394. - Meira nöldur

Sumir töldu nöldurfćrsluna hjá mér í gćr vera tómt nöldur. Rétt er ţađ en auđvitađ er hćgt ađ nöldra um margt annađ. Hér eru smá sýnishorn.

Mikiđ hefur veriđ óskapast ađ undanförnu yfir tapinu hjá FJ-Group. Já, ég segi FJ-Group ţví ţannig er ţađ skrifađ ţó sumir segi reyndar FL-Group. Eiginlega er bara um íslensku útrásina í hnotskurn ađ rćđa ţarna. Reynt var ađ láta líta svo út sem um vćri ađ rćđa keppni milli manna um hver vćri snjallastur, djarfastur og útsjónarsamastur. Fjölmiđlamenn létu blekkjast unnvörpum og skrifuđu lofgreinar um ţessi ósköp hćgri vinstri. Í rauninni var ţetta auđvitađ keppni um ţađ hver vćri vitlausastur. Í lokin var ţađ svo Hannes Smárason sem varđ Svarti Pétur en hinir eru ađ hamast viđ ađ safna spilunum saman og langar mest ađ spila aftur. Hvort viđ leyfum ţeim ţađ eđa ekki á eftir ađ koma í ljós.

Sumir tölvuvírusar skammast sín ekkert fyrir ađ vera til. Segja til nafns síns hvađ ţá annađ og ţykjast vera eitthvađ. Einn slíkan fékk ég um daginn. Hann heitir Seekmo og ţađ virđist vera erfitt ađ losna viđ hann. Hann setti upp einhverja andskotans valstiku án ţess ađ vera beđinn um ţađ. Sumir ganga svo langt ađ kalla Yahoo einn risavaxinn vírus og ţessvegna jafnvel Microsoft líka. Ţađ finnst mér of langt gengiđ. Ţađ er alveg hugsanlegt ađ einhverjir álíti ţetta Seekmo bara vera lítiđ, saklaust og jafnvel dálítiđ sniđugt forrit en mér er alveg sama. Ţau forrit sem ryđjast inn á mann og gefa lítil eđa engin tćkifćri, til ađ taka ekki á móti sér, eru vírusar í mínum augum.

"Já, en ţađ er eitt sem ég skil ekki. Af hverju giftistu henni?" Ţessi ljóđlína, ef ljóđlínu skyldi kalla, úr Botníukvćđinu ódauđlega er eitt ţađ snjallasta sem Ómar Ragnarsson hefur samiđ. Úps,  ţetta er eiginlega ekki neitt nöldur. Ég verđ ađ vanda mig meira.

Bloggin hjá Sigurđi Ţór eru alltaf ađ styttast. Og svo nöldrar hann yfir ţví ađ vísdómsorđ sín falli í grýttan jarđveg. Ţau eru bara svo fá, Siggi minn.

Ég segi ţađ satt ég nenni ekki ađ vera ađ nöldra yfir pólitíkinni. Alţingismenn  hafa sérgáfu í ţví ađ ţenja lítilfjörleg nöldursefni yfir margar blađsíđur. Óhugsandi er ađ einhverjir nenni ađ lesa langhunda ţeirra. Af hverju í ósköpunum eru ţeir ţá ađ ţessu? Sennilega er nöldriđ orđiđ ađ einhvers konar kćk hjá ţeim. Vonandi verđur ekki svo hjá mér. Líklega bara best ađ hćtta núna ţó mig vanti eiginlega eins og eitt stutt nöldur til viđbótar.

Og ekki má vanta myndirnar. Nokkrar hér. Samtíningur og sitthvađ.

IMG 1908Ţessi bekkur er merktur. Hverjum veit ég ekki.

IMG 1912Ţetta er trébrú yfir Elliđaárnar og sjá má ađ Áslaug er ađ hvíla sig eftir erfiđar myndatökur.

IMG 1916Ţessi foss er í Elliđaánum. Kannski heitir hann Kermóafoss. Í baksýn má sjá bílaumferđ á Höfđabakkanum ef vel er ađ gáđ.

IMG 1934Og svona líta Elliđaárnar út séđ af brúnni góđu. Sennilega er ţetta turninn á Borgarspítalanum sem gnćfir ţarna viđ endann á ánni.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

gott fjas

fjas er til framdráttar

Brjánn Guđjónsson, 20.7.2008 kl. 04:50

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

En vísdómurinn í ţessum fáu orđum er ekkert smárrćđi!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 20.7.2008 kl. 08:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband