409. - Ég hef áhyggjur af Ólafi. Ég verð bara að segja það

"Ég hef áhyggjur af því sem læknir og heilbrigðisstarfsmaður ef fagmennska og heiðarleg vinnubrögð eru ekki hluti af leikreglunum hjá fjölmiðlamönnum eins og Helga."

Að maður sem kallar sig borgarstjóra skuli geta látið útúr sér aðra eins steypu og augljósar aðdróttanir er með ólíkindum. Og Hanna Birna og hinir aularnir í svonefndum borgarstjórnarflokki virðast ætla að láta þetta yfir sig ganga. Auðvitað er Helgi Seljan ekki allra en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.

Einu sinni sá ég á bókasafni lista sem gerður hafði verið eftir einhverri könnum um merkilegustu bækur sem skrifaðar hefðu verið á íslensku. Flest voru þetta bækur sem maður kannaðist við en þó ekki allar. Þegar ég var búinn að lesa nöfnin á 10 til 12 vinsælustu bókunum voru komnar 2 eða 3 bækur eftir Þorgrím Þráinsson sem ég kannaðist ekkert við. Við svo búið hætti ég að lesa.

Oft og einatt (einkum þó á Bókasafni Kópavogs) finn ég bækur sem ég hafði ekki hugmuynd um að væru til. Það er með ólíkindum hve mikið hefur verið gefið út af bókum á Íslandi. Einkum núna seinni árin. Það er líka orðið svo ódýrt að gefa út bækur og forlögin svo mörg. Ég er svolítið hræddur um að þetta verði til þess að bækur verði ekki eins vandaðar og áður var. Hef samt ekki orðið var við neitt slíkt. Sé bara mjög mörg dæmi þess að blogg, vefrit og allskyns blaðarusl er oft á tíðum svo óvandað að undarlegt er að sjá ósköpin.

Gallinn við íslenska bókaútgáfu er sá að auglýsingar, afslættir og allskyns sölubrellur eru farnar að skipta meira máli en efni bókanna. Þetta er skaði því vel getur þetta orðið til þess að áhugaverðar bækur fari með öllu framhjá manni. Ég veit ekki hvar ég væri staddur ef ég hefði ekki bókasöfn við að styðjast. Svo gerir mitt fólk óspart grín að mér fyrir að geyma gömul bókatíðindi. Mér er til efs að annars staðar sé að finna jafntæmandi upplýsingar um íslenskar bækur.

Margt má auðvitað að bókatíðindum finna og einkum það að þar er endurútgáfum af ýmsu tagi gert jafnhátt undir höfði og frumútgáfum. Svo eru náttúrlega auglýsingarnar þar að tröllríða öllu eins og annars staðar.

Sá fyrstu tvo geitunga sumarsins um daginn. Annar þeirra lenti í glasi og átti ekki afturkvæmt þaðan en hinn fór líklega út aftur. Ég man hvað ég var ánægður með frétt í Mogganum fyrir nokkrum árum þar sem sagði frá því að geitungastofninn virtist hafa hrunið. Farið hefur fé betra. Ég hef aldrei verið bitinn af geitungi en er samt afar illa við þá.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einu sinni, á allra fyrstu geitungaárunum var ég bitinn lymskulega aftan á hálsinn af geitungi og ég hafði ekkert gert honum. En síðan hef ég ekki verið hræddur við geitunga. Þetta var ekki neitt neitt. Smá sviði í smá stund.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

steig eitt sinn, óvart, á geitung. hans síðasta fyrir andlát sitt var að stinga mig í ilina og skilja þar eftir broddinn. það var mjög sárt. ég hef aðeins einn geitun séð í sumar og er sáttur við hve lítið er af þeim í sumar.

ég bloggaði einmitt um þessa steyptu setningu Ólafs F. og hvernig í ósköpum það geti tengst áhyggjum hans að hann er læknir og heilbrigðisstarfsmaður.

Brjánn Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: halkatla

geitungar hafa alltaf verið svo viðkunnanlegir við mig

halkatla, 4.8.2008 kl. 06:05

4 Smámynd:

Ég tek undir það að þetta var mjög einkennileg framkoma borgarstjóra í Kastljósinu. Það er eins og hann sé í afskaplega miklu ójafnvægi og undarlegt að sjá hann strunsa svona út.

Við hjónin eigum mikið bókasafn bæði okkar og svo voru tengdaforeldrar mínir mikið bókafólk og við erfðum mikil ósköp eftir þau. Var samt að átta mig á því þegar ég las mbl fréttir í dag að ég hef aldrei lesið Gulakið undarlegt að það skuli ekki vera í safninu gamla góða. Verð bara að fara á bókasafnið.

Takk fyrir skemtileg skrif .kveðja

, 4.8.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband