408. - Ef tunglið væri úr tómum osti....

Segja má að hingað til hafi mannkynið einungis átt þess kost að rannsaka að einhverju marki þrjá himinhnetti utan sólna: Jörðina, Tunglið og Mars. Nær fullvíst má telja að á tveimur þessara himinhnatta hafi einhverntíma einhverskonar ljóstillífun átt sér stað. Þarna er ég að tala um Jörðina og Mars. Ef til vill er uppruni tunglsins allt annar en annarra himinhnatta og þess vegna ekki við því að búast að ummerki um líf finnist þar.

Að halda því svo fram að öruggt sé að hvergi annars staðar í alheiminum geti hafa átt sér stað neins konar ljóstillífun er hreinlega móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta þarf að hafa í huga í hvert sinn sem spurningunni um geimverur er svarað.

Ég trúi ekki á geimverur í þeim skilningi að þær séu á sífelldu vafstri hér á Jörðinni en trúi því að þær séu einhvers staðar til. Um þetta má að sjálfsögðu endalaust bollaleggja. Mér finnst margt í þeim bollaleggingum mun áhugaverðara en þær trúmálaþrætur sem gjarnan blossa upp hér í bloggheimum.

Ég er búinn að skrá mig á Flickr og setja nokkrar myndir þar. Áslaug er á Flickr og er búin að senda heilmikið af myndum þangað. Bjarni er á Flickr með fullt  af myndum. Kom líka í kvöld með talsvert af kopíeruðum myndum. Ég kann eiginlega ekkert á þetta dót en get kannski lært það svona smám saman. Já og Atli Harðarson er líka á Flickr með fullt af góðum myndum. Sjáumst seinna.

Annars er ég að hugsa um að blogga mjög stutt núna svona í tilefni dagsins eða dagnna. Hverjir nenna að lesa blogg í fínu veðri á mestu umferðarhelgi ársins?

Bíð eftir að heyra þátt Stormskersins með viðtalinu við Guðna. Hann lofar að birta hann á vefsetrinu sínu eftir helgi.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað er ekkert annað en hroki að halda fram að hvergi finnist líf nema hér, á Jörð. í alheiminum eru fleiri sólir en sandkorn jarðarinnar og enn fleiri plánetur. að trúa að hvergi annarsstaðr finnist líf brýtur í bága við það sem ég tel vera heilbrigða skynsemi.

Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sæmundur.Kvitta hér fyrir lestur á góðri grein.Bíð einnig eftir þætti Sverris.Hann ætlar að birta hann á heimasíðu sinni á mánudag.Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 3.8.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef alheimurinn er fullur af lífi, hvar eru þá allir, spurði Fermi og spurningunni hefur ekki verið svarað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nú, þeir eru útum allt. Ekki ert þú allsstaðar.

Sæmundur Bjarnason, 3.8.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband