382. - Er vídjóblogg kannski framtíðin? Allir að kjafta á fullu

Horfði í fyrrinótt á vaktinni á vídjóblogg Heklu Elísabetar Aðalsteinsdóttur (3 stykki) og það var skemmtileg tilbreyting frá öllu skrifelsinu sem maður er búinn að vera að lesa undanfarið. Áfram Hekla, flott hjá þér. Ástæðan fyrir að ég skoðaði það var að það kom nokkuð seint og úrdrátturinn var enginn þegar nýjustu blogg voru skoðuð.

Mér finnst hugfró í því að setja orð á blað. Ég er samt hræddur um að mig mundi bresta þolinmæði sem rithöfundur. Það er gott að sjá samsetninginn fara næstum daglega frá sér og svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur af honum meir. Þegar ég er búinn að senda hið daglega blogg frá mér er það farið og ég er laus við það. Endanlega. Stundum eru hlutar af því búnir að veltast fyrir mér í heilan dag þegar það loksins hverfur mér út á Netið. Þetta undarlega fyrirbrigði sem allt gleypir.

Því er ekki að neita að margar stuttar greinar sem ég set hér á bloggið eru þess eðlis að þær ættu vel heima sem kommment við greinar hjá öðrum. Ég kommenta alltaf lítið og það má vel kalla það sparsemi. Þegar ég les blogg hugsa ég yfirleitt mest um að klára lesturinn sem fyrst. Skynsamlegu kommentin sem ég hefði getað skrifað koma ekki upp í hugan fyrr en seinna. Þá er líka upplagt að nota þau í sitt eigið blogg. Eða það finnst mér.

Mér virðist að forsíðubloggurum hér á Moggablogginu sé að fjölga. Það gæti orðið til þess að heimsóknum hjá mér og öðrum sem verið hafa hér nokkuð lengi fækkaði eitthvað en það gerir lítið til.

Blogg um blogg eru mínar ær og kýr. Hvernig komst ég af áður en ég byrjaði að blogga? Hvað eru blaðagreinar og fréttir annað en blogg. Skrifararnir alltaf að reyna að sýnast gáfaðir og skrifa þannig að eftir sé tekið. Með því að rotta sig saman má gera úr þessum æfingum blað. Jafnvel dagblað. En núna þegar allir eru farnir að blogga er þessum vesalingum ógnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa - kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:22

2 identicon

haha, góður en mig langar að læra þetta video blogg sko.  Þetta finnst mér sniðugt í bland.

alva 8.7.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég gæti svosem alveg hugsað mér að prófa vídjóblogg en er svolítið hræddur um að það kosti. Hef ekki trú á að það sé mikið flóknara að senda vídjó en myndir. Mig minnir að það sé takki við hliðina á myndatakkanum sem heitir myndbönd á stjórnborðinu.

Sæmundur Bjarnason, 8.7.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband