðið sig ágætlega á þinginu. Sagt strákastóðinu þar til syndanna. Mér finnst oft ömurlegt að heyra í sjónvarpinu hvernig þingheimur hagar sér.

Það markverðasta í sambandi við hjáfræði sem ég hef heyrt lengi er Áruhreinsunin í Hafnarfirði. Gott ef ég heyrði þetta ekki fyrst hjá Gísla Ásgeirssyni. Þessi hreinsun á að hafa gengið svo vel að útvarpsauglýsingar frá henni dynji á landsmönnum. Kannski er þetta tóm vitleysa. Þó er ekkert skrítið þó fólk vilji hafa áruna sína sem hreinasta.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Sæll bróðir í ..., ja, ýmsu.

Sennilega er ég ekkert sérstaklega fordómafull, en heimskramannabull sem troðið er uppá trúgjarna einfeldninga, oft gegn greiðslu, gerir mig alveg frávita af fordómum. Reyndar eru þetta ekki bara fordómar heldur að mestu leyti skoðun.

En undrist þú undur Ragnheiðar Ólafsdóttur, spáara, ættirðu að hlusta á fyrirbæri sem kallar sig 'Sirrý spá' og talar um sig í þriðju persónu.

Þetta kunna að vera hinar mætustu meyjar en himnarnir hjálpi mér. Önnur er samt sýnu verr gefin.

Finnurðu fnyk af fordómum

Eygló, 12.2.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Með því að teygja sig mjög langt er hægt að fallast á að hugsanlega séu rök fyrir stjörnuspeki. Talnaspeki og útvarps-spár eru langt fyrir handan alla rökhugsun.

Sæmundur Bjarnason, 12.2.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Eygló

Það eru svo sem engin rök hvort sem er, allra síst með símtali, bréfi eða tölvupósti.

Ég biðst afsökunar, fékk samviskubit yfir að hafa nefnt manneskju og skrifað svo niðurlægjandi orð.

Viltu að ég spái fyrir þér?  Horfi bara á skjáinn, sé glytta í prófílsmynd af þér og segi þér ALLT?

Eygló, 12.2.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það sé lítil hætta á að Ragnheiður sú mæta kona fari að hreinsa árur þingmanna, ekki að það væri ef til vill hið besta mál, svo svartar sem þær eru örugglega langflestar.  En Ragnheiður er enginn kjáni og tekur sig alvarlega niður við Austurvöll og mikið rétt, hún sagði þessum trúðsleikurum í stóra leikhúsinu svo sannarlega til syndanna í gær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband